Opnað hefur verið fyrir skráningar í fjór- og fimmgang Freyfaxa og Fellabakarís í reiðhöllinni á Iðavöllum. Skráning fer fram undir skráningarflipanum hér á síðunni og lokað verður fyrir skráningar kl. 20.00 föstudaginn 1. apríl.
Keppt er í þremur flokkum í fjórgangi; 17 ára og yngri, áhugamanna- og opnum flokki. Keppt er í opnum flokki í fimmgang.
Mótið fer fram sunnudaginn 3. apríl (athugið að mótið var fært á sunnudag) og hefst klukkan 14:00.
Eins og vaninn er á þessum mótum verða kræsingar í boði Fellabakarís á boðstólnum og því um að gera fyrir áhorfendur að mæta í reiðhöllina og fylgjast með.
Aðgagnseyrir er 1.000 kr. og skráningargjald er 2.500 kr. fyrir fyrstu skráningu knapa en 1.500 kr. fyrir hverja skráningu eftir það.
Þar sem engin Dagskrá kom út í vikunni fórst það fyrir að auglýsa mótið á þeim vettvangi og því eru allir beðnir að vera duglegir að segja þeim sem fylgjast lítið eða ekkert með á internetinu frá mótinu svo að sem flestir séu upplýstir um viðburðinn.
Keppt er í þremur flokkum í fjórgangi; 17 ára og yngri, áhugamanna- og opnum flokki. Keppt er í opnum flokki í fimmgang.
Mótið fer fram sunnudaginn 3. apríl (athugið að mótið var fært á sunnudag) og hefst klukkan 14:00.
Eins og vaninn er á þessum mótum verða kræsingar í boði Fellabakarís á boðstólnum og því um að gera fyrir áhorfendur að mæta í reiðhöllina og fylgjast með.
Aðgagnseyrir er 1.000 kr. og skráningargjald er 2.500 kr. fyrir fyrstu skráningu knapa en 1.500 kr. fyrir hverja skráningu eftir það.
Þar sem engin Dagskrá kom út í vikunni fórst það fyrir að auglýsa mótið á þeim vettvangi og því eru allir beðnir að vera duglegir að segja þeim sem fylgjast lítið eða ekkert með á internetinu frá mótinu svo að sem flestir séu upplýstir um viðburðinn.