Á föstudagskvöldið 11.4. þreyttu 5 unglingar verklegt Knapamerkjapróf 1 og 2 í reiðhöllinni á Iðavöllum. Prófdómari var Oddrún Ýr Sigurðardóttir, kennari Angelika Liebemeister og unglingarnir sem prófið tóku heita Sunna Celeste Ross á hestinum Dulin Hjálmi frá Hæli, Þuríður Nótt Björgvinsdóttirá Visku frá Bakka, Magnús Fannar Benediktsson á Villimey frá Efra Hvoli, Styrmir Freyr Benediktsson á Hrímni frá Hofteigi og Soffía Mjöll Sæmundsdóttir á Eygló frá Ytri Tindastöðum.
Bóklega prófinu luku þau síðastliðinn miðvikudag og er skemmst frá því að segja að allir stóðust prófin með glæsibrag. Til hamingju öllsömul. Sérstakar þakkir fá Hans og Nikka fyrir tillitsemi og liðlegheit á æfingunum, Angelikka fyrir frábæra kennslu, Oddrún fyrir góða dómgæslu og Egilstaðabændur fyrir afnot af Fjóshorninu fyrir bóklega prófið.
Með því að smella á fréttina má sjá nokkrar myndir af þeim snillingum sem tóku prófin.
Bóklega prófinu luku þau síðastliðinn miðvikudag og er skemmst frá því að segja að allir stóðust prófin með glæsibrag. Til hamingju öllsömul. Sérstakar þakkir fá Hans og Nikka fyrir tillitsemi og liðlegheit á æfingunum, Angelikka fyrir frábæra kennslu, Oddrún fyrir góða dómgæslu og Egilstaðabændur fyrir afnot af Fjóshorninu fyrir bóklega prófið.
Með því að smella á fréttina má sjá nokkrar myndir af þeim snillingum sem tóku prófin.