Þá er komið að töltmóti Freyfaxa og Fellabakarís í reiðhöllinni á Iðavöllum. Við ætlum að nýta tækifærið og hafa líka keppni í 5-gang fyrir þá skeiðþyrstu knapa sem eru í félaginu.
Mótið fer fram föstudaginn 27. mars kl. 20.00.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
5-gangur F1 (opinn flokkur)
Tölt 17 ára og yngri (Tölt T7)
Tölti T7
Tölt T1 (opinn flokkur)
Einn knapi ríður sitt program í einu í forkeppni í T1 og fimmgang en 2 knapar ríða saman í T7. Fimm knapar komast svo í úrslit í öllum flokkum.
Skráningargjald er 2.500 kr. fyrir fyrstu skráningu knapa en 1.500 kr. fyrir hverja skráningu eftir það. Skráningu lýkur fimmtudaginn 26. mars kl. 18.00 og fara fram undir flipanum skráningar hér á síðunni.
Aðgangseyrir er 1.000 kr. og verður kaffi og með því í boði Fellabakarís í boði í hléi. Frítt inn fyrir 12 ára og yngri.
ATH! Enginn posi verður á staðnum, einungis hægt að greiða með peningum!
Mótið fer fram föstudaginn 27. mars kl. 20.00.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
5-gangur F1 (opinn flokkur)
Tölt 17 ára og yngri (Tölt T7)
Tölti T7
Tölt T1 (opinn flokkur)
Einn knapi ríður sitt program í einu í forkeppni í T1 og fimmgang en 2 knapar ríða saman í T7. Fimm knapar komast svo í úrslit í öllum flokkum.
Skráningargjald er 2.500 kr. fyrir fyrstu skráningu knapa en 1.500 kr. fyrir hverja skráningu eftir það. Skráningu lýkur fimmtudaginn 26. mars kl. 18.00 og fara fram undir flipanum skráningar hér á síðunni.
Aðgangseyrir er 1.000 kr. og verður kaffi og með því í boði Fellabakarís í boði í hléi. Frítt inn fyrir 12 ára og yngri.
ATH! Enginn posi verður á staðnum, einungis hægt að greiða með peningum!