Nokkrar fréttir og myndir af knapamerkjaprófinu 2022 sem fór fram á Iðavöllum siðastliðinn laugardag. Æfingarnir fyrir prófið byrjuðu í janúar undir leiðsögn Angeliku og lauk núna með mjög vel heppnuðu prófi með meðaleinkunn 9,3 í bóklega og 8,6 í verklega þættinum. Dómari í verklegu prófi var Ragnheiður Þorvaldsdóttir og þökkum við henni kærlega fyrir komuna. 11 börn tóku knapamerki 1 , 2 börn knapamerki 2 og 2 börn knapamerki 3. Meðalaldur þátttakenda er einungis 12 ára , svo þessi börn eiga framtíðina í hestamennskunni svo sannarlega fyrir sér. Við óskum öllum þessum ungum knöpum innilega til hamingju með árangurinn !