Þá er komið að fyrsta móti vetrarins í reiðhöllinni okkar. Fyrsta keppnin er í tölti og verða flokkarnir þrír talsins að þessu sinni.
Í öllum flokkum ríður einn inni á vellinum í einu í forkeppni og barist verður um 5 sæti í úrslitum.
Mótið fer fram laugardaginn 12. mars og hefst kl. 14.00. Aðgangseyrir er 1.000 kr., innifalið í því er kaffi og með því í boði Fellabakarís.
Skráningar fara fram undir skráningarflipanum hér á síðunni og rennur skráningarfrestur út á hádegi föstudaginn 11. mars. Skráningargjöld eru 2.500 kr. fyrir fyrstu skráningu en 1.500 kr. fyrir hverja skráningu eftir það.
Nú er um að gera að klæða sig vel, því það getur verið kalt í reiðhöllinni, og eiga skemmtilegan dag með hestamönnum á Austurlandi.
- Tölt 17 ára og yngri - T7
- Tölt áhugamanna - T7
- Tölt opinn flokkur - T1
Í öllum flokkum ríður einn inni á vellinum í einu í forkeppni og barist verður um 5 sæti í úrslitum.
Mótið fer fram laugardaginn 12. mars og hefst kl. 14.00. Aðgangseyrir er 1.000 kr., innifalið í því er kaffi og með því í boði Fellabakarís.
Skráningar fara fram undir skráningarflipanum hér á síðunni og rennur skráningarfrestur út á hádegi föstudaginn 11. mars. Skráningargjöld eru 2.500 kr. fyrir fyrstu skráningu en 1.500 kr. fyrir hverja skráningu eftir það.
Nú er um að gera að klæða sig vel, því það getur verið kalt í reiðhöllinni, og eiga skemmtilegan dag með hestamönnum á Austurlandi.