Hestamannafélagið Freyfaxi
  • Fréttir
  • Hestaheimurinn
    • Okkar fólk
    • Spjallborð
  • Reiðhöllin
    • Gjaldskrá
    • Notkunarreglur
    • Áskriftarkort Freyfaxafélaga
  • Krakkafréttir
  • Skráningar
  • Stjórn/nefndir
  • Viðburðir
  • Fjórðungsmót 2015
    • Dagskrá
    • Mótssvæðið Stekkhólmi
    • Ráslistar
    • Miðaverð
    • Almennar upplýsingar
    • Kynbótahross
    • Sundurliðaðar einkunnir >
      • B-flokkur
      • Barnaflokkur
      • Unglingaflokkur
      • Ungmennaflokkur
      • A-flokkur
      • Tölt T1 Opinn flokkur
      • Tölt T3 Börn
      • Tölt T3 Unglingar
      • Tölt T3 Ungmenni
      • Tölt T3 Áhugamenn
    • Úrslit >
      • A-flokkur
      • B-flokkur
      • Ungmenni
      • Unglingar
      • Börn
      • Tölt, Opinn flokkur
      • Tölt, áhugamenn
      • Tölt ungmenni
      • Tölt Unglingar
      • Tölt Börn
      • 100m Skeið
    • Afskráningar

Jón Björnsson framkvæmdastjóri Fjórðungsmóts Austurlands

5/20/2015

0 Comments

 
PictureBjarki Þorvaldur Sigurbjartsson, formaður hestamannafélagsins Freyfaxa og Jón Björnsson, framkvæmdastjóri FM2015 skrifuðu undir samstarfssamning á Egilsstöðum í gærkvöldi.
Framkvæmdanefnd fyrir Fjórðungsmót á Austurlandi er stolt af því að kynna að gengið hefur verið frá ráðningu framkvæmdstjóra fyrir FM´2015.

Á Egilsstöðum í gærkvöldi var skrifað undir samstarfssamning við Jón Björnsson um að taka að sér framkvæmdastjórn fyrir Fjórðungsmót hestamanna á Austurlandi árið 2015 sem haldið verður í Stekkhólma, Fljótsdalshéraði dagan 2.-5. júlí næstkomandi.  Fjórðungsmót Austurlands er stærsti og elsti reglulegi viðburðurinn í hestamennsku í kjördæminu og er haldið á fjögurra ára fresti.

Jón Björnsson er Akureyringur og félagi í Hestamannafélaginu Létti. Hann er mörgum hestamönnum að góðu kunnur, enda hefur hann lagt stund á hestamennsku, ræktun og rekstur tengdum hestamennsku  til margra ára. Margir hafa eflaust séð hann á hestamannamótum um allt land með myndavélina sína, enda er hann einn drjúgasti hestaljósmyndari landsins.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni. Það er góð stemming fyrir mótinu og aðstæður í Stekkhólma eru frábærar. “ segir Jón.

Aðspurður um mikilvægi Fjórðungsmótsins segir Jón: „Mér finnst býsna mikilvægt að hestamennskan á Norðausturlandi öllu hafi þennan vettvang til að sýna sín bestu hross. Breiddin er mikil á svæðinu, og ef okkur tekst ætlunarverk okkar að laða að öll þessu góðu hross og hestaáhugamenn allt frá Dalvík til Hornafjarðarsveita þá veit ég að framtíð Fjórðungsmóta á Austurlandi er björt.“

„Aðalmarkmiðið er að gera þetta að skemmtilegasta móti ársins í hestamennskunni. Fjölskyltuvænt og skemmtilegt er það sem við vinnum útfrá, með að sjálfsögðu alvöru keppni.“  Segir Jón með áherslu.




0 Comments



Leave a Reply.

Powered by Create your own unique website with customizable templates.