Knapamerkjanámskeið í vetur
Ef áhugi er fyrir hendi verður hldið námskeið í knapamerkjum 1 og 2 í reiðhöllinni á Iðavöllum í vetur, bæði fyrir unglinga (12 ára og eldri) og fullorðna. Knapamerkin eru stigskipt nám í hestamennsku sem ætlað er að bæta samspil og velferð knapa og hesta (nánar á: http://knapamerki.is/).
Fyrirhuguð eru 3 skipti í hóp-og einkakennslu í febrúar og mars með ca 2 vikna millibili, generalprufa og próf í siðasta skipti. Það verður bókleg og verkleg heimavinna til að æfa sig á milli og undirbúa prófið. Kostnaður fer eftir þátttakandafjölda en verður væntanlega innan við 15.000 kr fyrir kennsluna, fyrir utan prófgjaldið og KM-bækurnar (3.500 kr hvert).
Þessi námskeið miðast við að þátttakendur hafi þegar einhverja reynslu í hestmennsku. Jafnframt er gott að vera með hest með öruggum grunngangtegundum (í KM 1 og 2 er mest farið á feti og brokk). En það er líka hægt að fá hest lánaðan í sumum prófatriðum.
Frekari upplýsingar og skráning hjá Angie í síma 8453006 eða tölvupost á angelika_liebermeister@web.de
Ef áhugi er fyrir hendi verður hldið námskeið í knapamerkjum 1 og 2 í reiðhöllinni á Iðavöllum í vetur, bæði fyrir unglinga (12 ára og eldri) og fullorðna. Knapamerkin eru stigskipt nám í hestamennsku sem ætlað er að bæta samspil og velferð knapa og hesta (nánar á: http://knapamerki.is/).
Fyrirhuguð eru 3 skipti í hóp-og einkakennslu í febrúar og mars með ca 2 vikna millibili, generalprufa og próf í siðasta skipti. Það verður bókleg og verkleg heimavinna til að æfa sig á milli og undirbúa prófið. Kostnaður fer eftir þátttakandafjölda en verður væntanlega innan við 15.000 kr fyrir kennsluna, fyrir utan prófgjaldið og KM-bækurnar (3.500 kr hvert).
Þessi námskeið miðast við að þátttakendur hafi þegar einhverja reynslu í hestmennsku. Jafnframt er gott að vera með hest með öruggum grunngangtegundum (í KM 1 og 2 er mest farið á feti og brokk). En það er líka hægt að fá hest lánaðan í sumum prófatriðum.
Frekari upplýsingar og skráning hjá Angie í síma 8453006 eða tölvupost á angelika_liebermeister@web.de