Reyðarfjarðarreiðin verður endurvakin þetta vorið og verður hún farin á sumardaginn fyrsta, 21. apríl. Lagt verður af stað frá hesthúsunum á Reyðarfirði kl. 14.00 og farinn verður hringur um svæðið í leiðsögn Sigurðar á Sléttu. Hringurinn sem verður farinn er 12-13 km langur og því er í flestum tilvikum nóg að vera með einn hest til reiðar. Á leiðinni verður stoppað á Sléttu og fengið sér kaffi og með því.
Þetta er seinasti skipulagði reiðtúrinn þetta vorið en næsti reiðtúr verður farinn í kringum félagsmótið sem fram fer 11. og 12. júní og svo verður farið í kvennareið í ágúst.
Hlökkum til að sjá sem flesta en eina skilyrði þess að mæta er að í farteskinu sé góða skapið og nóg af því.
Þetta er seinasti skipulagði reiðtúrinn þetta vorið en næsti reiðtúr verður farinn í kringum félagsmótið sem fram fer 11. og 12. júní og svo verður farið í kvennareið í ágúst.
Hlökkum til að sjá sem flesta en eina skilyrði þess að mæta er að í farteskinu sé góða skapið og nóg af því.