Íþróttamótinu og unghrossakeppninni verður frestað um 2 vikur vegna veðurs. Veðurguðirnir virðast ekki vera ætla að vera okkur hliðhollir þegar mót eru auglýst hér á austurlandi. Við vonumst til að sjá alla keppendur sem hafa skráð sig til leiks eftir hálfan mánuð og bjóðum nýja keppendur velkomna. Hlökkum til að sjá hestamenn á austurlandi og víðar helgina 26.-27. apríl. Ef einhverjar spurningar vakna varðandi frestunina þá er hægt hafa samband við mótsstjóra, Sigurbjörgu í síma 849-9370.