Nú er æskulýðsstarf Freyfaxa farið af stað. Á þriðja tug barna og unglinga mættu á námskeið í dag og skemmtu sér allir vel. Einbeitingin og gleðin skein úr augum þátttakanda eins og sjá má á myndunum hér að neðan. Eftir 2 vikur heldur starfið svo áfram og hvetjum við sem flesta til að taka þátt í skemmtulegu starfi í reiðhöllinni okkar að Iðavöllum.
|
|