Hestamannafélagið Freyfaxi
  • Fréttir
  • Hestaheimurinn
    • Okkar fólk
    • Spjallborð
  • Reiðhöllin
    • Gjaldskrá
    • Notkunarreglur
    • Áskriftarkort Freyfaxafélaga
  • Krakkafréttir
  • Skráningar
  • Stjórn/nefndir
  • Viðburðir
  • Fjórðungsmót 2015
    • Dagskrá
    • Mótssvæðið Stekkhólmi
    • Ráslistar
    • Miðaverð
    • Almennar upplýsingar
    • Kynbótahross
    • Sundurliðaðar einkunnir >
      • B-flokkur
      • Barnaflokkur
      • Unglingaflokkur
      • Ungmennaflokkur
      • A-flokkur
      • Tölt T1 Opinn flokkur
      • Tölt T3 Börn
      • Tölt T3 Unglingar
      • Tölt T3 Ungmenni
      • Tölt T3 Áhugamenn
    • Úrslit >
      • A-flokkur
      • B-flokkur
      • Ungmenni
      • Unglingar
      • Börn
      • Tölt, Opinn flokkur
      • Tölt, áhugamenn
      • Tölt ungmenni
      • Tölt Unglingar
      • Tölt Börn
      • 100m Skeið
    • Afskráningar

Viðburðir í reiðhöllinni næstu daga.

3/18/2023

0 Comments

 

Sunnudagur 19.mars:
kl 12-16.30 keppnisvöllur, velkomin að æfa fyrir mót nk helgi
kl 17-21 hundaþjálfun
Mánudagur 20.mars:
kl 14.30-18: krakkanámskeið
Miðvikudagur 22.mars:
kl 20-22: Fjórðungsmótsnefnd
Laugardagur 25.mars: Fjórgangs- og Töltmót Freyfaxa (völlur verður set upp á Föstudaginn seinna partinn og hægt að æfa).
0 Comments

Íþróttamót á Iðavöllum þann 25.mars 2023

3/17/2023

0 Comments

 
​Fjórgangs- og Töltmót Freyfaxa í reiðhöllinni á Iðavöllum Laugardaginn 25.mars 2023
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
1. Flokkur fullorðnir: V1 og T1
2. Flokkur fullorðnir: V5 og T3
Unlingaflokkur (14-17ara): V5 og velkomin að skrá sig í T3 fullorðnir ef vill
Barnaflokkur (10-13 ára): V5
Skráningargjald er 4.000 kr og 3.000 kr i barna- og unglingaflokki. Skráning fer fram á sportfengur.com og rennur út á fimmtudagskvöld 23.mars kl 20.
Vonumst að sjá ykkur sem flest.
Við setjum upp spotta (völlur) í reiðhöll á morgun 18.mars kl 12 og fram yfir sunnudag svo keppendur eru velkomnir að koma og prufa sitt prógram.
Stjórn Freyfaxa.
Picture
Picture
0 Comments

Barnastarf og Hundaþjálfun

3/8/2023

0 Comments

 
Reiðhöllin er lokuð:
Fimmt 9. mars kl 17 til 21 (hundar)
Laugard 11.mars kl 10.30 til 17 (krakkar)
Sunnud 12.mars kl 10 til 18 (krakkar)
Mánud 13.mars kl 15 til 17.45 (krakkar)
0 Comments

Ístölt Austurlands 2023 að baki

2/20/2023

0 Comments

 
Ístölt Austurlands fór fram við bestu mögulegar aðstæður síðast liðinn laugardag 18.febrúar á Móavatni við Tjarnarland.
Skráningar voru í kringum fimmtíu og var keppt í fimm flokkum. Dómarar á mótinu komu að norðan og voru þeir Magnús Bragi Magnússon og Vignir Sigurðsson.

Sigurvegari tölts T3 var staðarhaldarinn sjálfur Einar Kristján Eysteinsson á hryssu sem hann á með föður sínum Eysteini Einarssyni. Hryssan heitir Hekla frá Tjarnarlandi og er vel kunnug staðháttum í kringum Móavatn. Voru þau Einar og Hekla efst eftir forkeppni og héldu því í úrslitum þar sem þau hlutu í einkunn 7,17. Kepptu þau fyrir hönd Hestamannafélagsins Freyfaxa.

