
Kæru félagar.
Nú er þorrinn genginn í garð og flestir hestamenn búnir að taka sín hross á hús. Framundan er vetur með verkefnum þar sem félagsmenn sinna sinni hestamennsku hvort sem er við tamningar, keppnisundirbúning eða almennar útreiðar. Ungir sem aldnir finna sig í hesthúsinu og alltaf hægt að finna sér eitthvað þar til dundurs. Mig langaði að skrifa smá pistil í byrjun vetrar og kynna mig örlítið því það þekkja mig kannski ekki allir í sjón en langflestir hafa heyrt í mér á viðburðum sem Freyfaxi hefur staðið fyrir.
Nú er þorrinn genginn í garð og flestir hestamenn búnir að taka sín hross á hús. Framundan er vetur með verkefnum þar sem félagsmenn sinna sinni hestamennsku hvort sem er við tamningar, keppnisundirbúning eða almennar útreiðar. Ungir sem aldnir finna sig í hesthúsinu og alltaf hægt að finna sér eitthvað þar til dundurs. Mig langaði að skrifa smá pistil í byrjun vetrar og kynna mig örlítið því það þekkja mig kannski ekki allir í sjón en langflestir hafa heyrt í mér á viðburðum sem Freyfaxi hefur staðið fyrir.
Ég heiti Elísabet og er 5 barna móðir, á 3 sjálf og er svo heppinn að hafa fengið 2 stelpur í bónus þegar ég kynntist sambýlismanni mínum. Ég hef oftar en ekki verið þulur á mótum og stjórnað þeim af röggsemi, einnig hef ég aðeins verið að keppa en lítið gert það uppá síðkastið. Ég er kennari að mennt og hef starfað við kennslu í 12 ár og líkað vel að vinna með börnum. Áhuga á hestamennsku fékk ég með móðurmjólkinni og hef ég alist upp í kringum hross frá því ég man eftir mér. Ég er hestana mína í Fossgerði og erum við fjölskyldan með 2 á húsi. Það er gaman að segja frá því að keppnismeri dóttur minnar og nú rækunarmeri fjölskyldunnar er ættuð frá Brekku í Fljótsdal og hefur gefið góð hross. Þetta er Baldursdóttirin Lykkja frá Brekku og er þessi meri einn sá mesti karakter sem ég kynnst í minni hestamennsku. Einnig hef ég áhuga á íþróttum þá sérstaklega boltaíþróttum sem ég stundaði lengi vel en hef þó þurft að víkka sjóndeildarhringinn í þeim efnum til að fylgja börnum mínum í fimleika og taekwondo. Ég er mikil keppnismanneskja og hef mikinn metnað fyrir því sem ég tek mér fyrir hendur.
Þegar var komið til mín og viðrað við mig að taka við formennsku Freyfaxa fannst mér það spennandi og tel ég mig geta lagt mitt á vogarskálarnar að gera félagið betra og kem ég til með að nýta mér þá reynslu sem ég hef í störfum mínum í félagsmálum fyrir Andvara eða Sprett eins og sameiginlegt félag Andvara og Gustara heitir í dag. Þar starfaði ég í mótanefnd og unglingastarfi. Það er ósk mín að Freyfaxi dafni og félagsmenn hugsi vel um félagið sitt og standi saman við að efla það og styrkja enn frekar en það er í dag. Það er ekkert launungamál að það þarf að rífa hestamennsku á Austurlandi upp og koma henni á kortið aftur. Við eigum mikið af fallegum og frambærilegum hrossum á landsvísu og þurfum við að koma þessum hrossum á framfæri og efla sölu hrossa í landsfjórðungnum. Tækifærin eru margvísleg og markaðssetning íslenska hestsins er nú í mikilli uppsveiflu með tilkomu Fákasels þar sem hestasirkus verður settur á stofn og almenningi gefin kostur á sjá og kynnast þessari stórkostlegu skepnu sem hesturinn er.
Framundan er Ístölt Austurland sem má muna fífil sinn fegri en það hafa ekki allar utanað komandi aðstæður unnið með okkur í þeim efnum, en alltaf er þetta mót jafn skemmtilegt og ég ætla að leyfa mér fullyrða að það er ekkert mót haldið í eins mikilli náttúrufegurð eins og ísmótið okkar þegar veðrið leikur við okkur. Í ár látum við ekki okkar eftir liggja og höldum ísmótið 22.febrúar á Móavatni við Tjarnarland.
Barna- og unglingastarfið okkar er hafið og aldrei hafa eins mörg börn/unglingar verið skráð á námskeiðin hjá þeim Ellen og Angie. Þær hafa veg og vanda að námskeiðum fyrir ungu kynslóðina okkar og eru að vinna mjög gott starf. Í ár verður sú nýbreytni að það verða flokkar fyrir þau á mótum svo það verður ánægjulegt að fá þau meira með í starfið. Unglingastarfið er lykillinn að góðu félagsstarfi því það er alltaf líf og fjör í kringum krakkana og tel ég að það þurfi að hafa þau meira með því þau taka við félaginu einn daginn.
