
Í tengslum við Ístölt Austurland 2014 hefur verið ákveðið að efna til folatollshappdrættis í samstarfi við eigendur Þrists frá Feti.
Sá háttur verður hafður á að aðgöngumiði á Ístölt Austurland mun jafnframt gilda sem happdrættismiði þar sem hægt verður að vinna umræddan folatoll undir Þrist frá Feti. Aðgöngumiði á Ístölt Austurland kostar kr. 1.000,- en hægt verður að kaupa sér viðbótarmiða í happdrættið kr. 500,- stk. eftir fyrsta miða. Það þarf sjálfsagt ekkert að tíunda það að því fleiri miða sem þú átt, þeim mun meiri eru vinningslíkurnar.
Freyfaxi kann eigendum Þrists frá Feti miklar þakkir fyrir sinn stuðning við félagið, en Þristur frá Feti verður til notkunar hér á Fljótsdalshéraði í sumar á vegum Hrossaræktarsamtaka Austurlands.
Sá háttur verður hafður á að aðgöngumiði á Ístölt Austurland mun jafnframt gilda sem happdrættismiði þar sem hægt verður að vinna umræddan folatoll undir Þrist frá Feti. Aðgöngumiði á Ístölt Austurland kostar kr. 1.000,- en hægt verður að kaupa sér viðbótarmiða í happdrættið kr. 500,- stk. eftir fyrsta miða. Það þarf sjálfsagt ekkert að tíunda það að því fleiri miða sem þú átt, þeim mun meiri eru vinningslíkurnar.
Freyfaxi kann eigendum Þrists frá Feti miklar þakkir fyrir sinn stuðning við félagið, en Þristur frá Feti verður til notkunar hér á Fljótsdalshéraði í sumar á vegum Hrossaræktarsamtaka Austurlands.
Nánar um Þrist frá Feti:

Viltu vita allt um Þrist frá Feti og afkvæmi? Smelltu hér til að skoða heimasíðu hestsins.
Þristur er fæddur árið 1998 að Feti við Rauðalæk og er úr ræktun Brynjars Vilmundarsonar. Hann er undan hinum þekkta kynbótahesti Orra frá Þúfu og hryssunni Skák frá Feti.
F.: IS1986186055 Orri frá Þúfu
Ff.: IS1982151001 Otur 1050 frá Sauðárkróki
Fm.: IS1983284555 Dama frá Þúfu
M.: IS1991286910 Skák frá Feti
Mf.: IS1988158713 Barón (Glæsir) frá Miðsitju
Mm.: IS1985265014 Drift frá Kvíabekk
Þristur eyddi fyrsta vetri sínum í litla hesthúsinu sem Brynjar átti á Mánagrundinni í Keflavík, en þar hefur margur gæðingurinn alist upp í góðu atlæti. Að sögn Brynjars var Þristur strax mjög sérstakur hestur og einstaklega geðgóður og meðfærilegur. Brynjar átti það til að bregða sér í göngutúr með Þrist í taumi og komu þeir þá gjarna við á hinum ýmsu kaffistofum Mánamanna og þáðu þar hressingu. Að fyrsta vetrinum loknum fór Þristur svo aftur að Feti þar sem hann var í uppeldi fram að tamningaraldri.
Erlingur Erlingsson, sem þá starfaði á Feti, frumtamdi Þrist og segir hann hafa verið fljótan til og sýnt mikinn gang í strax í byrjun. Þristur var svo sýndur á Hellu vorið 2002 og fór þá strax í fyrstu verðlaun. Þristur sinnti hryssum að lokinni sýningu, en kom svo fram aftur á Landsmóti í Skagafirði og hækkaði þar umtalsvert og hlaut í aðaleinkunn 8.19, þar á meðal 9.0 fyrir tölt, fegurð í reið og vilja/geðslag. Þristur vakti mikla athygli á Landsmótinu 2002, enda feikna góður hestur aðeins fjögurra vetra gamall og prýddur ýmsum eftirsóknarverðum eiginleikum s.s. litafegurð, miklu rými og prúðleika, auk frábærs geðslags. Þó nokkur fjöldi hryssna fór undir Þrist að móti loknu og síðar það ár fóru af stað umræður um að stofna hlutafélag um Þrist, enda margir sem vildu eiga hlut í hestinum.
