
Æskulýðsdeild Freyfaxa býður öllum áhugasömum hestakrökkum að taka þátt í skemmtilegri helgi í Reiðhöllinni og svæðinu kringum Stekkhólma. Við borðum og gistum í Félagsheimilinu Iðavöllum við reiðhöllina.
Dagsskrá laugardag 3.maí :
Kl 10.30 Allir hittast, farið er yfir mótadaginn, leggja á osfv
Kl 11.00 Smali
Kl 11.30 Litli Smali / hestaleikir
Kl 12.00 keppni Fjórgangur V5 ( ásamt úrslit )
Matarhlé
Kl 13.30 Tölt T 7 ( ásamt úrslit )
Kl 14.15 Tölt T 5 ( ásamt úrslit )
Kl 15.00 sýningaratriði
Kaffihlé
Kl 16.00 hindrunarstökk og fleiri sýningaratriði
Kvöldmat á Íðavöllum kl 18.00 , þar á eftir ætlum við að hafa það notalegt....slappa af....leika... horfa kannski á hestamyndband.... syngja.... og loks sofa ( vonandi J )
Sunnudaginn 4. maí ætlum við að fara í útreiðatúr og ratreið.
Dagskráin endar eftir hádegismat.
Fleiri upplýsingar er að finna inná Krakkafréttir