Hin árlega kvennareið Freyfaxa verður farin laugardaginn næsta, 1. september. Eins og er er veðurspáin fyrir laugardaginn alveg til að hrópa húrra fyrir en ef hún breytist skyndilega þá höfum við alltaf sunnudaginn upp á að hlaupa með kvennareiðina :D Að þessu sinni verður riðið um okkar fallega Hallormsstaðaskóg. Lagt verður af stað frá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað kl. 14.00 og riðið verður í Hafursá. Leiðin er sirka 1 og hálfur tími í reið og hentar því fyrir einn hest. Við munum einnig taka pásur eftir þörfum, bæði hesta og kvenna :) þegar til baka er komið verður grillað í neðsta reit (þar sem skógardagurinn mikli er haldinn) en hver og einn þarf að koma með á grillið fyrir sig. Annað sem þarf að koma með fyrir utan hest og reiðtygi er góða skapið og drykki (ef menn vilja). Einhver glaðningur verður í boði á leiðinni og við stopp í Hafursá svo að þátttökugjald í kvennareiðina er 1000 kr. Einhverjir hafa tök á að lána hesta svo endilega verið í bandi við Kolbjörgu ef ykkur vantar reiðskjóta en viljið koma með (í gegnum facebook eða í tölvupósti kolbjorg.lilja@gmail.com). Reiðin er opin fyrir aðra en félagsmenn. Fararstjóri í ferðinni er Védís Klara. Endilega tilkynnið um þátttöku ykkar annað hvort á facebook eða í netfangið kolbjorg.lilja@gmail.com
Vonumst til að sjá sem flestar.
Útreiðanefnd Freyfaxa
Vonumst til að sjá sem flestar.
Útreiðanefnd Freyfaxa