Það er mikill hugur í stjórninni sem tók við í vetur og munum við vera beinar útsendingar frá Meistaradeildinni í vetur í Fjóshorninu þar sem er kjörið fyrir hestamenn sem og aðra sem hafa gaman af fallegum hestum að koma saman. Næst hittumst við 6. febrúar þegar keppt verður í Gæðingafimi. Einnig langar okkur að fá sýnikennslu og kennara hingað austur og til þess að sem flestir geti og langi til að nýta sér það er ekki úr vegi að kanna hvað það er sem félagsmenn myndu vilja sjá og læra og hvaða einstaklingar kæmu þá til greina.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni en verð að segja að lokum að ég hlakka mikið til vetrarins og starfsins í vetur. Ég treysti því að félagsmenn standi saman og efli félagsandann og félagið og láti sjá sig á þeim viðburðum sem staðið verður fyrir. Eins og er vantar okkur um 15 félagsmenn til að ná inn þriðja hesti á Landsmót og ég veit að það tekst og við mætum á Landsmótið á Hellu með fleiri hesta frá Freyfaxa en áður.
Góðar stundir,
Elísabet Sveinsdóttir formaður Freyfaxa.
Þegar var komið til mín og viðrað við mig að taka við formennsku Freyfaxa fannst mér það spennandi og tel ég mig geta lagt mitt á vogarskálarnar að gera félagið betra og kem ég til með að nýta mér þá reynslu sem ég hef í störfum mínum í félagsmálum fyrir Andvara eða Sprett eins og sameiginlegt félag Andvara og Gustara heitir í dag. Þar starfaði ég í mótanefnd og unglingastarfi. Það er ósk mín að Freyfaxi dafni og félagsmenn hugsi vel um félagið sitt og standi saman við að efla það og styrkja enn frekar en það er í dag. Það er ekkert launungamál að það þarf að rífa hestamennsku á Austurlandi upp og koma henni á kortið aftur. Við eigum mikið af fallegum og frambærilegum hrossum á landsvísu og þurfum við að koma þessum hrossum á framfæri og efla sölu hrossa í landsfjórðungnum. Tækifærin eru margvísleg og markaðssetning íslenska hestsins er nú í mikilli uppsveiflu með tilkomu Fákasels þar sem hestasirkus verður settur á stofn og almenningi gefin kostur á sjá og kynnast þessari stórkostlegu skepnu sem hesturinn er.
Framundan er Ístölt Austurland sem má muna fífil sinn fegri en það hafa ekki allar utanað komandi aðstæður unnið með okkur í þeim efnum, en alltaf er þetta mót jafn skemmtilegt og ég ætla að leyfa mér fullyrða að það er ekkert mót haldið í eins mikilli náttúrufegurð eins og ísmótið okkar þegar veðrið leikur við okkur. Í ár látum við ekki okkar eftir liggja og höldum ísmótið 22.febrúar á Móavatni við Tjarnarland.
Barna- og unglingastarfið okkar er hafið og aldrei hafa eins mörg börn/unglingar verið skráð á námskeiðin hjá þeim Ellen og Angie. Þær hafa veg og vanda að námskeiðum fyrir ungu kynslóðina okkar og eru að vinna mjög gott starf. Í ár verður sú nýbreytni að það verða flokkar fyrir þau á mótum svo það verður ánægjulegt að fá þau meira með í starfið. Unglingastarfið er lykillinn að góðu félagsstarfi því það er alltaf líf og fjör í kringum krakkana og tel ég að það þurfi að hafa þau meira með því þau taka við félaginu einn daginn.
Það er mikill hugur í stjórninni sem tók við í vetur og munum við vera beinar útsendingar frá Meistaradeildinni í vetur í Fjóshorninu þar sem er kjörið fyrir hestamenn sem og aðra sem hafa gaman af fallegum hestum að koma saman. Næst hittumst við 6. febrúar þegar keppt verður í Gæðingafimi. Einnig langar okkur að fá sýnikennslu og kennara hingað austur og til þess að sem flestir geti og langi til að nýta sér það er ekki úr vegi að kanna hvað það er sem félagsmenn myndu vilja sjá og læra og hvaða einstaklingar kæmu þá til greina.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni en verð að segja að lokum að ég hlakka mikið til vetrarins og starfsins í vetur. Ég treysti því að félagsmenn standi saman og efli félagsandann og félagið og láti sjá sig á þeim viðburðum sem staðið verður fyrir. Eins og er vantar okkur um 15 félagsmenn til að ná inn þriðja hesti á Landsmót og ég veit að það tekst og við mætum á Landsmótið á Hellu með fleiri hesta frá Freyfaxa en áður.
Góðar stundir,
Elísabet Sveinsdóttir formaður Freyfaxa.