Félagar okkar og vinir í Blæ á Norðfirði halda opið félagsmót um helgina og vildu bjóða okkur Freyfaxafólk sérstaklega velkomið á mórið. Keppt verður í hefðbundnum greinum gæðingakepnninnar auk tölts en auglýsingu má sjá hér að neðan. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að leggja leið sína á Norðfjörð í skemmtilegt umhverfi og taka þátt í flottu móti.