Sælir kæru félagsmenn.
Eins og einhverjir vita er stefnt að því að halda útreiðartúr í Fossgerði á morgun, 14. febrúar, klukkan 15.00. Veðrið ætlar eitthvað að leika okkur grátt í fyrstu skipulögðu útreiðartúrum ársins en stefnan er þó enn sem komið er að halda okkar stefnu þ.e. að fara saman í útreið á morgun. Ef veðrið verður okkur ekki hliðhollt þá komum við okkur bara notarlega fyrir á kaffistofunni í Fossgerði og fáum okkar kaffi (og jafnvel köku með því) saman, spjöllum og höfum gaman. Kaffistofuspjallið verður annars eftir útreiðatúrinn ef af honum verður.
Kveðja
Útreiðarnefnd Freyfaxa
Eins og einhverjir vita er stefnt að því að halda útreiðartúr í Fossgerði á morgun, 14. febrúar, klukkan 15.00. Veðrið ætlar eitthvað að leika okkur grátt í fyrstu skipulögðu útreiðartúrum ársins en stefnan er þó enn sem komið er að halda okkar stefnu þ.e. að fara saman í útreið á morgun. Ef veðrið verður okkur ekki hliðhollt þá komum við okkur bara notarlega fyrir á kaffistofunni í Fossgerði og fáum okkar kaffi (og jafnvel köku með því) saman, spjöllum og höfum gaman. Kaffistofuspjallið verður annars eftir útreiðatúrinn ef af honum verður.
Kveðja
Útreiðarnefnd Freyfaxa