Ágætu félagar og aðrir lesendur
Ég vil fyrir hönd stjórnar byrja á að óska félagsmönnum gleðilegs nýs árs og þakka samstarfið á liðnu ári.
Nú þegar margir eru farnir að taka á hús og ríða út finnst mér rétt að líta yfir stöðuna í félaginu okkar eins og hún horfir við mér og upplýsa um það starf sem unnið hefur verið innan félagsins seinustu mánuði til að undirbúa árið.
Fyrir þá sem ekki komust á félagsfundi sem haldnir voru í haust finnst mér rétt að segja stuttlega frá mér. Ég heiti Bjarki Þorvaldur, á einn lítinn son með sambýliskonu minni, Kolbjörgu Lilju sem er frá Hofteigi í Jökuldal. Við fluttum austur á land í september 2013 eftir að við fengum bæði spennandi vinnu sem hentar okkur vel en sjálfur er ég frá Blönduósi þannig að landsbyggðarlífið hentar mér vel. Ég er lyfjafræðingur að mennt og vinn hjá Alcoa Fjarðaáli samhliða foreldrahlutverkinu og formennsku í Freyfaxa. Ég hef stundað hestamennsku í að verða 7 ár og verðum við hjónaleysin verðum með 4 hross á húsi í Fossgerði í vetur.
Ljóst er að í jafn stóru félagi og Freyfaxi er eru áhugasvið félaga misjöfn, sumir vilja öflugt æskulýðsstarf, aðrir vilja mótahald, enn aðrir námskeið og einhverjir hafa gaman af að komast í félagsreiðtúra. Á árinu er stefnt að því að verða við þörfum sem flestra og sjá til þess að allt ofangreint verði öflugt eins og síðust ár auk þess sem við reynum svo að hittast reglulega og ræða málin. Við fögnum öllum hugmyndum fyrir starfið okkar og hvetjum sem flesta til að koma með hugmyndir að skemmtilegum viðburðum.
Í lok ársins 2014 voru nokkrir fundir haldnir innan stjórnar þar sem farið var yfir málin auk þess sem sérstök nefnd sem var skipuð til að fara með skipulag fjórðungsmóts hittist í lok nóvember. Á þessum fundum var margt rætt og ákveðið og ljóst að mikið líf verður í félaginu okkar í vetur. Stefnt er að því að klára dagskrá vetrarins í upphafi næstu viku og verður hún birt á síðu félagsins um leið og hún verður tilbúin. Ánægja hefur verið með þá mótadagskrá sem boðið hefur verið uppá seinustu ár og stefnt er að því hafa hana með svipuðu sniði. Hápunktur ársins í móthaldi verður síðan Fjórðungsmót Austurlands sem haldið verður á Stekkhólma 2.-5. júlí eins og komið hefur fram áður.
Æskulýðsstarfið okkar hefst nk. sunnudag og hafa skráningar í það gengið vel, Ellen og Angelika sjá um æskulýðsstarfið í ár eins og þær hafa gert með miklum myndarbrag seinustu ár. Starfið verður með svipuðu sniði og undanfarið.
Staðan á reiðhöllinni er sú að enn á eftir að klára rafmagnsmálin innandyra, þannig á eftir að setja mótora fyrir stóru hurðarna og setja upp rofa fyrir ljósin. Hægt er að ganga í gegnum hesthúsið til að komast inn í reiðhöllina og verður sú leið að nýtast þangað til þetta kemst í lag. Nikólína Ósk sér um sölu áskriftarkorta í reiðhöllina. Frekari upplýsingar um sölu áskriftarkorta má finna undir flipanum Reiðhöllin hér á síðunni.
Erindi var sent á Fljótsdalshérað á sl. ári þess efnis að fá áframhaldandi afnotasamning að Stekkhólma, það erindi var samþykkt og er á borði bæjarstóra að ganga frá þeim samningum í samvinnu við undirritaðan. Ljóst er að það er mjög gott fyrir félagið að aflétta þeirri óvissu sem verið hefur um Stekkhólmasvæðið og fá það skriflegt frá Fljótsdalshéraði til að draga af allan vafa um afnotarétt landsins.
Hafinn er undirbúningur að því að leggja nýtt efni á völlinn í vor, stefnt er að því að það klárist fyrir firmakeppnina en við erum að sjálfsögðu mjög háð veðri og vindum í þeim efnum. Vallarnefnd kemur til með að bera þungan af því verkefni í samráð við stjórn félagsins.
Útreiðanefnd kemur saman fljótlega og hyggst skipuleggja reglulega útreiðatúra á vegum félagsins. Fréttir af því koma inn þegar þeirri vinnu er lokið.
Gaman væri að hafa meistaradeildarkvöld með svipuðu sniði og var í fyrra. Hafi fólk ábendingar um hvar væri hægt að halda slík kvöld væru þær vel þegnar.
Nú fer sól hækkandi á himni og bjartari tímar framundan með auknu starfi innan félagsins. Hafi fólk einhverjar ábendingar um starfið í vetur er því alltaf frjálst að heyra í mér eða öðrum stjórnarmönnum en við tökum öllum ábendingum fagnandi.
Með bestu kveðjum um gott komandi ár.
