Góðan daginn kæru félagar.
Hér koma smá fréttir frá Stjórn Freyfaxa.
Mikil notkun hefur verið á reiðhöllinni undanfarið og liggur við að hægt sé að kalla það lúxusvandamál hve margir vilja nýta sér aðstöðuna okkar.
Í gangi er reiðmaðurinn einu sinni í mánuði, barnastarfið er á sínum stað með fastar helgar og auka dag en auk þess hafa verið sett upp tvö námskeið en því miður féll fyrra námskeiðið niður vegna veðurs. Gular viðvaranir og allt það, þið skiljið.
Allar stíur sem við höfum boðið í langtímaleigu í hesthúsinu okkar við Iðavelli eru í leigu og er það fagnaðarefni. Hver og einn leigjandi sér um að halda sinni stíu þurri og snyrtilegri auk þess að setja sína hesta út daglega en við setjum að sjálfsögðu þá litlu kröfu á leigjendurna að hestunum líði sem best og líti vel út.
Slatti af hnakkastatífum var keypt fyrir nokkru síðan en það hefur eins og svo oft áður vantað hendur í að klára verkið – Gerum ráð fyrir að það klárist hratt og vel þegar reddarinn okkar kemst.
Nú á dögunum keyptum við spegla til þess að setja upp í reiðhöllinni og hafa Melanie og Einar Ben verið að græja það, en auðvitað tekur svona verkefni tíma í sjálfboðavinnu eins og allt annað og viljum við biðja ykkur að sýna þessu skilning. Aðstaðan verður allt önnur um leið og speglarnir verða komnir upp.
Fjórðungsmótsnefnd Freyfaxa hefur fundað reglulega um nokkurt skeið og stefnir á að halda hér glæsilegt fjórðungsmót 6-9 júlí en þó vill nefndin halda í sveitamóta stemninguna sem hefur tíðkast á þessum mótum hvort sem er hér hjá Freyfaxa eða hjá Hornfirðingum og mörgum finnst notaleg.
Framhaldsaðalfundur verður auglýstur og haldinn um leið og stjórnin er komin með ársreikning í hendurnar.
Framundan er svo Ístölt Austurlands 18.febrúar og er stjórnin að meta aðstæður og það sem er í boði varðandi það.
Ársgjöld verða send út fljótlega eða amk fyrir fyrsta sumardag.
Ef félögum langar að gera eitthvað betur í þágu félagsins, breyta og bæta þá ekki hika við að senda okkur email á freyfaxi@freyfaxi.is með hugmyndum og grófri kostnaðaráætlun ef eitthvað þarf að kaupa í verkið og við skoðum það. Öllum félögum er frjálst að vinna í þágu félagsins og eru meiri líkur á því að hugmyndin komist í framkvæmd ef viðkomandi hefur áhuga á að framkvæma líka.
Hér koma smá fréttir frá Stjórn Freyfaxa.
Mikil notkun hefur verið á reiðhöllinni undanfarið og liggur við að hægt sé að kalla það lúxusvandamál hve margir vilja nýta sér aðstöðuna okkar.
Í gangi er reiðmaðurinn einu sinni í mánuði, barnastarfið er á sínum stað með fastar helgar og auka dag en auk þess hafa verið sett upp tvö námskeið en því miður féll fyrra námskeiðið niður vegna veðurs. Gular viðvaranir og allt það, þið skiljið.
Allar stíur sem við höfum boðið í langtímaleigu í hesthúsinu okkar við Iðavelli eru í leigu og er það fagnaðarefni. Hver og einn leigjandi sér um að halda sinni stíu þurri og snyrtilegri auk þess að setja sína hesta út daglega en við setjum að sjálfsögðu þá litlu kröfu á leigjendurna að hestunum líði sem best og líti vel út.
Slatti af hnakkastatífum var keypt fyrir nokkru síðan en það hefur eins og svo oft áður vantað hendur í að klára verkið – Gerum ráð fyrir að það klárist hratt og vel þegar reddarinn okkar kemst.
Nú á dögunum keyptum við spegla til þess að setja upp í reiðhöllinni og hafa Melanie og Einar Ben verið að græja það, en auðvitað tekur svona verkefni tíma í sjálfboðavinnu eins og allt annað og viljum við biðja ykkur að sýna þessu skilning. Aðstaðan verður allt önnur um leið og speglarnir verða komnir upp.
Fjórðungsmótsnefnd Freyfaxa hefur fundað reglulega um nokkurt skeið og stefnir á að halda hér glæsilegt fjórðungsmót 6-9 júlí en þó vill nefndin halda í sveitamóta stemninguna sem hefur tíðkast á þessum mótum hvort sem er hér hjá Freyfaxa eða hjá Hornfirðingum og mörgum finnst notaleg.
Framhaldsaðalfundur verður auglýstur og haldinn um leið og stjórnin er komin með ársreikning í hendurnar.
Framundan er svo Ístölt Austurlands 18.febrúar og er stjórnin að meta aðstæður og það sem er í boði varðandi það.
Ársgjöld verða send út fljótlega eða amk fyrir fyrsta sumardag.
Ef félögum langar að gera eitthvað betur í þágu félagsins, breyta og bæta þá ekki hika við að senda okkur email á freyfaxi@freyfaxi.is með hugmyndum og grófri kostnaðaráætlun ef eitthvað þarf að kaupa í verkið og við skoðum það. Öllum félögum er frjálst að vinna í þágu félagsins og eru meiri líkur á því að hugmyndin komist í framkvæmd ef viðkomandi hefur áhuga á að framkvæma líka.