Á félagsfundi sem haldinn var á Stekkhólma fimmtudaginn 2. október samþykkti mikill meirihluti fundargesta að Freyfaxi héldi Fjórðungsmót árið 2015. Það er því ljóst að Fjórðungsmót Austurlands verður haldið á Stekkhólma sumarið 2015.
Á fundinum var samþykkt að bjóða öllum hestamönnum úr hestamannafélögunum úr Eyjafirði, austur um land til Hafnar í Hornafirði þátttöku í gæðingakeppni og kynbótasýningum mótsins en halda opna töltkeppni og eftir atvikum skeiðkeppni.
Dagsetning mótsins verður ákveðin síðar en fyrir Landsþingi LH sem fram fer á Selfossi 17.-18. október n.k. liggur fyrir tillaga þess efnis að Íslandsmót verði ávallt haldin fyrstu helgi júlímánaðar þau ár sem ekki eru Landsmót. Ljóst er að nái sú tillaga fram að ganga kemur það verulega illa við skipulagningu Fjórðungsmóta í framtíðinni enda hefur nokkuð rík hefð skapast fyrir því að halda Fjórðungsmót fyrstu helgina í júlí.
Nú fer undirbúningur á fullt og ljóst að spennandi vetur, vor og sumar eru framundan og munum að margar hendur vinna létt verk.
Á fundinum var samþykkt að bjóða öllum hestamönnum úr hestamannafélögunum úr Eyjafirði, austur um land til Hafnar í Hornafirði þátttöku í gæðingakeppni og kynbótasýningum mótsins en halda opna töltkeppni og eftir atvikum skeiðkeppni.
Dagsetning mótsins verður ákveðin síðar en fyrir Landsþingi LH sem fram fer á Selfossi 17.-18. október n.k. liggur fyrir tillaga þess efnis að Íslandsmót verði ávallt haldin fyrstu helgi júlímánaðar þau ár sem ekki eru Landsmót. Ljóst er að nái sú tillaga fram að ganga kemur það verulega illa við skipulagningu Fjórðungsmóta í framtíðinni enda hefur nokkuð rík hefð skapast fyrir því að halda Fjórðungsmót fyrstu helgina í júlí.
Nú fer undirbúningur á fullt og ljóst að spennandi vetur, vor og sumar eru framundan og munum að margar hendur vinna létt verk.