Helgina 2.-3.maí sl. var haldin krakkahelgi á Iðavöllum. Hún er einskonar uppskeruhátíð þeirra barna og unglinga sem sótt hafa kennslu hjá Ellen og Angelicu. Fyrri daginn eru sýningar og keppni nemenda og síðari daginn sameiginlegur útreiðatúr ofl. Gist er í félagsheimilinu á Iðavöllum og aðstandendur þátttakenda og kennarar hafa með sér mat á sameiginlegt veisluborð sem svignaði alla helgina undan allskyns góðgæti.
Síðasta vor mættum við fjölskyldan á þessa helgi sem áhorfendur fyrri daginn, en fórum svo með í sameiginlegan útreiðatúri seinni daginn. Þá var strax ákveðið að vera með nú í vetur og fá að taka þátt dagskrá helgarinnar.
Sú dagskráin var þétt skipuð og áhersla lögð á að allir fengju að taka þátt í sem flestu m.v. getu sína og áhuga. Þó allir kennsludagarnir í vetur hafi verið skemmtilegir og lærdómsríkir, má þó segja að þessarar sérstöku krakkahelgar hafi verið beðið með mikilli óþreygju enda minningin um sömu helgi frá síðasta ári enn í fersku minni.
Við hjónin höfum fylgst með uppbyggingu kennslunnar í allan vetur og svo afrakstrinum þessa helgi og það skal segjast eins og það er, að það er frábært að sjá kennslu fara fram í gegnum leik og starf þar sem áhersla er lögð á að viðhalda áhuga og gleði þátttakenda um leið og þeim er bent. Slíkt er ákv. kúnst sem ekki tekst hjá öllum kennurum en er ekki vandamálið hjá þeim Ellen og Angie.
Þessa helgi líkt og í allan vetur lögðu þær báðar mikið á sig til að gera kennsluna, sýningarnar og samveruna sem árangursríkasta og best heppnaða, bæði fyrir þátttakendur og áhorfendur.
Í gegnum svona námskeið er alltaf meiri möguleiki á endurnýjun í hestamennskunni og enn frekar þegar kennararnir lána hesta fyrir börn sem ekki eiga eða hafa aðgang að hrossum – líkt og hefur verið hjá þeim stöllum.
Börn og unglingar á mismunandi aldri og mislangt komin í hestamennsku áttu þarna saman góða stund ásamt foreldrum, kennurum og hestum sínum, ekki einungis í reiðskemmunni og í sýningum og keppni heldur einnig þessutan. Það var gaman að sjá hvað öll börnin voru áhugasöm og full eftirvæntingar í verkefnum sínum. Að byggja upp rétt viðhorf til hestsins sem félaga er hluti af lærdómnum og góð byrjun í hestamennsku. Margt af því sem börnin og hestarnir þeirra voru að gera er alls ekki auðvelt í framkvæmd og þurfti bæði kunnáttu og færni til að framkvæma og því augljóst að margt hefur lærst í vetur.
Eftir að dagskrá lauk á laugardeginum var sameiginlegur kvöldmatur í félagsheimilinu á Iðavöllum, þar sem allir tóku vel til matar síns enda menn búnir að vera að allan daginn og orðnir svangir. Að því loknu var svo haldin skemmtileg kvöldvaka, m.a. með æfðum atriðum nemenda, horft saman á bíómynd og farið í leiki ofl. Frumsamið atriði eldri nemenda sem vakti mikla kátínu bæði nema og kennara var stæling þeirra á reiðkennslustund hjá Angie og Ellen. Var mikið hlegið að þeim þætti, enda brá þar fyrir ýmsum kunnuglegum töktum og ljóst að fátt hafði farið framhjá glöggum augum og eyrum nemenda í kennslustundum vetrarins.
Ánægjulegt var að fylgjast með þátttöku aðstandenda og eldri nemenda í undirbúningi, utanumhaldi, matseld, frágangi og dagskrá helgarinnar, án þess hefðu hlutirnir ekki gengið upp eins og þeir gerðu. Máltækið margar hendur vinna létt verk átti svo sannarlega við þar.
Fyrirhugaður útreiðatúr á sunnudeginum varð styttri en upphaflega var gert ráð fyrir því þar spillti veður fyrir. Kom það þó ekki að sök því nóg annað var á dagskránni innanhúss; ýmsar keppnisgreinar, mynsturreið, hringtaumsatriði, smalakeppni ofl. Dagurinn endaði með því að áhorfendum sem áhuga höfðu á var boðið að taka þátt í smalakeppni og sýndu þar ýmsir góða takta og mikið kapp og vakti það lukku áhorfenda. Var um það rætt á áhorfendabekknum að þegar þessir aðilar komust loks í hnakkinn eftir að hafa setið og fylgst með unga fólkinu alla helgina, hefði ljóst verið að ekkert grín var á ferðinni og keppt var til að ná fyrsta sætinu.
