Vegna seinkunnar í kennslu í Reiðmanninnum (ófærðar á föstudaginn) er höllin upptekin fram eftir kvöldi í dag og á morgun (eftir það eru framkvæmdir í gangi) og verður líka yfir daginn á mánudaginn þangað til að barnastarf tekur við kl 15. Höllin opnar aftur fyrir almenning kl 18 á Mán 6.feb.
Reiðhöllin er upptekin frá föstudaginn 3. feb kl 16 til sunnudags 5. feb kl 18 vegna kennslu í Reiðmanninum.
Vegn Vegna óviðráðanlegra aðstæðna er ein stía í hesthúsi á Iðavöllum laus í langtímaleigu, 1. februar til 31. ágúst 2023. Leiguverð er 12.000 kr á mánúði (ekki innifalið spænur og hey). Umsókn berist til stjórnar Freyfaxa á netfang: freyfaxi@freyfaxi.is Fyrstur kemur fyrstur fær!
Aðgangur (gjaldskrá) að reiðhöll á Iðavöllum:
Eldri borgarar og öryrkjar: frítt á virkum dögum milli kl 08 og 16, árskort sem gildir á öllum opnum tímum 9.250 kr (50% afsláttur) Þar sem því míður þurfti að aflýsa námskeið með Ástu Björns vegna ófærðar er höllin laus um helgina. Barnastarf fékk aukatíma á sunnudaginn kl 9-14 og einnig er höllin í notkun þeirra á Mánudaginn kl 15-18.
Reiðhöllin er lokuð á morgun mánudaginn kl 16-18 vegna barnastarfsins.
Því miður liggur árskreikning ekki fyrir og neyðumst við til að fresta framhaldsfundinn í kvöld og verður hann auglýstur sem fyrst. Fundur með stíuleigjendum á Iðavöllum fer fram kl 18 í hesthúsi á Iðavöllum með pizzum. Stjórn Freyfaxi
Minnum á auka aðalfundinn í dag kl.17.30 í félagshúsi í Stekkhólma. Eftir afgreiðslu ársreiknings verður fundur með stíu leigjendum á Iðavöllum. Endilega skráið ykkur þar sem við ætlum að panta pizzu svo enginn verði svangur.re to edit.
Seld eru árskort sem gilda frá 1. jan 23 til 31.12.23 og einnig stakir tímar.
Allar skráningar á notkun reiðhallarinnar fara fram í tölvupósti: feyfaxi@freyfaxi.is Gjaldskrá má finna á www.freyfaxi.org "reiðhöllin". Árskort fyrir Freyfaxafélaga er td á 18.500 kr. Nauðsynlegt er að panta fyrirfram kort eða stakt skipti til að fá aðgang að reiðhöllina. Fram þarf að koma nafn og kennitala, innheimtun verður sent í heimabanka. Stjórn Freyfaxa |
|