Hestamannafélagið Freyfaxi
  • Fréttir
  • Hestaheimurinn
    • Okkar fólk
    • Spjallborð
  • Reiðhöllin
    • Gjaldskrá
    • Notkunarreglur
    • Áskriftarkort Freyfaxafélaga
  • Krakkafréttir
  • Skráningar
  • Stjórn/nefndir
  • Viðburðir
  • Fjórðungsmót 2015
    • Dagskrá
    • Mótssvæðið Stekkhólmi
    • Ráslistar
    • Miðaverð
    • Almennar upplýsingar
    • Kynbótahross
    • Sundurliðaðar einkunnir >
      • B-flokkur
      • Barnaflokkur
      • Unglingaflokkur
      • Ungmennaflokkur
      • A-flokkur
      • Tölt T1 Opinn flokkur
      • Tölt T3 Börn
      • Tölt T3 Unglingar
      • Tölt T3 Ungmenni
      • Tölt T3 Áhugamenn
    • Úrslit >
      • A-flokkur
      • B-flokkur
      • Ungmenni
      • Unglingar
      • Börn
      • Tölt, Opinn flokkur
      • Tölt, áhugamenn
      • Tölt ungmenni
      • Tölt Unglingar
      • Tölt Börn
      • 100m Skeið
    • Afskráningar

Formannspistill.

3/7/2014

0 Comments

 
Picture
Kæru félagar.
Ekki hafa veðurguðirnir verið okkur hliðhollir í vetur og í fyrsta sinn í sögu Ístöltsins okkar voru aðstæður ekki mjög hestvænar svo ekki sé meira sagt. En ég vil þakka Freyfaxafélögum og öðrum sem komu að mótinu, hvort sem keppendur eða starfsmenn, kærlega fyrir hversu vel tókst til þrátt fyrir slæmar aðstæður. Vonandi verður þetta betra að ári :). Einnig var almenn ánægja með Þorramótið þannig að mótastarf fer ágætlega af stað hjá okkur. Æskulýðsstarfið heldur áfram hjá Angie og Ellen og er gaman að koma og fylgjast með því sem er verið að gera þar. Meistaradeildarkvöldin okkar hafa tekist mjög vel og hefur mæting á þá viðburði verið góð. Það er líka gaman að sjá hesta hér að austan taka þátt í svona sterkri keppni og það styrkir ræktunarstarf félagsmanna enn frekar. Freyfaxafélagar hafa verið að taka þátt í mótum fyrir norðan á Akureyri og staðið sig mjög vel, verið þar á verðlaunapalli, og eigum við einn fulltrúa á svellinu á morgun í Reykjavík á Svellköldum konum þar sem Nikólína Rúnarsdóttir ætlar að spreyta sig ásamt Aski frá Lönguhlíð. Ég tala af reynslu þegar ég segi að þetta mót er eitt það skemmtilegasta sem haldið er ár hvert, hvort sem tekið er þátt í því sem knapi eða starfsmaður. Það er alltaf jákvætt þegar knapar koma fram undir merkjum félagsins og eru sýnilegir. Til stendur að fá reiðkennara til að koma austur og halda námskeið og samkvæmt könnunni sem er á síðunni er það keppnisþjálfun og almenn reiðkennsla sem brennur mest á félagasmönnum og við munum flytja fréttir af því um leið eitthvað skýrist í þeim málum.
Framundan er mótaröð sem fer fram í reiðhöllinni og verður keppt í þrígangi 14.mars og tölti tveim vikum seinna. Eins og áður þá hvet ég félagsmenn til að taka þátt í þeim viðburðum sem félagið stendur fyrir og ef það eru einhverjir sem vilja hjálpa til eða leggja hönd á plóginn að hafa samband við stjórnina eða mótanefnd. Svo læt ég fylgja með umsókn um Feif-Youth Cup ef einhver hefur áhuga  http://www.lhhestar.is/is/moya/news/feif-youth-cup-opid-fyrir-umsoknir

Freyfaxakveðja,
Elísabet Sveinsdóttir formaður.

0 Comments



Leave a Reply.

Powered by Create your own unique website with customizable templates.