Skýrsla stjórnar Freyfaxa 2020 og 2021
Þrátt fyrir að árin 2020 og 2021 hafi verið verulega lituð af þessari bévítans kórónuveiru og
Þannig oft sett okkur í erfiða stöðu vegan sóttvarna og samkomutakmarkana þá höfum við reynt að gera það besta úr hlutunum og komið ýmsu í verk.
Starfsárið 2020 hófst með fullbókuðu og einkar vel heppnuðu reiðnámskeiði með Þórarni Ragnarssyni helgina 1.-2. Febrúar.
23. febrúar var svo haldið Ístölt á Finnsstöðum, flott mót og margar skráningar enda voru Hornfirðingar duglegir að mæta að venju.
20. apríl opnuðum við fyrir myndbandaaðgang til Freyfaxafélaga inn á Worldfeng þannig að menn gætu haft aðeins fjölbreittari afþreyingu á covidtímum.
Helgina 6.-7. Júní var námskeið með Reyni Atla þar sem þátttakendur m.a pússuðu sig til fyrir Félagsmótið.
Félagsmótið var svo haldið helgina 13.-14. Júní en var ekki úrtaka að þessu sinni því Landsmóti var frestað vegan faraldursins.
Þó nokkur hópur reið svo saman Vallarneshringinn 11. Júlí og var það bara hin besta skemmtun.
Starfsárinu lauk svo 8. Ágúst með stórgóðu opnu íþróttamóti sem var vel sótt.
2021 hófst á reiðnámskeiði með Ástu Björnsdóttir helgina 13.-14. Febrúar og voru öll pláss full og allir ánægðir.
20. mars var haldið afbragðs fjórgangsmót í reiðhöllinni sem var alveg ágætlega sótt.
Vegna veður og sóttvarnaskilyrða var Ístöltið ekki haldið fyrr en 10. Apríl á ísgrasbrautinni á Stekkhólma og var það bara mjög vel lukkað og skráning ágæt.
24. apríl var farið í fínasta útreiðatúr á Finnsstöðum sem var bara frekar fjölmennur fínasta veður og allir kátir.
1. maí var firmakeppni Freyfaxa haldin í frekar köldu veðri en góð mæting þrátt fyrir það og þá sérstaklega af krökkunum sem sannarlega fjölmenntu og stóðu sig með príði.
24. júní var vinnudagur í Stekkhólma til að undirbúa svæðið fyrir félagsmótið og vakti óvenju góð mæting félagsmanna mikla ánægju okkar stjórnarmanna og kunnum við öllum sem mættu bestu þakkir fyrir.
Félagsmótið var svo haldið í brakandi blíðu helgina 26.-27. Júní var vel mætt bæði af keppendum og áhorfendum og var þetta hin besta skemmtun að öllu leiti.
Þar var líka vígt þetta líka fínasta grill sem við fjárfestum í á árinu.
2. ágúst var Vallarneshringurinn riðinn í flottu veðri og var ágætis mæting og höfðu svo allir með sér eitthvað góðgæti sem sett var á grillið og gúffað í sig að útreiðinni lokinni.
Starfsárinu lauk svo með afbragðs kvennareið 22. Ágúst í blíðskaparveðri.
Smá lokapistill : 2020 bauðst okkur að kaupa varmadælu á fínasta verði og slógum við til og í haust fengum við loksins aðila til að setja hana upp í félagshúsinu okkar á Stekkhólma.
Núna malar þessi græja þar inni ,heldur fínasta hita í húsinu sem verður vonandi til þess að auka notagildi þess um heilan helling.
Þar sem fjárhagsstaða Freyfaxa er nú frekar góð þá langar okkur í stjórninni til að flikka eitthvað upp á félagshúsið í vetur þannig að hægt verði að halda þar notalegt afmælissamsæti fyrir félagið í apríl.
Freyfaxi verður nefnilega hvorki meira né minna en 70 ára þann 6. Apríl .
