Hestamannafélagið Freyfaxi
  • Fréttir
  • Hestaheimurinn
    • Okkar fólk
    • Spjallborð
  • Reiðhöllin
    • Gjaldskrá
    • Notkunarreglur
    • Áskriftarkort Freyfaxafélaga
  • Krakkafréttir
  • Skráningar
  • Stjórn/nefndir
  • Viðburðir
  • Fjórðungsmót 2015
    • Dagskrá
    • Mótssvæðið Stekkhólmi
    • Ráslistar
    • Miðaverð
    • Almennar upplýsingar
    • Kynbótahross
    • Sundurliðaðar einkunnir >
      • B-flokkur
      • Barnaflokkur
      • Unglingaflokkur
      • Ungmennaflokkur
      • A-flokkur
      • Tölt T1 Opinn flokkur
      • Tölt T3 Börn
      • Tölt T3 Unglingar
      • Tölt T3 Ungmenni
      • Tölt T3 Áhugamenn
    • Úrslit >
      • A-flokkur
      • B-flokkur
      • Ungmenni
      • Unglingar
      • Börn
      • Tölt, Opinn flokkur
      • Tölt, áhugamenn
      • Tölt ungmenni
      • Tölt Unglingar
      • Tölt Börn
      • 100m Skeið
    • Afskráningar

Úr sögunni

10/21/2013

0 Comments

 
Ingimar Sveinsson
Ingimar Sveinsson var formaður Freyfaxa árið 1972 skv. Búnaðarriti Austurlands.
Á dögunum rakst einn af síðuriturum á gamlar heimildir á vefsíðunni www.timarit.is Hér á eftir fer klippt og límd grein úr riti Búnaðarsambandsins árið 1972, 14. árg.
 

Frá Hestamannaíélaginu

Freyfaxa

 

(Hestamannafélagið Freyfaxi lauk 20 ára starfsferli á árinu 1972.

Það hefur allan starfst/ma sinn unnið með áhuga og drift að eflingu

hestametinsku og hrossakynbótum, — Því þótti vel við eigandi að

kynna starfsemi þess hér í Arsriti búnaðarsambandsius.

Stjórn Freyfaxa segir frá starfsemi félagsins í cftirfarandi grein.

Ritstj.)

Samkvæmt tilmælum formanns B.S.A. til stjórnar Freyfaxa

um að hún skýri frá starfsemi félagsins í Ársriti B.S.A. mun

hér í stórum dráttum reynt að verða við þeim og draga fram

það helzta, sem félagið hefur unnið að.

Hestamannafélagið Freyfaxi er stofnað 6. apríl 1952 og

voru stofnfélagar 17, en í dag er félagatalan 120.

Önnur grein laga félagsins hljóðar svo: ,,Markmið félagsins

er að endurvekja áhuga fyrir hestamennsku á Fljótsdalshéraði,

og efla áhuga og þekkingu á reiðhestum, ágæti

þeirra og íþrótt, að eignast góðan haslaðan skeiðvöll og

efna þar til kappreiða og góðhestakeppni á ári hverju.

b) Að vinna að því að koma upp tamningastöð á félagssvæðinu

og veita upplýsingar um meðferð, hirðingu, húsvist

og fóðrun hesta."

Þriðja grein hljóðar svo: „Félagið telur sér skylt að kynbæta

reiðhestastofninn með því að starfrækja kynbótahesta

af völdu kyni fyrir félagssvæðið."

Freyfaxi mun vera eitt af örfáum ef ekki eina hestamannafélagið

í landinu, sem hefur ákvæði um kynbótastarfsemi

í lögum sínum. Þegar á stofnfundi félagsins kemur fram

oger samþykkt eftirfarandi tillaga í kynbótamálum: „Fund-

38

 

urinn felur væntanlegri stjórn að athuga möguleika á

jwí að fá graðhest af góðhestakyni, helzt taminn, á félagssvæðið

í vor. Stjórnin skal hafa samráð við hrossaræktarráðunaut

B. í. um val á honum."

Á fundi í stjórn Freyfaxa 20. apríl 1952 voru svo ákveðin

kaup á fyrsta graðhesti félagsins, Glaði 375, frá Fornalivammi,

sem Gunnar Bjarnason, þáverandi hrossaræktarráðunautur

B. í. mælti eindregið með, sem glæsilegum og vel

kynjuðum unghesti.

Næsta vor, 1953, var kynbótahesturinn Lýsingur 409

frá Voðmúlastöðum keyptur til félagsins og átti það hann

þar til árið 1958 að hann var seldur. Lýsing 409 þarf vart

að kynna því hann varð landsfrægur og afkvæmi hans verið

eftirsótt og í langhæstu verði á erlendan markað til þessa.

í stað Lýsings 409 var keyptur Blesi 500 frá Bólstað.

