
Meistaradeildin í hestaíþróttum verður sýnd á breiðtjaldi í Fjóshorninu á Egilsstöðum í kvöld. Útsendingin hefst kl. 18:20 með kynningu á liðunum, en forkeppni hefst kl. 19:00.
Við hvetjum alla hestaáhugamenn til að láta þetta ekki framhjá sér fara - enda ekkert skemmtilegra en að sitja með skoðanaglöðum hestamönnum og fylgjast með keppni þeirra bestu. Að sjálfsögðu verður hægt að versla sér ískaldan og aðrar veitingar.
Fjóshornið er staðsett rétt við fjósið á Egilsstaðabýlinu, og er stefnan sett á að koma saman og fylgjast með Meistaradeildinni í vetur.
kveðja
nefndin.
Við hvetjum alla hestaáhugamenn til að láta þetta ekki framhjá sér fara - enda ekkert skemmtilegra en að sitja með skoðanaglöðum hestamönnum og fylgjast með keppni þeirra bestu. Að sjálfsögðu verður hægt að versla sér ískaldan og aðrar veitingar.
Fjóshornið er staðsett rétt við fjósið á Egilsstaðabýlinu, og er stefnan sett á að koma saman og fylgjast með Meistaradeildinni í vetur.
kveðja
nefndin.