Hestamannafélagið Freyfaxi
  • Fréttir
  • Hestaheimurinn
    • Okkar fólk
    • Spjallborð
  • Reiðhöllin
    • Gjaldskrá
    • Notkunarreglur
    • Áskriftarkort Freyfaxafélaga
  • Krakkafréttir
  • Skráningar
  • Stjórn/nefndir
  • Viðburðir
  • Fjórðungsmót 2015
    • Dagskrá
    • Mótssvæðið Stekkhólmi
    • Ráslistar
    • Miðaverð
    • Almennar upplýsingar
    • Kynbótahross
    • Sundurliðaðar einkunnir >
      • B-flokkur
      • Barnaflokkur
      • Unglingaflokkur
      • Ungmennaflokkur
      • A-flokkur
      • Tölt T1 Opinn flokkur
      • Tölt T3 Börn
      • Tölt T3 Unglingar
      • Tölt T3 Ungmenni
      • Tölt T3 Áhugamenn
    • Úrslit >
      • A-flokkur
      • B-flokkur
      • Ungmenni
      • Unglingar
      • Börn
      • Tölt, Opinn flokkur
      • Tölt, áhugamenn
      • Tölt ungmenni
      • Tölt Unglingar
      • Tölt Börn
      • 100m Skeið
    • Afskráningar

Kvennareið

8/6/2015

0 Comments

 
Sælar kæru félagsKONUR

Nú er komið að kvennareiðinni okkar sem verður farin laugardaginn 15. ágúst. Að þessu sinni verður farið um Jökuldal. Mæting er í Hofteig og þaðan verður farið yfir Jöklu og austurbyggðin riðin upp í Gauksstaði. Að lokum munum við aftur þvera Jöklu og enda ferð okkar á Skjöldólfsstöðum. Þá byrjar nú gleðin fyrir alvöru þar sem við ætlum að borða saman hjá Alla og Ólafíu Á hreindýraslóðum. Í boði verða lambaborgarar og franskar. Eftir herlegheitin er svo tilvalið að skella sér í pottinn/laugina á 
Skjöldólfsstöðum. Einhverjar veigar verða í boði á ákveðnum stoppistöðum en fólk verður annars að mæta með sínar eigin veigar og nesti fyrir daginn ef áhugi er á. Leiðin sem verður farin er sirka 17 km 
(15 km milli Hofteigs og Skjöldólfsstaða eftir þjóðveginum). Við munum stoppa reglulega svo að ferðin mun henta einum hesti en fólk getur að sjálfssögðu mætt með fleiri ef þeir vilja eða eru með lítið þjálfaða hesta.

Lagt verður af stað frá Hofteigi klukkan 14.00.

Verð á mann er 2500 kr. og innifalið í því er máltíð um kvöldið og "glaðningar" á stoppistöðum.

Til að geta áætla magn veiga og gefið upp fjölda matargesta eru þeir sem ætlar sér að mæta í kvennareiðina beðnir um að skrá sig hjá mér í tölvupósti á netfangið kolbjorg.lilja@gmail.com í síðasta lagi fyrir miðnætti á miðvikudaginn næsta þann 12. ágúst.

Endilega látið þetta fréttast til sem flestra, einnig kvenna í öðrum hestamannafélögum í nágrenninu sem gætu haft áhuga á að mæta því þær eru að sjálfsögðu velkomnar með okkur.

F.h. Útreiðanefndar Freyfaxa

Kolbjörg Lilja
0 Comments



Leave a Reply.

Powered by Create your own unique website with customizable templates.