í dag var undirritaður fulltrúi Reiðhallarinnar á Iðavöllum ehf. þegar sýslumaður hélt uppboð á reiðhöllinni. Eignin var sleginn Fasteignafélagi Fljótsdalshéraðs á 22,5 milljónir króna.
Samkvæmt samningi sem stjórn Freyfaxa skrifaði undir fyrir helgi er Fljótsdalshérað nú 100% eigandi að einkahlutafélaginu Reiðhöllin á Iðavöllum ehf, enda uppfyllti sveitarfélagið ákvæði í samningnum um að kaupa fasteign félagsins á uppboðinu.
Ég geri ráð fyrir að í framhaldinu boði nýr eigandi til aðalfundar þar sem ný stjórn verður kosin.
Næsta verkefni Freyfaxa er væntanlega að setjast niður með sveitarfélaginu og komast að samkomulagi um hvernig notkun Freyfaxa á höllinni getur verið háttað í framtíðinni.
virðingarfyllst,
Einar Ben Þorsteinsson, formaður Freyfaxa.