Hestamannafélagið Freyfaxi
  • Fréttir
  • Hestaheimurinn
    • Okkar fólk
    • Spjallborð
  • Reiðhöllin
    • Gjaldskrá
    • Notkunarreglur
    • Áskriftarkort Freyfaxafélaga
  • Krakkafréttir
  • Skráningar
  • Stjórn/nefndir
  • Viðburðir
  • Fjórðungsmót 2015
    • Dagskrá
    • Mótssvæðið Stekkhólmi
    • Ráslistar
    • Miðaverð
    • Almennar upplýsingar
    • Kynbótahross
    • Sundurliðaðar einkunnir >
      • B-flokkur
      • Barnaflokkur
      • Unglingaflokkur
      • Ungmennaflokkur
      • A-flokkur
      • Tölt T1 Opinn flokkur
      • Tölt T3 Börn
      • Tölt T3 Unglingar
      • Tölt T3 Ungmenni
      • Tölt T3 Áhugamenn
    • Úrslit >
      • A-flokkur
      • B-flokkur
      • Ungmenni
      • Unglingar
      • Börn
      • Tölt, Opinn flokkur
      • Tölt, áhugamenn
      • Tölt ungmenni
      • Tölt Unglingar
      • Tölt Börn
      • 100m Skeið
    • Afskráningar

Ístölt Austurlands 2015

2/17/2015

2 Comments

 
Picture
Búið er að opna fyrir skráningar á Ístölt Austurlands 2015 sem fram fer á Móavatni við Tjarnarland þann 21. febrúar næst komandi. Skráningar fara fram hér á síðunni undir flipanum skráningar. Á fimmtudag verður hægt að hringja inn skráningar fyrir þá sem ekki treysta sér til að skrá sig á netinu. Skráningafrestur rennur út kl. 16.00 föstudaginn 20. febrúar. 

Keppt verður í 5 flokkum: Opnum flokki í tölti, áhugamannaflokki í tölti, 16 ára og yngri í tölti, A-flokk og B-flokk. 



Skráningargjald er 3.000 kr. fyrir fyrstu skráningu knapa en 2.000 kr. fyrir hverja skráningu eftir það. 

Miðaverð á mótið, fyrir aðra en keppendur er 1.000 kr. og gildir aðgöngumiði jafnframt sem happdrættismiði en í verðlaun er folatollur undir hæfileikahestinn Óskastein frá Íbishóli sem verður einmitt á Austurlandi í sumar. 


Mótið hefst klukkan 10.30 og verða flokkarnir riðnir í þeirri röð sem þeir eru nefndir hér að neðan. 

Í öllum flokkum eru riðnar 4 ferðir á beinni braut og skiptast ferðirnar svona eftir flokkum.

Tölt 16 ára og yngri:
1. ferð: Hægt tölt
2. ferð: Hægt tölt
3. ferð: Fegurðartölt
4. ferð: Fegurðartölt

Tölt áhugamanna:
1. ferð: Hægt tölt
2. ferð: Hægt tölt
3. ferð: Fegurðartölt
4. ferð: Fegurðartölt

B-flokkur:
1. ferð: Hægt tölt
2. ferð: Brokk
3. ferð: Greitt tölt
4. ferð: Frjáls ferð

A-flokkur:
1. ferð: Tölt
2. ferð: Brokk
3. ferð: Frjáls ferð
4. ferð: Skeið

Tölt opinn flokkur:
1. ferð: Hægt tölt
2. ferð: Tölt með hraðamun
3. ferð: Tölt með hraðamun
4. ferð: Greitt tölt


Pískar eru leyfðir í öllum flokkum

Við hvetjum jafnframt alla sem áhuga hafa á að leggja hönd á plóg í undirbúningi mótsins, eða á mótinu sjálfu til að hafa samband við Bjarka Þorvald í síma 843-7619 eða í tölvupósti á bjarki.thorvaldur@gmail.com

2 Comments
Valli
2/18/2015 09:25:46 pm

Aðeins til glöggvunar. Á auglýsingunni hér að framan má skilja að það séu leyfðir pískar í A og B flokkum er það rétt skilið og ef svo er, er þá búið að fá samþykki dómaranna fyrir því ?
Eru einhverjar aðrar sérreglur á þessu móti t.d. varðandi járningar eða beislabúnað
Minni á að fyrir tveimur árum síðan leifði mótstjórn að riðið væri með skáreim með stöngum en dómarar féllu ekki á það og dæmdu nokkur börn úr leik meðal annars í úrslitum þó þau hefðu fengið að ríða forkepnina með skáreim athugasemdalaust. Íframhaldi af því er skáreim með staungum leifð eða ekki leifð.
Með fyrirfram þökk fyrir greið svör
Valli á Víðivöllum

Reply
Bjarki Þorvaldur
2/19/2015 02:41:08 am

Blessaður Valli

Pískar eru leyfðir í öllum flokkum, líka A- og B-flokk, með samþykki dómara.

Það er engin fótaskoðun á mótinu svo eftirlit með járningum verður ekki til staðar og því ómögulegt að fylgja eftir reglum um járningar.

Reglum LH var breytt á síðasta landsþingi á þann veg að bann á notkun skáreimar við vogaraflsmél var aflétt. Þannig er skáreim með stöngum leyfð á ný í mótum innan LH.

Svona til viðbótarfróðleiks þá banna reglur FEIF notkun skáreimar með vogaraflsmélum og því gildir bannið ennþá á world ranking mótum. Íslendingar eru að mér vitandi einir með þessa sérreglu inni, sem leyfir notkun skáreimar með vogaraflsmélum.

Vonandi svarar þetta spurningunum þínum.

Bkv. Bjarki

Reply



Leave a Reply.

Powered by Create your own unique website with customizable templates.