Á fimmtudaginn næsta, sem er sumardagurinn fyrsti, verður farið í útreiðatúr. Í útreiðatúrnum gildir reglan; Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir, og því eru allir velkomnir. Reiðtúrinn mun hefjast við Óbyggðasetrið í Fljótsdal kl. 14.00. Við mælum með því að fólk mæti um hálftíma áður en lagt er af stað til að gera sig ferðbúið. Við gerum ráð fyri því að útreiðatúrinn taki um 2 klukkustundir (með pásu) og verðum við því að koma til baka um kl. 16. Að lokinni reið er hægt að fara á kaffihlaðborð á Óbyggðasetrinu (kostar 2.200 kr), fá sér kaffi og/eða köku eða bara setjast niður og ræða við mann og annan (draugarnir í Óbyggðasetrinu eru víst sérstaklega málglaðir). Fólk er einnig velkomið að koma og hitta okkur eftir útreiðatúrinn ef það sér sér ekki fært að fara með okkur í hann.
Útreiðanefnd Freyfaxa
Útreiðanefnd Freyfaxa