Þrátt fyrir að árin 2020 og 2021 hafi verið verulega lituð af þessari bévítans kórónuveiru og
Þannig oft sett okkur í erfiða stöðu vegan sóttvarna og samkomutakmarkana þá höfum við reynt að gera það besta úr hlutunum og komið ýmsu í verk.
Starfsárið 2020 hófst með fullbókuðu og einkar vel heppnuðu reiðnámskeiði með Þórarni Ragnarssyni helgina 1.-2. Febrúar.
23. febrúar var svo haldið Ístölt á Finnsstöðum, flott mót og margar skráningar enda voru Hornfirðingar duglegir að mæta að venju.
20. apríl opnuðum við fyrir myndbandaaðgang til Freyfaxafélaga inn á Worldfeng þannig að menn gætu haft aðeins fjölbreittari afþreyingu á covidtímum.
Helgina 6.-7. Júní var námskeið með Reyni Atla þar sem þátttakendur m.a pússuðu sig til fyrir Félagsmótið.
Félagsmótið var svo haldið helgina 13.-14. Júní en var ekki úrtaka að þessu sinni því Landsmóti var frestað vegan faraldursins.
Þó nokkur hópur reið svo saman Vallarneshringinn 11. Júlí og var það bara hin besta skemmtun.
Starfsárinu lauk svo 8. Ágúst með stórgóðu opnu íþróttamóti sem var vel sótt.
2021 hófst á reiðnámskeiði með Ástu Björnsdóttir helgina 13.-14. Febrúar og voru öll pláss full og allir ánægðir.
20. mars var haldið afbragðs fjórgangsmót í reiðhöllinni sem var alveg ágætlega sótt.
Vegna veður og sóttvarnaskilyrða var Ístöltið ekki haldið fyrr en 10. Apríl á ísgrasbrautinni á Stekkhólma og var það bara mjög vel lukkað og skráning ágæt.
24. apríl var farið í fínasta útreiðatúr á Finnsstöðum sem var bara frekar fjölmennur fínasta veður og allir kátir.
1. maí var firmakeppni Freyfaxa haldin í frekar köldu veðri en góð mæting þrátt fyrir það og þá sérstaklega af krökkunum sem sannarlega fjölmenntu og stóðu sig með príði.
24. júní var vinnudagur í Stekkhólma til að undirbúa svæðið fyrir félagsmótið og vakti óvenju góð mæting félagsmanna mikla ánægju okkar stjórnarmanna og kunnum við öllum sem mættu bestu þakkir fyrir.
Félagsmótið var svo haldið í brakandi blíðu helgina 26.-27. Júní var vel mætt bæði af keppendum og áhorfendum og var þetta hin besta skemmtun að öllu leiti.
Þar var líka vígt þetta líka fínasta grill sem við fjárfestum í á árinu.
2. ágúst var Vallarneshringurinn riðinn í flottu veðri og var ágætis mæting og höfðu svo allir með sér eitthvað góðgæti sem sett var á grillið og gúffað í sig að útreiðinni lokinni.
Starfsárinu lauk svo með afbragðs kvennareið 22. Ágúst í blíðskaparveðri.
Smá lokapistill : 2020 bauðst okkur að kaupa varmadælu á fínasta verði og slógum við til og í haust fengum við loksins aðila til að setja hana upp í félagshúsinu okkar á Stekkhólma.
Núna malar þessi græja þar inni ,heldur fínasta hita í húsinu sem verður vonandi til þess að auka notagildi þess um heilan helling.
Þar sem fjárhagsstaða Freyfaxa er nú frekar góð þá langar okkur í stjórninni til að flikka eitthvað upp á félagshúsið í vetur þannig að hægt verði að halda þar notalegt afmælissamsæti fyrir félagið í apríl.
Freyfaxi verður nefnilega hvorki meira né minna en 70 ára þann 6. Apríl .