Kæru félagsmenn
Gleðilega páska.
Nú þegar apríl er genginn í garð með þessu líka dýrindis veðri er ekki úr vegi að skreppa saman í einn góðan reiðtúr. Eins og áður hefur komið fram ætlum við að fara í Fljótsdalsreið næstkomandi laugardag þann 11. apríl. Stefnt er að því að leggja af stað í reiðtúrinn klukkan 14.00 og fara svonefndan Klausturshring. Mæting er við fjárhúsin hjá Grímsa og Önnu Bryndísi (að Klaustri). Eftir reiðina er áætlað að sameina í kaffi á Skriðuklaustri, þar sem t.d. er hægt að kaupa sér kökuhlaðborð (1900 kr.) eða velja sér eitthvað annað af matseðli Skriðuklausturs. Við vonumst til þess að veðrið verði eins fallegt næstu helgi eins og það hefur verið yfir páskahátíðina og hlökkum til þess að sjá sem flesta í Fljótsdalsreið.
Páskakveðja
Útreiðanefnd Freyfaxa
Gleðilega páska.
Nú þegar apríl er genginn í garð með þessu líka dýrindis veðri er ekki úr vegi að skreppa saman í einn góðan reiðtúr. Eins og áður hefur komið fram ætlum við að fara í Fljótsdalsreið næstkomandi laugardag þann 11. apríl. Stefnt er að því að leggja af stað í reiðtúrinn klukkan 14.00 og fara svonefndan Klausturshring. Mæting er við fjárhúsin hjá Grímsa og Önnu Bryndísi (að Klaustri). Eftir reiðina er áætlað að sameina í kaffi á Skriðuklaustri, þar sem t.d. er hægt að kaupa sér kökuhlaðborð (1900 kr.) eða velja sér eitthvað annað af matseðli Skriðuklausturs. Við vonumst til þess að veðrið verði eins fallegt næstu helgi eins og það hefur verið yfir páskahátíðina og hlökkum til þess að sjá sem flesta í Fljótsdalsreið.
Páskakveðja
Útreiðanefnd Freyfaxa