Góða hestafólk á svæðinu!
Það hafa borist tíu skráningar og gaman væri ef fleiri bættust við í hópinn.
Veðurspáin er góð fyrir laugardaginn þannig að veðurguðirnir eru okkur hliðhollir.
Hér koma nánari upplýsingar um útreiðartúrinn og útileguna núna um helgina.
Lagt verður af stað frá félagssvæðinu Stekkhólma kl 14:00 (mæta tímalega:)).
þeir sem vilja láta skutla farangri sínum í Hallormsstað eiga að mæta í síðasta lagi 13:15.
Útreiðartúrinn tekur í heildina um það bil þrjá klukkutíma. Reiðleiðin er auðveld og hentar ágætlega lítið þjálfuðum hestum og knöpum. Börn og unglingar þurfa þó að koma í fylgd fullorðinna. Knapar sem vilja fara hraðar geta farið á undan og tekið lengri stopp. Við stoppum í Mjóanesi og fáum okkur smá hressingu og höldum síðan áfram inn í Hallormsstaðaskóg þar sem við stoppum við útsýnisstaðinn Fálkaklettur í miðjum skóginum áður en við höldum á áfangastað.
Hestarnir verða saman í stórri hestagirðingu nálægt hesthúsinu á Hallormsstað og við fáum að geyma hnakkana og reiðtygin í hesthúsinu. Við fáum frátekið tjaldsvæði í Höfðavík, grillum saman um kvöldið og höfum það skemmtilegt saman. Hver og einn kemur með sinn útilegubúnað og mat í útileguna, þar með talið á grillið. ( Ef það verður heitt i veðri getum við tekið kjötið og geymt það i kæli ).
Á sunnudeginum verður riðið til baka upp út hádegi og þeir sem vilja geta farið stuttan reiðtúr (tekur eina klst) innan skógarins um morguninn.
Þátttökugjaldið er 1600 kr á mann, innifalið er tjaldstæði og smá hressing í Mjóanesi. Frítt fyrir börn yngri en 14 ára.
Skráning í síðasta lagi á föstudagskvöldið: Angie í síma 845 3006 og Hrefna í síma 847 3184.
Allir velkomnir, við hlökkum til :)
Angie og Hrefna
Það hafa borist tíu skráningar og gaman væri ef fleiri bættust við í hópinn.
Veðurspáin er góð fyrir laugardaginn þannig að veðurguðirnir eru okkur hliðhollir.
Hér koma nánari upplýsingar um útreiðartúrinn og útileguna núna um helgina.
Lagt verður af stað frá félagssvæðinu Stekkhólma kl 14:00 (mæta tímalega:)).
þeir sem vilja láta skutla farangri sínum í Hallormsstað eiga að mæta í síðasta lagi 13:15.
Útreiðartúrinn tekur í heildina um það bil þrjá klukkutíma. Reiðleiðin er auðveld og hentar ágætlega lítið þjálfuðum hestum og knöpum. Börn og unglingar þurfa þó að koma í fylgd fullorðinna. Knapar sem vilja fara hraðar geta farið á undan og tekið lengri stopp. Við stoppum í Mjóanesi og fáum okkur smá hressingu og höldum síðan áfram inn í Hallormsstaðaskóg þar sem við stoppum við útsýnisstaðinn Fálkaklettur í miðjum skóginum áður en við höldum á áfangastað.
Hestarnir verða saman í stórri hestagirðingu nálægt hesthúsinu á Hallormsstað og við fáum að geyma hnakkana og reiðtygin í hesthúsinu. Við fáum frátekið tjaldsvæði í Höfðavík, grillum saman um kvöldið og höfum það skemmtilegt saman. Hver og einn kemur með sinn útilegubúnað og mat í útileguna, þar með talið á grillið. ( Ef það verður heitt i veðri getum við tekið kjötið og geymt það i kæli ).
Á sunnudeginum verður riðið til baka upp út hádegi og þeir sem vilja geta farið stuttan reiðtúr (tekur eina klst) innan skógarins um morguninn.
Þátttökugjaldið er 1600 kr á mann, innifalið er tjaldstæði og smá hressing í Mjóanesi. Frítt fyrir börn yngri en 14 ára.
Skráning í síðasta lagi á föstudagskvöldið: Angie í síma 845 3006 og Hrefna í síma 847 3184.
Allir velkomnir, við hlökkum til :)
Angie og Hrefna