Við minnum á kvennareið Freyfaxa sem farin verður laugardaginn næsta þann 6. ágúst. Farið verður af stað klukkan 14 en nánar um staðsetningu kemur inn síðar. Reiðleiðin verður ekki mjög löng svo það er nóg að vera einungis með einn hest en að loknum útreiðatúr munum við grilla saman. Taka þarf með sér mat og drykk og góða skapið og klæða sig eftir veðri. Einnig er tilvalið að hafa með sér eitthvað nesti. Hlökkum til að sjá sem flestar.
Útreiðanefnd Freyfaxa
Útreiðanefnd Freyfaxa