Þar sem ekkert verður úr mótahaldi um helgina ætlum við í mótanefndinni að efna til reiðtúrs frá Fossgerði á morgun, sunnudag. Veðurspáin er ágæt fyrir morgundaginn og tilvalið að hittast og eiga góðan dag saman. Ætlunin er að leggja af stað kl. 14 og fá okkur svo súpu, brauð og kaffi á eftir þegar reiðtúrnum er lokið. Súpan kostar 500kr á mann og borðar hver eins og hann getur, ekki posi á staðnum.
Nú er tilvalið tækifæri að koma saman og efla félagsandann. Eins og sagt er þar sem hestamenn koma saman þar er gaman. Hlökkum til að sjá sem flesta í Fossgerði á morgun kl. 14:00.
Nú er tilvalið tækifæri að koma saman og efla félagsandann. Eins og sagt er þar sem hestamenn koma saman þar er gaman. Hlökkum til að sjá sem flesta í Fossgerði á morgun kl. 14:00.