Kvennareið Freyfaxa verður farin á sunnudaginn næsta, 27. Ágúst. Að þessu sinni verður farið inn í Geitdal. Lagt verður af stað frá Þingmúla (Skriðdal) kl. 14.00. Leiðin er um 9 km og hentar því fyrir einn hest. Við munum einnig taka pásur eftir þörfum, bæði hesta og kvenna :) þegar til baka er komið verður grillað en hver og einn þarf að koma með á grillið fyrir sig. Annað sem þarf að koma með fyrir utan hest og reiðtygi er góða skapið og drykki (ef menn vilja). Einhverjir hafa tök á að lána hesta svo endilega verið í bandi við Kolbjörgu ef ykkur vantar reiðskjóta en viljið koma með (í gegnum facebook eða í tölvupósti kolbjorg.lilja@gmail.com). Reiðin er opin fyrir aðra en félagsmenn. Fararstjóri í ferðinni er Anna Lóa.
Vonumst til að sjá sem flestar.
Útreiðanefnd Freyfaxa
Vonumst til að sjá sem flestar.
Útreiðanefnd Freyfaxa