Góðan daginn kæru félagar í Freyfaxa.
Við þurfum ykkar aðstoð.
Til þess að halda úti virku félagi þurfa félagar að vera virkir í starfsseminni. Félag verður aldrei betra en félagarnir sem í því eru.
Við erum stolt og ánægð með félagið okkar en það hefur mikið til legið á stjórninni að setja upp alla viðburði, standa vaktina og eða finna aðila í það að standa í þeim störfum sem þarf að sinna hverju sinni. Við erum þakklát fyrir alla þá aðstoð sem við höfum fengið en oft eru það sömu aðilar sem leggja sitt að mörkum til þess að láta viðburði virka. Það getur verið tímafrekt að hringja út félagalista til þess að leita að starfsmönnum fyrir viðburði og væri mjög gott ef aðilar sem sjá sér fært að gefa vinnu sína til félagsins hvort sem er heila daga, parta úr dögum eða annað að þeir gefi sig fram við stjórn svo hægt sé að bæta þeim á lista og hafa samband þegar þörf er á. Ég get staðfest það að það getur verið mjög skemmtilegt að leggja sitt af mörkum en ég hef reynt samhliða keppni að gera slíkt t.d. verið ritari, séð örlítið um tölvuvinnu með þul og svo get ég sett þula starfið á lista en þetta hefur allt saman verið skemmtilegt og lærdómsríkt.
Það má senda tölvupóst á freyfaxihestar@gmail.com eða einfaldlega láta stjórnarmeðlim vita ef viðkomandi hefur áhuga á að leggja sitt af mörkum.
Framundan eru tveir viðburðir sem við vonum að verði vel sóttir.
Firmakeppnin okkar er 1.maí og félagsmótið okkar verður 26-27.júní.
Á þessum viðburðum þurfa að vera ritarar, þulur, vonandi aðilar í veitingasölu, það þarf að fara yfir völlinn fyrir þessi mót, það þarf að vera aðili sem opnar og lokar vellinum á félagsmóti, það þarf aðila í fótaskoðun, það þarf aðila sem situr inni hjá þul og sér um tónlist og sportfeng í tölvunni, það væri gott ef einhver gæti tekið að sér verðlauna afhendingu, og sjálfsagt ýmislegt fleira sem ekki er upp talið hér.
Ef félagar hafa áhuga á að stofna nefndir innan félagsins t.d. útreiðarnefnd, girðinganefnd, mótanefnd, fræðslunefnd eða annað þá tekur stjórn fagnandi á móti öllum tillögum en hingað til hafa ekki verið virkar nefndir í félaginu undanfarin ár og væri það mikið framfarar skref ef hægt væri að skrá félaga í nefndir og setja það á heimasíðuna okkar. Það þarf ekki mikið fleiri en 3 aðila til þess að byrja með nefnd og ættu flestir að geta dregið með sér einn eða tvo sé áhugi fyrir því.
Það er gaman að vera partur af virku félagi, við eigum það öll sameiginlegt að eiga sama áhugamál, hestamennsku og tel ég að undanfarið rúmlega ár hafi áhugamálið verið okkur flestum sérstaklega dýrmætt að stunda þegar þjóðfélagið hefur verið í þessari undarlegu stöðu sem það hefur verið í.
Ég vill ítreka að stjórnin er þakklát öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg og vita þeir aðilar nákvæmlega hverjir þeir eru en betur má ef duga skal og er ekki kominn tími til að við komum okkur upp á næsta stig eða að lágmarki gerum tilraun til þess?
Með von um jákvæð viðbrögð.
Fyrir hönd stjórnar.
Brynja Rut Borgarsdóttir.
Við þurfum ykkar aðstoð.
Til þess að halda úti virku félagi þurfa félagar að vera virkir í starfsseminni. Félag verður aldrei betra en félagarnir sem í því eru.
Við erum stolt og ánægð með félagið okkar en það hefur mikið til legið á stjórninni að setja upp alla viðburði, standa vaktina og eða finna aðila í það að standa í þeim störfum sem þarf að sinna hverju sinni. Við erum þakklát fyrir alla þá aðstoð sem við höfum fengið en oft eru það sömu aðilar sem leggja sitt að mörkum til þess að láta viðburði virka. Það getur verið tímafrekt að hringja út félagalista til þess að leita að starfsmönnum fyrir viðburði og væri mjög gott ef aðilar sem sjá sér fært að gefa vinnu sína til félagsins hvort sem er heila daga, parta úr dögum eða annað að þeir gefi sig fram við stjórn svo hægt sé að bæta þeim á lista og hafa samband þegar þörf er á. Ég get staðfest það að það getur verið mjög skemmtilegt að leggja sitt af mörkum en ég hef reynt samhliða keppni að gera slíkt t.d. verið ritari, séð örlítið um tölvuvinnu með þul og svo get ég sett þula starfið á lista en þetta hefur allt saman verið skemmtilegt og lærdómsríkt.
Það má senda tölvupóst á freyfaxihestar@gmail.com eða einfaldlega láta stjórnarmeðlim vita ef viðkomandi hefur áhuga á að leggja sitt af mörkum.
Framundan eru tveir viðburðir sem við vonum að verði vel sóttir.
Firmakeppnin okkar er 1.maí og félagsmótið okkar verður 26-27.júní.
Á þessum viðburðum þurfa að vera ritarar, þulur, vonandi aðilar í veitingasölu, það þarf að fara yfir völlinn fyrir þessi mót, það þarf að vera aðili sem opnar og lokar vellinum á félagsmóti, það þarf aðila í fótaskoðun, það þarf aðila sem situr inni hjá þul og sér um tónlist og sportfeng í tölvunni, það væri gott ef einhver gæti tekið að sér verðlauna afhendingu, og sjálfsagt ýmislegt fleira sem ekki er upp talið hér.
Ef félagar hafa áhuga á að stofna nefndir innan félagsins t.d. útreiðarnefnd, girðinganefnd, mótanefnd, fræðslunefnd eða annað þá tekur stjórn fagnandi á móti öllum tillögum en hingað til hafa ekki verið virkar nefndir í félaginu undanfarin ár og væri það mikið framfarar skref ef hægt væri að skrá félaga í nefndir og setja það á heimasíðuna okkar. Það þarf ekki mikið fleiri en 3 aðila til þess að byrja með nefnd og ættu flestir að geta dregið með sér einn eða tvo sé áhugi fyrir því.
Það er gaman að vera partur af virku félagi, við eigum það öll sameiginlegt að eiga sama áhugamál, hestamennsku og tel ég að undanfarið rúmlega ár hafi áhugamálið verið okkur flestum sérstaklega dýrmætt að stunda þegar þjóðfélagið hefur verið í þessari undarlegu stöðu sem það hefur verið í.
Ég vill ítreka að stjórnin er þakklát öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg og vita þeir aðilar nákvæmlega hverjir þeir eru en betur má ef duga skal og er ekki kominn tími til að við komum okkur upp á næsta stig eða að lágmarki gerum tilraun til þess?
Með von um jákvæð viðbrögð.
Fyrir hönd stjórnar.
Brynja Rut Borgarsdóttir.