
Keppt verður í 5 flokkum: Opnum flokki í tölti, áhugamannaflokki í tölti, 16 ára og yngri í tölti, A-flokk og B-flokk.
Skráningargjald er 3.000 kr. fyrir fyrstu skráningu knapa en 2.000 kr. fyrir hverja skráningu eftir það.
Miðaverð á mótið, fyrir aðra en keppendur er 1.000 kr. og gildir aðgöngumiði jafnframt sem happdrættismiði en í verðlaun er folatollur undir hæfileikahestinn Óskastein frá Íbishóli sem verður einmitt á Austurlandi í sumar.
Mótið hefst klukkan 10.30 og verða flokkarnir riðnir í þeirri röð sem þeir eru nefndir hér að neðan.
Í öllum flokkum eru riðnar 4 ferðir á beinni braut og skiptast ferðirnar svona eftir flokkum.
Tölt 16 ára og yngri:
1. ferð: Hægt tölt
2. ferð: Hægt tölt
3. ferð: Fegurðartölt
4. ferð: Fegurðartölt
Tölt áhugamanna:
1. ferð: Hægt tölt
2. ferð: Hægt tölt
3. ferð: Fegurðartölt
4. ferð: Fegurðartölt
B-flokkur:
1. ferð: Hægt tölt
2. ferð: Brokk
3. ferð: Greitt tölt
4. ferð: Frjáls ferð
A-flokkur:
1. ferð: Tölt
2. ferð: Brokk
3. ferð: Frjáls ferð
4. ferð: Skeið
Tölt opinn flokkur:
1. ferð: Hægt tölt
2. ferð: Tölt með hraðamun
3. ferð: Tölt með hraðamun
4. ferð: Greitt tölt
Pískar eru leyfðir í öllum flokkum
Við hvetjum jafnframt alla sem áhuga hafa á að leggja hönd á plóg í undirbúningi mótsins, eða á mótinu sjálfu til að hafa samband við Bjarka Þorvald í síma 843-7619 eða í tölvupósti á bjarki.thorvaldur@gmail.com