Virðist hann ekki hafa átt við austfirzka stofninn almennt

séð. Var hann notaður á félagssvæðinu til ársins 1964. 1965

er sonur hans, Glófaxi 648 frá Ketilsstöðum, keyptur og

notaður til ársins 1968, er hann var vanaður. Enn er lítil

reynsla komin á kynbótagildi hans. Sumarið 1968 leigði

'élagiðstóðhestinn Sörla 653 frá Sauðárkróki. Mörg af tryppunum

undan honum eru nú í tamningu og virðast ætla að

reynast mjög vel og sýna mikla reiðhestahæfileika.

Næsti stóðhestur, sem félagið leigði, var Svipur 385 frá

'augalandi, margreyndur afkvæmadæmdur hestur og komast

tryppin undan honum á tamningaaldur næsta ár.

Með Svip 385 er nánast brotið blað í kynbótasögu félagsins,

því síðan þá hefur það verið stefna félagsins að hafasonur hans, notaður. Upp eru þá taldir þeir stóðhestar, sem

f'élagið hefur ýmist átt eða leigt á sínum 21 árs ferli.

I dag er hrossarækt ört vaxandi atvinnu- og búgrein í

landinu og þarf ekki að fjölyrða um gildi þess að eiga góða

undaneldisgripi, enda getur munað í verði tugum þúsunda á

velkynjuðum gripum, sérstaklega með erlenda markaðinn í

huga.

Nú í sumar, eða dagana 27.-29. júlí, verður haldið fjórðungsmót

hestamannafélaganna í Austfirðingafjórðungi, það

fjórða í röðinni. Öll hin fyrri mót hafa heppnazt mjög vel og

verið tvímælalaust vitni þess að kynbótastarfið hefur borið

árangur; það sannar tilkoma fleiri og betri hesta og kynbótagripa

á mótin, en mótin eru sá vettvangur þar sem hrossin eru

dæmd af þartilkvöddum kunnáttumönnum með hrossaræktarráðunaut

B. í. í broddi fylkingar og dómsorð lesið. Öll

hafa þessi mót verið haldin á vegum Freyfaxa og verður svo

enn að sumri. Verður það haldið á kappreiða- og sýningavelli

Eélagsins við Iðavelli, hvar félagið hefur komið upp mjög

góðri aðstöðu til sýninga- og kappreiðahalds, munu þau ekki

mörg hestamannafélögin í landinu, sem hafa yfir jafn góðri

aðstöðu að ráða, en nánast öll vinna þar hefur verið unnin af

sjálfboðaliðum úr röðum félagsmanna, sem sýnir góðan félagsanda

og trú á málstaðinn.

Þátttökufélögin verða þrjú, þ.e.a.s. Freyfaxi, Hestamannafélagið

Hornfirðingur, Hornafirði og Hestamannafélagið

Blær, Norðfirði, en rétt er að geta þess, að öllum, sem búsettir

eru í fjórðungnum er heimilt, og reyndar hvattir til, að

fá kynbótagripi sína dæmda og sýna þá.

Undirbúningsnefnd er starfandi og eru mikil áform uppi

að gera mótið sem bezt úr garði og góða aðstöðu betri. Er

það von félagsins, að sem flestir mæti til þátttöku og leiks,

og stuðli þannig að því að austfirzkri hestamennsku og

hrossarækt verði sýndur sá sómi, sem henni ber.

Eftir er þá að geta tveggja þátta úr starfsemi félagsins,

kappreiðahaldsins og tamningastöðvareksturs.

Kappreiðar hafa verið haldnar öll árin frá stofnun félags-

40

á sínum vegum aðeins dæmda stóðhesta og helzt afkvæmareynda.

Á eftir Svip 385 kom Hrímnir 585 frá Vilmundarstöðum,

hestur sem stóð nr. 2 á Landbúnaðarsýningunni

1968 í Reykiavík. Því næst Dreyri 621 frá Vatnsleysu, afkvæmareyndur

hestur af Svaðastaðastofni, og eftir honum

Hrafn 583 frá Árnanesi, hreinræktaður Hornfirðingur,

hestur sem stóð nr. 2 á Landsmóti L. H. að Þingvöllum í afkvæmadómum.

Samhliða honum var Faxi 646 frá Árnanesi,

39

ins að undanskildu einu. Tvö íslenzk met hafa verið sett á

kappreiðavellinum við Iðavelli og í nokkur skipti hefur

verið farið með kappreiðahesta í aðra fjórðunga til keppni

og þeir hafa ávallt skipað sér þar í fremstu raðir.

Freyfaxi hefur þrisvar sinnum starfrækt tamningastöð og

er sú fjórða í gangi nú frá 19. febrúar fram yfir miðjan júní.

Starfa við hana tveir tamningamenn á tveimur 8 vikna címabilum,

munu alls um 50 hestar verða tamdir á stöðinni á

þessum tíma.

Pétur Jónsson bóndi Egilsstöðum var aðalhvatamaður að

stofnun Freyfaxa og gegndi formennsku í félaginu samfellt

20 ár frá stofnun, en núverandi formaður er Ingimar Sveinsson

bóndi Egilsstöðum.

20. marz 1973.

0 Comments



Leave a Reply.

Powered by Create your own unique website with customizable templates.