Árið 2003 var félag um hestinn stofnað og voru viðtökur framar öllum vonum og fengu færri hluti en vildu. Hluthafar nýttu tolla sína í sæðingum fyrsta árið sem þeir áttu aðgang enda hafði hesturinn þá þegar verið leigður á seinna gangmáli norður á Húsavík.
Veturinn 2004 var Þristur svo í þjálfun hjá Guðmundi Björgvinssyni, þá tamningamanni á Feti, og stefnan tekin á að sýna hann aftur með Landsmót 2004 í huga. Þristur var sýndur á Sörlastöðum í Hafnarfirði þá um vorið og hækkaði í 8.21 og var þar með komin með fjórar níur og einu sinni 9.5. Að sýningu lokinni sinnti Þristur hryssur fram að Landsmóti þar sem hann kom aftur til dóms og hækkaði enn, með aðaleinkunnina 8.27 og þar af 9.0 fyrir tölt, brokk, vilja/geðslag, fegurð í reið, bak og lend, hófa og 9.5 fyrir prúðleika. Að loknu Landsmóti sinnti Þristur hryssum heima á Feti fram í októberbyrjun og reyndist fyljunarprósenta hans há að venju, en hann hefur verið að fylja nálægt 90% þeirra hryssna sem til hans hafa komið í gegnum tíðina. Afkvæmi hans lofa góðu, en flest þeirra einkennir gott tölt, frábært geðslag og mikill prúðleiki. Samkvæmt erfðafræðinni eru 50% líkur á því að hann gefi skjótt á móti einlitri hryssu, en þær líkur aukast ef skjóttri hryssu er haldið undir hann.
Ævar Örn Guðjónsson þjálfaði hestinn um skeið og þeir komu fram í nokkrum reiðhallarsýningum auk þess að taka sín fyrstu spor á keppnisvellinum vorið 2008. Undanfarin ár hefur Þristur verið hýstur hjá Huldu G. Geirsdóttur sem hefur séð um að halda honum í léttu trimmi.
Aðsókn að Þristi hefur verið jöfn og mikil alla tíð og hann hefur staðið sig vel, verið frjósamur og skilað góðum afkvæmum. Þristur var myndaður spattfrír vorið 2008 og hefur verið DNA greindur og A-vottaður í skýrsluhaldi Bændasamtakanna.
Þristur frá Feti er einstakur höfðingi, geðgóður og litfagur. Hann er rúmur á gangi og töltið er honum eðlislægt.
Hlutafélagið
Eftir að Þristur kom fram í kynbótasýningum árið 2002 myndaðist mikill áhugi á hestinum sem seinna varð til þess að hrossaræktendur víðsvegar um land hvöttu Brynjar til að stofna hlutafélag um hestinn. Brynjar ákvað að slá til og athuga hvort ekki væri hægt að selja nokkra hluti í hestinum, en upphaflega ætlaði hann sér að eiga meirihluta í honum. Hlutirnir voru auglýstir til sölu á netmiðlum hestamanna og skemmst er frá því að segja að hlutirnir ruku út og fengu færri en vildu.
Hlutafélagið er samsett af alls sjötíu hlutum og eru sextíu þeirra í eigu hluthafa, en félagið á sjálft tíu hluti. Formaður félagsins er Brynjar Vilmundarson, en um framkvæmdastjórn þess sér Hulda G. Geirsdóttir
Þristur er fæddur árið 1998 að Feti við Rauðalæk og er úr ræktun Brynjars Vilmundarsonar. Hann er undan hinum þekkta kynbótahesti Orra frá Þúfu og hryssunni Skák frá Feti.
F.: IS1986186055 Orri frá Þúfu
Ff.: IS1982151001 Otur 1050 frá Sauðárkróki
Fm.: IS1983284555 Dama frá Þúfu
M.: IS1991286910 Skák frá Feti
Mf.: IS1988158713 Barón (Glæsir) frá Miðsitju
Mm.: IS1985265014 Drift frá Kvíabekk
Þristur eyddi fyrsta vetri sínum í litla hesthúsinu sem Brynjar átti á Mánagrundinni í Keflavík, en þar hefur margur gæðingurinn alist upp í góðu atlæti. Að sögn Brynjars var Þristur strax mjög sérstakur hestur og einstaklega geðgóður og meðfærilegur. Brynjar átti það til að bregða sér í göngutúr með Þrist í taumi og komu þeir þá gjarna við á hinum ýmsu kaffistofum Mánamanna og þáðu þar hressingu. Að fyrsta vetrinum loknum fór Þristur svo aftur að Feti þar sem hann var í uppeldi fram að tamningaraldri.
