Firmakeppni Freyfaxa fer að þessu sinni fram 5. maí nk. og hefst kl. 13:00. Keppnin fer fram á keppnissvæði félagsins í Stekkhólma og skráning fer fram á staðnum milli 11 og 12, um leið og fókl skráir sig dregur það firma sem það keppir fyrir. Við hvetjum félaga til að koma og taka þátt í að keppa fyrir fyrirtækin sem hjálpa okkur með starfið okkar með því að styrkja firmakeppnina okkar. Að venju eru engin skráningargjöld í firmakeppnina.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Polla- og pæjuflokkur
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
Kvennaflokkur
Karlaflokkur
Höfðingjaflokkur
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Polla- og pæjuflokkur
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
Kvennaflokkur
Karlaflokkur
Höfðingjaflokkur