Sigurvegari B flokks var hin unga og efnilega Elín Ósk Óskarsdóttir sem enn keppir í unglingaflokki. Var hún á hryssunni Ísafold frá Kirkjubæ sem hún og afi hennar Pálmi Guðmundsson eiga í sameiningu. Elín og Ísafold komu frá Hornafirði og kepptu fyrir hestamannafélagið Hornfirðing. Hlutu þær í einkunn 8,76 og meðal annars 9,0 fyrir brokk og greitt tölt og 9,2 fyrir vilja. Glæsilegur árangur hjá ungum knapa.

Sigurvegari A flokks kom svo alla leið frá Dalvík og kepptu því fyrir hestamannafélagið Hring. Það var Guðröður Ágústsson á Svörtu Rós frá Papafirði sem er í eigu Freydísar Dönu Sigurðardóttur en þau voru einnig efst eftir forkeppni. Sigruðu þau A flokk með einkunnina 8,51.

Það er því óhætt að segja að farand verðlaunagripir hafi dreifst vel og jafnt yfir þá landshluta sem sáu sért fært að mæta og taka þátt. Gaman að því.

Sigurvegari tölts T7 var Freyfaxa félaginn Diljá Ýr Tryggvadóttir á Skálmöld frá Rútsstöðum með einkunnina 6,75 en þær voru einnig efstar að lokinni forkeppni. Eigandi Skálmaldar er Ingibjörg Þórarinsdóttir.

Í tölti T7 undir 17 ára mættu 5 unglingar með 6 skráningar. Gaman var að sjá hvað krakkarnir komu vel undirbúin og tilbúin til leiks. Eftir forkeppni leiddi Ída Mekkín Hlynsdóttir á Marín frá Lækjarbrekku 2 með einkunnina 7,15, þær bættu svo í og unnu flokkinn með einkunnina 7,37. Eigandi af Marín er Pálmi Guðmundsson og kepptu þær fyrir Hornfirðing.
Til gamans má geta að þær Ída Mekkín og Marín leiddu B flokk að lokinni forkeppni með einkunnina 8.65.

Við í stjórn Freyfaxa þökkum kærlega öllum þeim sem komu að mótinu á einn eða annan hátt. Aðstæður á Móavatni hefðu ekki getað verið neitt betri, veðrið var stillt þó kalt hafi verið og mikið af góðum hrossum.
Við hlökkum til að sjá sem flesta við Móavatn að ári liðnu ef veðurguðirnir verða með okkur í liði og aðstæður leyfa.

Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
0 Comments

Reiðhöllin næstu dagar:

2/16/2023

0 Comments

 
fim 16.feb : hundaþjálfun frá kl 19.30
sun 19.feb: vinna við speglar og hundaþjálfun frá kl 17
mán 20.feb: barnastarf kl 14.30- 18
fim 23.feb: hundaþjálfun frá kl 19.30
föst 24. feb kl 16 til sun 26. feb kl 18: námskeið með Ástu Björns
0 Comments

Ístölt Austurlands LAUGARDAGUR 18. FEB 2023

2/16/2023

0 Comments

 
Ístölt Austurlands verður haldið að þessu sinni á Móavatni hjá Tjarnalandi.
Mótið hefst stundvíslega kl 10:00.
Dagskrá kemur út þegar skráningar liggja fyrir á morgun.
Við erum svo heppin að geta boðið upp á kaffi og samlokusölu á staðnum. Sjáumst hress :-)
​
Keppnisfyrirkomulagi:

ATH: piskur er ekki leyfður í A og B flokki.


B flokkur forkeppni- 4 ferðir í eftirfarandi röð:
1. Hægt tölt
2. Brokk
3. Greitt Tölt
4. Frjálst ferð

B flokkur úrslit- 6 ferðir í eftirfarandi röð:
1. Hægt Tölt
2. Hægt tölt
3. Brokk
4. Brokk
5. Greitt Tölt
6. Greitt Tölt 

A flokkur forkeppni- 4-5 ferðir í eftirfarandi röð:
1. Tölt
2. Brokk
3. Frjálst
4. Skeið
5. Ef vill aftur skeið í plúsátt  (fet í minusátt)

A flokkur úrslit- 6 ferðir í eftirfarandi röð:
1. Tölt
2. Tölt
3. Brokk
4. Brokk
5. Skeið í plúsátt (fet í minusátt)
6. Skeið í plúsátt (fet í mínusátt) 
 