Erlingur Erlingsson, sem þá starfaði á Feti, frumtamdi Þrist og segir hann hafa verið fljótan til og sýnt mikinn gang í strax í byrjun. Þristur var svo sýndur á Hellu vorið 2002 og fór þá strax í fyrstu verðlaun. Þristur sinnti hryssum að lokinni sýningu, en kom svo fram aftur á Landsmóti í Skagafirði og hækkaði þar umtalsvert og hlaut í aðaleinkunn 8.19, þar á meðal 9.0 fyrir tölt, fegurð í reið og vilja/geðslag. Þristur vakti mikla athygli á Landsmótinu 2002, enda feikna góður hestur aðeins fjögurra vetra gamall og prýddur ýmsum eftirsóknarverðum eiginleikum s.s. litafegurð, miklu rými og prúðleika, auk frábærs geðslags. Þó nokkur fjöldi hryssna fór undir Þrist að móti loknu og síðar það ár fóru af stað umræður um að stofna hlutafélag um Þrist, enda margir sem vildu eiga hlut í hestinum.
Árið 2003 var félag um hestinn stofnað og voru viðtökur framar öllum vonum og fengu færri hluti en vildu. Hluthafar nýttu tolla sína í sæðingum fyrsta árið sem þeir áttu aðgang enda hafði hesturinn þá þegar verið leigður á seinna gangmáli norður á Húsavík.
Veturinn 2004 var Þristur svo í þjálfun hjá Guðmundi Björgvinssyni, þá tamningamanni á Feti, og stefnan tekin á að sýna hann aftur með Landsmót 2004 í huga. Þristur var sýndur á Sörlastöðum í Hafnarfirði þá um vorið og hækkaði í 8.21 og var þar með komin með fjórar níur og einu sinni 9.5. Að sýningu lokinni sinnti Þristur hryssur fram að Landsmóti þar sem hann kom aftur til dóms og hækkaði enn, með aðaleinkunnina 8.27 og þar af 9.0 fyrir tölt, brokk, vilja/geðslag, fegurð í reið, bak og lend, hófa og 9.5 fyrir prúðleika. Að loknu Landsmóti sinnti Þristur hryssum heima á Feti fram í októberbyrjun og reyndist fyljunarprósenta hans há að venju, en hann hefur verið að fylja nálægt 90% þeirra hryssna sem til hans hafa komið í gegnum tíðina. Afkvæmi hans lofa góðu, en flest þeirra einkennir gott tölt, frábært geðslag og mikill prúðleiki. Samkvæmt erfðafræðinni eru 50% líkur á því að hann gefi skjótt á móti einlitri hryssu, en þær líkur aukast ef skjóttri hryssu er haldið undir hann.
Ævar Örn Guðjónsson þjálfaði hestinn um skeið og þeir komu fram í nokkrum reiðhallarsýningum auk þess að taka sín fyrstu spor á keppnisvellinum vorið 2008. Undanfarin ár hefur Þristur verið hýstur hjá Huldu G. Geirsdóttur sem hefur séð um að halda honum í léttu trimmi.
Aðsókn að Þristi hefur verið jöfn og mikil alla tíð og hann hefur staðið sig vel, verið frjósamur og skilað góðum afkvæmum. Þristur var myndaður spattfrír vorið 2008 og hefur verið DNA greindur og A-vottaður í skýrsluhaldi Bændasamtakanna.
Þristur frá Feti er einstakur höfðingi, geðgóður og litfagur. Hann er rúmur á gangi og töltið er honum eðlislægt.
Hlutafélagið
Eftir að Þristur kom fram í kynbótasýningum árið 2002 myndaðist mikill áhugi á hestinum sem seinna varð til þess að hrossaræktendur víðsvegar um land hvöttu Brynjar til að stofna hlutafélag um hestinn. Brynjar ákvað að slá til og athuga hvort ekki væri hægt að selja nokkra hluti í hestinum, en upphaflega ætlaði hann sér að eiga meirihluta í honum. Hlutirnir voru auglýstir til sölu á netmiðlum hestamanna og skemmst er frá því að segja að hlutirnir ruku út og fengu færri en vildu.
Hlutafélagið er samsett af alls sjötíu hlutum og eru sextíu þeirra í eigu hluthafa, en félagið á sjálft tíu hluti. Formaður félagsins er Brynjar Vilmundarson, en um framkvæmdastjórn þess sér Hulda G. Geirsdóttir