Það er okkur sönn ánægja að geta boðið upp á fleiri reiðnámskeið í vetur en þann 12-13 febrúar kemur til okkar Ragnhildur Haraldsdóttir með tveggja daga reiðnámskeið þar sem kennt er í einkatímum í reiðhöllinni á Iðavöllum. Ragnhildi þarf ekki að kynna fyrir hestamönnum en hún hefur undanfarin ár náð frábærum árangri í hestamennsku. Ragnhildur er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.
Námskeiðið er sérsniðið hverjum og einum knapa.
Námskeiðsgjald verður í kringum 28 þúsund krónur. Skráning og nánari upplýsingar á freyfaxihestar@gmail.com eða hjá Brynju Rut í síma 772-3559.
Taka þarf fram nafn og kennitölu við skráningu og ganga félagar í hestamannafélaginu Freyfaxa fyrir. Vilji fólk skrá sig í félagið til þess að eiga öruggt pláss er það velkomið.
Fyrstur kemur, fyrstur fær og er nú þegar orðið fullt á þau námskeið sem í boði eru. Staðfestingargjald verður svo sent út á skráða aðila og verður það 8000 kr og er ekki afturkræft.
Þetta námskeið verður einungis haldið ef næg þátttaka fæst.
Námskeiðið er sérsniðið hverjum og einum knapa.
Námskeiðsgjald verður í kringum 28 þúsund krónur. Skráning og nánari upplýsingar á freyfaxihestar@gmail.com eða hjá Brynju Rut í síma 772-3559.
Taka þarf fram nafn og kennitölu við skráningu og ganga félagar í hestamannafélaginu Freyfaxa fyrir. Vilji fólk skrá sig í félagið til þess að eiga öruggt pláss er það velkomið.
Fyrstur kemur, fyrstur fær og er nú þegar orðið fullt á þau námskeið sem í boði eru. Staðfestingargjald verður svo sent út á skráða aðila og verður það 8000 kr og er ekki afturkræft.
Þetta námskeið verður einungis haldið ef næg þátttaka fæst.