Tölt T7 forkeppni og eins í úrslit- 4 ferðir í eftirfarandi röð:
1. Hægt Tölt
2. Hægt tölt
3. Fegurðartölt
4. Fegurðartölt

Tölt T3 forkeppni- 4 ferðir í eftirfarandi röð:
1. Hægt Tölt
2. Hraðabreytingar
3. Hraðabreytingar
4. Greitt Tölt

Tölt T3 úrslit- 6 ferðir í eftirfarandi röð:
1. Hægt Tölt
2. Hægt Tölt
3. Hraðabreytingar
4. Hraðabreytingar
5. Greitt Tölt
6. Greitt Tölt


0 Comments

Ístölt Austurlands

2/13/2023

0 Comments

 
Picture
0 Comments

Barnastarf um helgina.

2/9/2023

0 Comments

 
Reiðhöllin verður upptekin:
Laugardagur 11.feb kl 10.30-16.30
Sunnudagur 12.feb kl 09.30-18
Mánudagur 13.feb kl 14.30-18
0 Comments

Fimmtudagur 9.feb

2/7/2023

0 Comments

 
Reiðhöllin verður lokuð frá kl 17 á Fimmt 9.feb vegna hundanámskeiðsins. En flest hestafólkið ætlar að horfa á Meistaradeild slaktaumatölt á meðan :-)
0 Comments

Freyfaxafréttir í febrúar 2023

2/7/2023

0 Comments

 
​Góðan daginn kæru félagar.
Hér koma smá fréttir frá Stjórn Freyfaxa.


Mikil notkun hefur verið á reiðhöllinni undanfarið og liggur við að hægt sé að kalla það lúxusvandamál hve margir vilja nýta sér aðstöðuna okkar.
Í gangi er reiðmaðurinn einu sinni í mánuði, barnastarfið er á sínum stað með fastar helgar og auka dag en auk þess hafa verið sett upp tvö námskeið en því miður féll fyrra námskeiðið niður vegna veðurs. Gular viðvaranir og allt það, þið skiljið.

Allar stíur sem við höfum boðið í langtímaleigu í hesthúsinu okkar við Iðavelli eru í leigu og er það fagnaðarefni. Hver og einn leigjandi sér um að halda sinni stíu þurri og snyrtilegri auk þess að setja sína hesta út daglega en við setjum að sjálfsögðu þá litlu kröfu á leigjendurna að hestunum líði sem best og líti vel út.
Slatti af hnakkastatífum var keypt fyrir nokkru síðan en það hefur eins og svo oft áður vantað hendur í að klára verkið – Gerum ráð fyrir að það klárist hratt og vel þegar reddarinn okkar kemst.

Nú á dögunum keyptum við spegla til þess að setja upp í reiðhöllinni og hafa Melanie og Einar Ben verið að græja það, en auðvitað tekur svona verkefni tíma í sjálfboðavinnu eins og allt annað og viljum við biðja ykkur að sýna þessu skilning. Aðstaðan verður allt önnur um leið og speglarnir verða komnir upp.

Fjórðungsmótsnefnd Freyfaxa hefur fundað reglulega um nokkurt skeið og stefnir á að halda hér glæsilegt fjórðungsmót 6-9 júlí en þó vill nefndin halda í sveitamóta stemninguna sem hefur tíðkast á þessum mótum hvort sem er hér hjá Freyfaxa eða hjá Hornfirðingum og mörgum finnst notaleg.
Framhaldsaðalfundur verður auglýstur og  haldinn um leið og stjórnin er komin með ársreikning í hendurnar.

Framundan er svo Ístölt Austurlands 18.febrúar og er stjórnin að meta aðstæður og það sem er í boði varðandi það.
Ársgjöld verða send út fljótlega eða amk fyrir fyrsta sumardag.

Ef félögum langar að gera eitthvað betur í þágu félagsins, breyta og bæta þá ekki hika við að senda okkur email á freyfaxi@freyfaxi.is með hugmyndum og grófri kostnaðaráætlun ef eitthvað þarf að kaupa í verkið og við skoðum það. Öllum félögum er frjálst að vinna í þágu félagsins og eru meiri líkur á því að hugmyndin komist í framkvæmd ef viðkomandi hefur áhuga á að framkvæma líka.

0 Comments
<<Previous
Forward>>
Powered by Create your own unique website with customizable templates.