
Eftir könnunarleiðangur á Eiðavatni í morgun með fróðum mönnum um snjómokstur hefur verið ákveðið að Ístölt Austurland 2014 fari fram á Eiðavatni á laugardag. Með liðsstyrk Fljótsdalshéraðs og ÞS Verktaka verður keppni gerð möguleg, þrátt fyrir snjóalög.
Á Eiðavatni er um 45 sentimetra þykkur ís og því 100% öruggur. Traktorsgrafa og snjóplógur bæjarins munu moka ísinn eftir hádegi á morgun föstudag.
Ljóst er að mörg verk þarf að vinna á mótsstað á föstudag og laugardag, og þarf samstillt átak allra félaga í Freyfaxa til að gera mótið eftirminnilegt. Þeir sem vilja gefa kost á sér í störf eru endilega beðnir að hafa samband við Sibbu í síma 849-9370.
Nánari tilkynningar um ráslista og dagskrá verða gefnar út á morgun og eru keppendur beðnir um að fylgjast vel með því.
Á Eiðavatni er um 45 sentimetra þykkur ís og því 100% öruggur. Traktorsgrafa og snjóplógur bæjarins munu moka ísinn eftir hádegi á morgun föstudag.
Ljóst er að mörg verk þarf að vinna á mótsstað á föstudag og laugardag, og þarf samstillt átak allra félaga í Freyfaxa til að gera mótið eftirminnilegt. Þeir sem vilja gefa kost á sér í störf eru endilega beðnir að hafa samband við Sibbu í síma 849-9370.
Nánari tilkynningar um ráslista og dagskrá verða gefnar út á morgun og eru keppendur beðnir um að fylgjast vel með því.