Ágætu félagsmenn
Eins og allir vita er Fjórðungsmót Austurlands framundan hjá okkur í Freyfaxa. Til þess að jafn stórt og skemmtilegt mót og Fjórðungsmót er gangi vel er ljóst að við þurfum öll að leggjast á eitt til að láta mótið ganga sem best. Þess vegna langar okkur að leita til félagsmanna um að hjálpa okkuir á mótinu sjálfu. Meðal þess sem við þurfum að gera er að sinna eftirliti með svæðinu, rita hjá dómurum, sinna vellinum á allan þann hátt sem nauðsynlegt er og fylgjast með því að ekkert skorti hjá hrossum og mönnum.
Okkur langar að biðja alla þá sem vilja og geta lagt hönd á plóg til að hafa samband við framkvæmdastjóra mótsins, Jón Björnsson, í tölvupósti (jonbjornsson1@gmail.com) eða Bjarka Þorvald, formann Freyfaxa (bjarki.thorvaldur@gmail.com). Það er hægt að finna störf við allra hæfi og munum að margar hendur vinna létt verk.
ATH! Allir sem taka 2 vaktir (6-8 klst) á mótinu fá frítt á mótið!
Eins og allir vita er Fjórðungsmót Austurlands framundan hjá okkur í Freyfaxa. Til þess að jafn stórt og skemmtilegt mót og Fjórðungsmót er gangi vel er ljóst að við þurfum öll að leggjast á eitt til að láta mótið ganga sem best. Þess vegna langar okkur að leita til félagsmanna um að hjálpa okkuir á mótinu sjálfu. Meðal þess sem við þurfum að gera er að sinna eftirliti með svæðinu, rita hjá dómurum, sinna vellinum á allan þann hátt sem nauðsynlegt er og fylgjast með því að ekkert skorti hjá hrossum og mönnum.
Okkur langar að biðja alla þá sem vilja og geta lagt hönd á plóg til að hafa samband við framkvæmdastjóra mótsins, Jón Björnsson, í tölvupósti (jonbjornsson1@gmail.com) eða Bjarka Þorvald, formann Freyfaxa (bjarki.thorvaldur@gmail.com). Það er hægt að finna störf við allra hæfi og munum að margar hendur vinna létt verk.
ATH! Allir sem taka 2 vaktir (6-8 klst) á mótinu fá frítt á mótið!