Nefnd sem skipuð var af stjórn Freyfaxa til að fara með málefni FM15 hefur komið saman og sendi í framhaldinu eftirfarandi tilkynningu til helstu hestamiðla landsins. Ljóst er að spennandi vetur og sumar eru framundan í hestamennskuni á Héraði og vonandi Austurlandi öllu.
Hestamannafélagið Freyfaxi heldur Fjórðungsmót Austurlands 2.-5. júlí 2015 á Stekkhólma í nágrenni Egilsstaða. Þátttökurétt eiga hestamannafélög á Norður- og Austurlandi, nánar tiltekið frá Siglufirði austur um land til Hofnafjarðar. Seinasta Fjórðungsmót sem haldið var á Stekkhólma var afar glæsilegt og vel sótt og stefnt er að því að mótið næsta sumar verði sömuleiðis glæsilegt.
Fyrirhugað er að keppt verði í eftirfarandi greinum:
A- og B-flokki gæðinga
Ungmenna-, unglinga- og barnaflokki
Tölt T1 (opin keppni)
Tölt ungmenna (opin keppni)
Skeið (opin keppni)
Þolreið (opin keppni)
Þá verður kynbótasýning þar sem kynbótahross af fyrrgreindu svæði sem ná lágmörkum eiga þátttökurétt. Eins er stefnt að því að halda opna stóðhestakeppni, fyrir stóðhesta sem ekki eiga þátttökurétt í kynbótasýningu mótsins. Loks verður haldin ræktunarbússýning þar sem ræktunarbú á svæðinu hafa möguleika á að koma sinni ræktun á framfæri.
Að hestamannasið verða svo góð skemmtiatriði, útreiðatúrar og alltaf eitthvað við að vera.
Hestamannafélagið Freyfaxi heldur Fjórðungsmót Austurlands 2.-5. júlí 2015 á Stekkhólma í nágrenni Egilsstaða. Þátttökurétt eiga hestamannafélög á Norður- og Austurlandi, nánar tiltekið frá Siglufirði austur um land til Hofnafjarðar. Seinasta Fjórðungsmót sem haldið var á Stekkhólma var afar glæsilegt og vel sótt og stefnt er að því að mótið næsta sumar verði sömuleiðis glæsilegt.
Fyrirhugað er að keppt verði í eftirfarandi greinum:
A- og B-flokki gæðinga
Ungmenna-, unglinga- og barnaflokki
Tölt T1 (opin keppni)
Tölt ungmenna (opin keppni)
Skeið (opin keppni)
Þolreið (opin keppni)
Þá verður kynbótasýning þar sem kynbótahross af fyrrgreindu svæði sem ná lágmörkum eiga þátttökurétt. Eins er stefnt að því að halda opna stóðhestakeppni, fyrir stóðhesta sem ekki eiga þátttökurétt í kynbótasýningu mótsins. Loks verður haldin ræktunarbússýning þar sem ræktunarbú á svæðinu hafa möguleika á að koma sinni ræktun á framfæri.
Að hestamannasið verða svo góð skemmtiatriði, útreiðatúrar og alltaf eitthvað við að vera.