
Dagurinn var kaldur en svakalega skemmtilegur á Móavatni við Tjarnaland þegar Hans Friðrik og Kjerúlf frá Kollaleiru unnu tvöfaldan sigur á Ístölti Austurlands. Þeir sigruðu bæði í B-flokki gæðinga og opnum flokki í tölti. Friðrik Reynisson varði titil sinn í A-flokki gæðinga með glæsilegri sýningu sem endaði á frábærum skeiðspretti og Þuríður Lillý Sigurðardóttir og Elísabet Líf Thedórsdóttir fóru heim með sitt gullið hvor í tölti áhugamanna og tölti 16 ára og yngri.
Úrslitin má sjá hér að neðan en beðist er velvirðingar á því að einkunnir vantar í tölti 16 ára yngri, þar er tæknin eitthvað að stríða okkur en við vonumst til að geta fundið út úr því sem fyrst.
Tölt 16 ára og yngri
Sæti Knapi Hross
1 Elísabet Líf Theodórsdóttir Vífill frá Íbishóli
2 Styrmir Freyr Benediktsson Sónata frá Hjarðartúni
3 Soffía Mjöll Thamdrup Gustur frá Þjórsártúni
4 Magnús Fannar Benediktsson Villimey frá Efra-Hvoli
5 Þór Elí Sigtryggsson Eyvar frá Neskaupstað
Tölt áhugamanna
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Þuríður Lillý Sigurðardóttir Safír frá Sléttu 6,25
2 Pálmi Guðmundsson Gleði frá Lækjarbrekku 2 6,13
3 Jasmine Koethe Herkules frá Kyljuholti 5,63
4 Gunnar Bragi Þorsteinsson Kopar frá Hlíðarbergi 5,50
5 Dagrún Drótt Valgarðsdóttir Eftirtekt frá Víðivöllum fremri 5,38
B-flokkur
Sæti Hross Knapi Einkunn
1 Kjerúlf frá Kollaleiru Hans Kjerúlf 8,74
2 Steinálfur frá Horni I Ómar Ingi Ómarsson 8,53
3 Edda frá Egilsstaðabæ Einar Ben Þorsteinsson 8,40
4 Steinn Steinarr frá Útnyrðingsstöðum Stefán Sveinsson 8,37
5 Safír frá Sléttu Þuríður Lillý Sigurðardóttir 8,30
6-7 Von frá Bjarnanesi Snæbjörg Guðmundsdóttir 8,26
6-7 Hulinn frá Sauðafelli Guðbjartur Hjálmarsson 8,26
8 Glóð frá Sunnuhlíð Ragnar Magnússon 8,24
A-flokkur
Sæti Hross Knapi Einkunn
1 Glæsir frá Lækjarbrekku 2 Friðrik Reynisson 8,53
2 Vökull frá Tunguhálsi II Sæmundur Sæmundsson 8,41
3 Glettingur frá Horni I Ómar Ingi Ómarsson 8,35
4 Pyttla frá Útnyrðingsstöðum Stefán Sveinsson 8,24
5 Greipur frá Lönguhlíð Hans Kjerúlf 8,22
6 Flygill frá Bakkagerði Ragnar Magnússon 8,21
7 Lokkadís frá Efri-Miðbæ Guðröður Hákonarson 8,11
8 Kólga frá Skarði 1 Benedikt Líndal 7,99
Tölt Opinn flokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Hans Kjerúlf Kjerúlf frá Kollaleiru 7,25
2 Stefán Sveinsson Steinn Steinarr frá Útnyrðingsstöðum 7,17
3 Ragnar Magnússon Glóð frá Sunnuhlíð 6,17
4 Nikólína Rúnarsdóttir Júpiter frá Egilsstaðabæ 6,00
5 Ómar Ingi Ómarsson Flygill frá Horni I 5,92
Einari Kristjáni og Sigrún á Tjarnalandi fá kærar þakkir fyrir frábæra gestrisni en þau eftirláta heimilið sitt og hesthúsið sitt á meðan á mótinu stendur til þess að allt gangi sem best.
Þá fá starfsmenn mótsins kærar þakkir fyrir frábær störf í dag og i aðdraganda mótsins, það er þó ljóst að vinnan í kringum þessa viðburði lendir á of fáu fólki og hvetjum við fólk til þess að hjálpa til þegar það hefur tækifæri til enda mikil vinna í kringum svona viðburði.
Að lokum fá styrktaraðilarnir okkar kærar þakkir en ljóst er að Ístölt Austurlands væri ekki svona veglegt nema fyrir tilstuðlan þessara frábæru fyrirtækja sem leggja okkur lið í kringum Ístöltið.