Bjarki Þorvaldur Sigurbjartsson
Ég vil fyrir hönd stjórnar byrja á að óska félagsmönnum gleðilegs nýs árs og þakka samstarfið á liðnu ári.
Nú þegar margir eru farnir að taka á hús og ríða út finnst mér rétt að líta yfir stöðuna í félaginu okkar eins og hún horfir við mér og upplýsa um það starf sem unnið hefur verið innan félagsins seinustu mánuði til að undirbúa árið.
Fyrir þá sem ekki komust á félagsfundi sem haldnir voru í haust finnst mér rétt að segja stuttlega frá mér. Ég heiti Bjarki Þorvaldur, á einn lítinn son með sambýliskonu minni, Kolbjörgu Lilju sem er frá Hofteigi í Jökuldal. Við fluttum austur á land í september 2013 eftir að við fengum bæði spennandi vinnu sem hentar okkur vel en sjálfur er ég frá Blönduósi þannig að landsbyggðarlífið hentar mér vel. Ég er lyfjafræðingur að mennt og vinn hjá Alcoa Fjarðaáli samhliða foreldrahlutverkinu og formennsku í Freyfaxa. Ég hef stundað hestamennsku í að verða 7 ár og verðum við hjónaleysin verðum með 4 hross á húsi í Fossgerði í vetur.
Ljóst er að í jafn stóru félagi og Freyfaxi er eru áhugasvið félaga misjöfn, sumir vilja öflugt æskulýðsstarf, aðrir vilja mótahald, enn aðrir námskeið og einhverjir hafa gaman af að komast í félagsreiðtúra. Á árinu er stefnt að því að verða við þörfum sem flestra og sjá til þess að allt ofangreint verði öflugt eins og síðust ár auk þess sem við reynum svo að hittast reglulega og ræða málin. Við fögnum öllum hugmyndum fyrir starfið okkar og hvetjum sem flesta til að koma með hugmyndir að skemmtilegum viðburðum.
Í lok ársins 2014 voru nokkrir fundir haldnir innan stjórnar þar sem farið var yfir málin auk þess sem sérstök nefnd sem var skipuð til að fara með skipulag fjórðungsmóts hittist í lok nóvember. Á þessum fundum var margt rætt og ákveðið og ljóst að mikið líf verður í félaginu okkar í vetur. Stefnt er að því að klára dagskrá vetrarins í upphafi næstu viku og verður hún birt á síðu félagsins um leið og hún verður tilbúin. Ánægja hefur verið með þá mótadagskrá sem boðið hefur verið uppá seinustu ár og stefnt er að því hafa hana með svipuðu sniði. Hápunktur ársins í móthaldi verður síðan Fjórðungsmót Austurlands sem haldið verður á Stekkhólma 2.-5. júlí eins og komið hefur fram áður.
Æskulýðsstarfið okkar hefst nk. sunnudag og hafa skráningar í það gengið vel, Ellen og Angelika sjá um æskulýðsstarfið í ár eins og þær hafa gert með miklum myndarbrag seinustu ár. Starfið verður með svipuðu sniði og undanfarið.
Staðan á reiðhöllinni er sú að enn á eftir að klára rafmagnsmálin innandyra, þannig á eftir að setja mótora fyrir stóru hurðarna og setja upp rofa fyrir ljósin. Hægt er að ganga í gegnum hesthúsið til að komast inn í reiðhöllina og verður sú leið að nýtast þangað til þetta kemst í lag. Nikólína Ósk sér um sölu áskriftarkorta í reiðhöllina. Frekari upplýsingar um sölu áskriftarkorta má finna undir flipanum Reiðhöllin hér á síðunni.
Erindi var sent á Fljótsdalshérað á sl. ári þess efnis að fá áframhaldandi afnotasamning að Stekkhólma, það erindi var samþykkt og er á borði bæjarstóra að ganga frá þeim samningum í samvinnu við undirritaðan. Ljóst er að það er mjög gott fyrir félagið að aflétta þeirri óvissu sem verið hefur um Stekkhólmasvæðið og fá það skriflegt frá Fljótsdalshéraði til að draga af allan vafa um afnotarétt landsins.
Hafinn er undirbúningur að því að leggja nýtt efni á völlinn í vor, stefnt er að því að það klárist fyrir firmakeppnina en við erum að sjálfsögðu mjög háð veðri og vindum í þeim efnum. Vallarnefnd kemur til með að bera þungan af því verkefni í samráð við stjórn félagsins.
Útreiðanefnd kemur saman fljótlega og hyggst skipuleggja reglulega útreiðatúra á vegum félagsins. Fréttir af því koma inn þegar þeirri vinnu er lokið.
Gaman væri að hafa meistaradeildarkvöld með svipuðu sniði og var í fyrra. Hafi fólk ábendingar um hvar væri hægt að halda slík kvöld væru þær vel þegnar.
Nú fer sól hækkandi á himni og bjartari tímar framundan með auknu starfi innan félagsins. Hafi fólk einhverjar ábendingar um starfið í vetur er því alltaf frjálst að heyra í mér eða öðrum stjórnarmönnum en við tökum öllum ábendingum fagnandi.
Með bestu kveðjum um gott komandi ár.
Bjarki Þorvaldur Sigurbjartsson