Kvennareið Freyfaxa verður farin laugardaginn 6. ágúst og það spáir blíðskapar veðri. Að þessu sinni ætlum við að leggja af stað frá Kirkjubæ (í Tungu) kl. 15 (ath breytt tímasetning) og við munum ríða í Geirastaði en leiðin er um 8-9 km. Á Geirastöðum ætlum við að grilla (fólk mætir með sinn mat og drykk) og skemmta okkur saman. Það er síðan valkvætt hvort fólk vill ríða til baka í Kirkjubæ eða sækja bíla/kerrur í Kirkjubæ og sækja hestana í Geirastaði. Það er sniðugt að hafa með sér eitthvað smávegi nesti á leiðinni því við munum stoppa við Gunnhildargerði og hvíla okkur og hesta. Það er einnig tilvalið ef þið eigið liðtæka karla að nýta þá í að ferja kerrur og annað ef þeir eru til í að stjana við ykkur.
Kvennareiðin er opin öllum konum hvort sem þær eru í Freyfaxa eður ei. Gott væri að hafa einhverja tölu yfir hvað við verðum margar svo við séum ekki að leggja af stað bara 2-3 svo endilega meldið komu ykkar á netfangið kolbjorg.lilja@gmail.com. Eða látið vita í kommenti á facebook ;)
Kveðja Útreiðanefnd Freyfaxa
Kvennareiðin er opin öllum konum hvort sem þær eru í Freyfaxa eður ei. Gott væri að hafa einhverja tölu yfir hvað við verðum margar svo við séum ekki að leggja af stað bara 2-3 svo endilega meldið komu ykkar á netfangið kolbjorg.lilja@gmail.com. Eða látið vita í kommenti á facebook ;)
Kveðja Útreiðanefnd Freyfaxa