Heilt yfir þá var þessi helgi afar vel heppnuð og skemmtileg og gekk hnökralaust fyrir sig í alla staði og vonandi verður framhald á. Eiga þær Angie og Ellen hrós skilið svo og allir aðrir sem að þessu námskeiði og krakkahelginni stóðu.
Takk fyrir okkur.
Sigríður Ævarsdóttir og Benedikt Líndal, Finnsstöðum 1.
Síðasta vor mættum við fjölskyldan á þessa helgi sem áhorfendur fyrri daginn, en fórum svo með í sameiginlegan útreiðatúri seinni daginn. Þá var strax ákveðið að vera með nú í vetur og fá að taka þátt dagskrá helgarinnar.
Sú dagskráin var þétt skipuð og áhersla lögð á að allir fengju að taka þátt í sem flestu m.v. getu sína og áhuga. Þó allir kennsludagarnir í vetur hafi verið skemmtilegir og lærdómsríkir, má þó segja að þessarar sérstöku krakkahelgar hafi verið beðið með mikilli óþreygju enda minningin um sömu helgi frá síðasta ári enn í fersku minni.
Við hjónin höfum fylgst með uppbyggingu kennslunnar í allan vetur og svo afrakstrinum þessa helgi og það skal segjast eins og það er, að það er frábært að sjá kennslu fara fram í gegnum leik og starf þar sem áhersla er lögð á að viðhalda áhuga og gleði þátttakenda um leið og þeim er bent. Slíkt er ákv. kúnst sem ekki tekst hjá öllum kennurum en er ekki vandamálið hjá þeim Ellen og Angie.
Þessa helgi líkt og í allan vetur lögðu þær báðar mikið á sig til að gera kennsluna, sýningarnar og samveruna sem árangursríkasta og best heppnaða, bæði fyrir þátttakendur og áhorfendur.
Í gegnum svona námskeið er alltaf meiri möguleiki á endurnýjun í hestamennskunni og enn frekar þegar kennararnir lána hesta fyrir börn sem ekki eiga eða hafa aðgang að hrossum – líkt og hefur verið hjá þeim stöllum.
Börn og unglingar á mismunandi aldri og mislangt komin í hestamennsku áttu þarna saman góða stund ásamt foreldrum, kennurum og hestum sínum, ekki einungis í reiðskemmunni og í sýningum og keppni heldur einnig þessutan. Það var gaman að sjá hvað öll börnin voru áhugasöm og full eftirvæntingar í verkefnum sínum. Að byggja upp rétt viðhorf til hestsins sem félaga er hluti af lærdómnum og góð byrjun í hestamennsku. Margt af því sem börnin og hestarnir þeirra voru að gera er alls ekki auðvelt í framkvæmd og þurfti bæði kunnáttu og færni til að framkvæma og því augljóst að margt hefur lærst í vetur.
Eftir að dagskrá lauk á laugardeginum var sameiginlegur kvöldmatur í félagsheimilinu á Iðavöllum, þar sem allir tóku vel til matar síns enda menn búnir að vera að allan daginn og orðnir svangir. Að því loknu var svo haldin skemmtileg kvöldvaka, m.a. með æfðum atriðum nemenda, horft saman á bíómynd og farið í leiki ofl. Frumsamið atriði eldri nemenda sem vakti mikla kátínu bæði nema og kennara var stæling þeirra á reiðkennslustund hjá Angie og Ellen. Var mikið hlegið að þeim þætti, enda brá þar fyrir ýmsum kunnuglegum töktum og ljóst að fátt hafði farið framhjá glöggum augum og eyrum nemenda í kennslustundum vetrarins.
Ánægjulegt var að fylgjast með þátttöku aðstandenda og eldri nemenda í undirbúningi, utanumhaldi, matseld, frágangi og dagskrá helgarinnar, án þess hefðu hlutirnir ekki gengið upp eins og þeir gerðu. Máltækið margar hendur vinna létt verk átti svo sannarlega við þar.
Fyrirhugaður útreiðatúr á sunnudeginum varð styttri en upphaflega var gert ráð fyrir því þar spillti veður fyrir. Kom það þó ekki að sök því nóg annað var á dagskránni innanhúss; ýmsar keppnisgreinar, mynsturreið, hringtaumsatriði, smalakeppni ofl. Dagurinn endaði með því að áhorfendum sem áhuga höfðu á var boðið að taka þátt í smalakeppni og sýndu þar ýmsir góða takta og mikið kapp og vakti það lukku áhorfenda. Var um það rætt á áhorfendabekknum að þegar þessir aðilar komust loks í hnakkinn eftir að hafa setið og fylgst með unga fólkinu alla helgina, hefði ljóst verið að ekkert grín var á ferðinni og keppt var til að ná fyrsta sætinu.
Heilt yfir þá var þessi helgi afar vel heppnuð og skemmtileg og gekk hnökralaust fyrir sig í alla staði og vonandi verður framhald á. Eiga þær Angie og Ellen hrós skilið svo og allir aðrir sem að þessu námskeiði og krakkahelginni stóðu.
Takk fyrir okkur.
Sigríður Ævarsdóttir og Benedikt Líndal, Finnsstöðum 1.