Ístölt austurlands 2021 var haldið síðastliðinn laugardag 10.apríl í blíðskaparveðri að þessu sinni á grasbrautinni á Stekkhólma, félagssvæði hestamannafélagsins Freyfaxa. Tókst mótið að mati stjórnar ljómandi vel en skráningar fóru langt fram úr væntingum þar sem að mótinu var smellt á með einungis 5 daga fyrirvara. Keppendur komu frá 6 hestamannafélögum og þurftu sumir að ferðast nokkuð langa leið til þess að taka þátt. Freyfaxamenn fjölmenntu, Hornfirðingar mættu galvaskir, Blær á norðfirði átti góða fulltrúa, hópur kom úr Þistilfirði og kepptu fyrir hönd Snæfaxa. Einnig voru skráðir sitthvor keppandinn frá Létti og Herði.
Hestakostur var góður og keppnin gekk hratt og vel fyrir sig. Keppendur og áhorfendur voru beðnir um að nesta sig fyrir daginn en einnig var þeim bent á að engin klósettaðstaða væri á svæðinu vegna sóttvarna. Góð aðstaða var fyrir áhorfendur til þess að leggja bílum sínum og horfa á góða hesta en öllum upplýsingum frá þul var útvarpað beint í bílana.
Það er ekki hægt að skrifa nokkra punkta um þetta mót án þess að minnast á það hvað undir 17 ára flokkurinn var sterkur í ár en það er flokkur sem hefur hallað á undanfarin ár og er það því mikið gleðiefni að hann sé að koma svo sterkur inn aftur en í þessum flokk er framtíðin og virðist hún vera mjög björt. Sigurvegarar í tölti undir 17 ára voru þær Elín Ósk Óskarsdóttir og Ísafold frá Kirkjubæ með einkunina 7,50.
Guðrún Alexandra Tryggvadóttir vann tvöfalt, sigraði hún í annað sinn í röð tölt opinn flokk á hryssunni sinni Klukku frá Varmalæk og í þetta sinn einnig B flokk gæðinga á heimaræktaðri hryssu, Golu frá Ormarsstöðum.
Sigurvegari í A flokki gæðinga var 5 vetra gamla hryssan Rómantík frá Sauðanesi ásamt knapa sínum, ræktanda og eiganda Ágústi M Ágústssyni.
Í tölti áhugamanna var það hin unga og efnilega Þrúður Kristrún Hallgrímsdóttir sem sigraði á hryssu sinni Þerney frá Brekku í Fljótsdal nokkuð örugglega.
Allir knapar í efstu sætum fengu vegleg verðlaun frá Landsstólpa, svo sem fóðurbætispoka, múla og hestanammi ásamt svo auðvitað verðlaunapeningum og farandgripum.
Stjórn Freyfaxa vonar að mótið hafi verið hin besta skemmtun fyrir bæði knapa og áhorfendur. Við þökkum öllum fyrir að hafa virt allar sóttvarnarráðstafanir til hins ítrasta. Við þökkum einnig starfsmönnum mótsins fyrir vel unnin störf, dómari, hljóðmenn, ritarar og aðrir sem að mótinu komu, þúsund þakkir fyrir ykkar framlag.
Á myndunum eru í eftirfygjandi röð: Elín og Ísafold, Alexandra og Klukka, Alexandra og Gola, Ágúst og Rómatík, Þrúður og Þerney:
Hestakostur var góður og keppnin gekk hratt og vel fyrir sig. Keppendur og áhorfendur voru beðnir um að nesta sig fyrir daginn en einnig var þeim bent á að engin klósettaðstaða væri á svæðinu vegna sóttvarna. Góð aðstaða var fyrir áhorfendur til þess að leggja bílum sínum og horfa á góða hesta en öllum upplýsingum frá þul var útvarpað beint í bílana.
Það er ekki hægt að skrifa nokkra punkta um þetta mót án þess að minnast á það hvað undir 17 ára flokkurinn var sterkur í ár en það er flokkur sem hefur hallað á undanfarin ár og er það því mikið gleðiefni að hann sé að koma svo sterkur inn aftur en í þessum flokk er framtíðin og virðist hún vera mjög björt. Sigurvegarar í tölti undir 17 ára voru þær Elín Ósk Óskarsdóttir og Ísafold frá Kirkjubæ með einkunina 7,50.
Guðrún Alexandra Tryggvadóttir vann tvöfalt, sigraði hún í annað sinn í röð tölt opinn flokk á hryssunni sinni Klukku frá Varmalæk og í þetta sinn einnig B flokk gæðinga á heimaræktaðri hryssu, Golu frá Ormarsstöðum.
Sigurvegari í A flokki gæðinga var 5 vetra gamla hryssan Rómantík frá Sauðanesi ásamt knapa sínum, ræktanda og eiganda Ágústi M Ágústssyni.
Í tölti áhugamanna var það hin unga og efnilega Þrúður Kristrún Hallgrímsdóttir sem sigraði á hryssu sinni Þerney frá Brekku í Fljótsdal nokkuð örugglega.
Allir knapar í efstu sætum fengu vegleg verðlaun frá Landsstólpa, svo sem fóðurbætispoka, múla og hestanammi ásamt svo auðvitað verðlaunapeningum og farandgripum.
Stjórn Freyfaxa vonar að mótið hafi verið hin besta skemmtun fyrir bæði knapa og áhorfendur. Við þökkum öllum fyrir að hafa virt allar sóttvarnarráðstafanir til hins ítrasta. Við þökkum einnig starfsmönnum mótsins fyrir vel unnin störf, dómari, hljóðmenn, ritarar og aðrir sem að mótinu komu, þúsund þakkir fyrir ykkar framlag.
Á myndunum eru í eftirfygjandi röð: Elín og Ísafold, Alexandra og Klukka, Alexandra og Gola, Ágúst og Rómatík, Þrúður og Þerney: