Ístölt Austurlands fór fram við bestu mögulegar aðstæður síðast liðinn laugardag 18.febrúar á Móavatni við Tjarnarland.
Skráningar voru í kringum fimmtíu og var keppt í fimm flokkum. Dómarar á mótinu komu að norðan og voru þeir Magnús Bragi Magnússon og Vignir Sigurðsson.
Sigurvegari tölts T3 var staðarhaldarinn sjálfur Einar Kristján Eysteinsson á hryssu sem hann á með föður sínum Eysteini Einarssyni. Hryssan heitir Hekla frá Tjarnarlandi og er vel kunnug staðháttum í kringum Móavatn. Voru þau Einar og Hekla efst eftir forkeppni og héldu því í úrslitum þar sem þau hlutu í einkunn 7,17. Kepptu þau fyrir hönd Hestamannafélagsins Freyfaxa.
Sigurvegari B flokks var hin unga og efnilega Elín Ósk Óskarsdóttir sem enn keppir í unglingaflokki. Var hún á hryssunni Ísafold frá Kirkjubæ sem hún og afi hennar Pálmi Guðmundsson eiga í sameiningu. Elín og Ísafold komu frá Hornafirði og kepptu fyrir hestamannafélagið Hornfirðing. Hlutu þær í einkunn 8,76 og meðal annars 9,0 fyrir brokk og greitt tölt og 9,2 fyrir vilja. Glæsilegur árangur hjá ungum knapa.
Sigurvegari A flokks kom svo alla leið frá Dalvík og kepptu því fyrir hestamannafélagið Hring. Það var Guðröður Ágústsson á Svörtu Rós frá Papafirði sem er í eigu Freydísar Dönu Sigurðardóttur en þau voru einnig efst eftir forkeppni. Sigruðu þau A flokk með einkunnina 8,51.
Það er því óhætt að segja að farand verðlaunagripir hafi dreifst vel og jafnt yfir þá landshluta sem sáu sért fært að mæta og taka þátt. Gaman að því.
Sigurvegari tölts T7 var Freyfaxa félaginn Diljá Ýr Tryggvadóttir á Skálmöld frá Rútsstöðum með einkunnina 6,75 en þær voru einnig efstar að lokinni forkeppni. Eigandi Skálmaldar er Ingibjörg Þórarinsdóttir.
Í tölti T7 undir 17 ára mættu 5 unglingar með 6 skráningar. Gaman var að sjá hvað krakkarnir komu vel undirbúin og tilbúin til leiks. Eftir forkeppni leiddi Ída Mekkín Hlynsdóttir á Marín frá Lækjarbrekku 2 með einkunnina 7,15, þær bættu svo í og unnu flokkinn með einkunnina 7,37. Eigandi af Marín er Pálmi Guðmundsson og kepptu þær fyrir Hornfirðing.
Til gamans má geta að þær Ída Mekkín og Marín leiddu B flokk að lokinni forkeppni með einkunnina 8.65.
Við í stjórn Freyfaxa þökkum kærlega öllum þeim sem komu að mótinu á einn eða annan hátt. Aðstæður á Móavatni hefðu ekki getað verið neitt betri, veðrið var stillt þó kalt hafi verið og mikið af góðum hrossum.
Við hlökkum til að sjá sem flesta við Móavatn að ári liðnu ef veðurguðirnir verða með okkur í liði og aðstæður leyfa.
Skráningar voru í kringum fimmtíu og var keppt í fimm flokkum. Dómarar á mótinu komu að norðan og voru þeir Magnús Bragi Magnússon og Vignir Sigurðsson.
Sigurvegari tölts T3 var staðarhaldarinn sjálfur Einar Kristján Eysteinsson á hryssu sem hann á með föður sínum Eysteini Einarssyni. Hryssan heitir Hekla frá Tjarnarlandi og er vel kunnug staðháttum í kringum Móavatn. Voru þau Einar og Hekla efst eftir forkeppni og héldu því í úrslitum þar sem þau hlutu í einkunn 7,17. Kepptu þau fyrir hönd Hestamannafélagsins Freyfaxa.
Sigurvegari B flokks var hin unga og efnilega Elín Ósk Óskarsdóttir sem enn keppir í unglingaflokki. Var hún á hryssunni Ísafold frá Kirkjubæ sem hún og afi hennar Pálmi Guðmundsson eiga í sameiningu. Elín og Ísafold komu frá Hornafirði og kepptu fyrir hestamannafélagið Hornfirðing. Hlutu þær í einkunn 8,76 og meðal annars 9,0 fyrir brokk og greitt tölt og 9,2 fyrir vilja. Glæsilegur árangur hjá ungum knapa.
Sigurvegari A flokks kom svo alla leið frá Dalvík og kepptu því fyrir hestamannafélagið Hring. Það var Guðröður Ágústsson á Svörtu Rós frá Papafirði sem er í eigu Freydísar Dönu Sigurðardóttur en þau voru einnig efst eftir forkeppni. Sigruðu þau A flokk með einkunnina 8,51.
Það er því óhætt að segja að farand verðlaunagripir hafi dreifst vel og jafnt yfir þá landshluta sem sáu sért fært að mæta og taka þátt. Gaman að því.
Sigurvegari tölts T7 var Freyfaxa félaginn Diljá Ýr Tryggvadóttir á Skálmöld frá Rútsstöðum með einkunnina 6,75 en þær voru einnig efstar að lokinni forkeppni. Eigandi Skálmaldar er Ingibjörg Þórarinsdóttir.
Í tölti T7 undir 17 ára mættu 5 unglingar með 6 skráningar. Gaman var að sjá hvað krakkarnir komu vel undirbúin og tilbúin til leiks. Eftir forkeppni leiddi Ída Mekkín Hlynsdóttir á Marín frá Lækjarbrekku 2 með einkunnina 7,15, þær bættu svo í og unnu flokkinn með einkunnina 7,37. Eigandi af Marín er Pálmi Guðmundsson og kepptu þær fyrir Hornfirðing.
Til gamans má geta að þær Ída Mekkín og Marín leiddu B flokk að lokinni forkeppni með einkunnina 8.65.
Við í stjórn Freyfaxa þökkum kærlega öllum þeim sem komu að mótinu á einn eða annan hátt. Aðstæður á Móavatni hefðu ekki getað verið neitt betri, veðrið var stillt þó kalt hafi verið og mikið af góðum hrossum.
Við hlökkum til að sjá sem flesta við Móavatn að ári liðnu ef veðurguðirnir verða með okkur í liði og aðstæður leyfa.