Framundan eru þrjú vetrarmót í sameiginlegri mótaröð hestamannafélaganna Blæs og Freyfaxa.
Á öllum mótum verður keppt í fjórum flokkum: 13 ára og yngri, 14-17 ára, áhugamannaflokk og
opnum flokk. Stigakeppni verður í hverjum flokki og verðlaunað sérstaklega í lok mótaraðarinnar í
hverjum flokki, besti árangur knapa í 3 greinum telur til stiga. 10 efstu sætin í hverjum flokki fá stig og
raðast stigin á eftirfarandi hátt:
1. sæti: 12 stig
2. sæti: 10 stig
3. sæti: 8 sitg
4. sæti: 7 stig
5. sæti: 6 stig o.s.frv.
Nöfn þeirra knapa sem taka þátt í öllum mótum fara svo í pott og einn heppinn knapi verður dreginn
út og hlýtur vegleg verðlaun sem verða auglýst síðar.
Við hefjum keppni á fjórgangi í reiðhöllinni á Iðavöllum föstudagskvöldið 23. mars kl. 20.00 (13 ára og
yngri keppa í þrígang). Annað mótið verður í tölti og fer fram á Norðfirði sunnudaginn 8. apríl.
Lokamótið fer svo fram 21. apríl en þá verður keppt í skeiði og smala en eftir á að ákveða
staðsetningu þess móts.
Fyrirkomulag fjórgangsins verður auglýst nánar í byrjun næstu viku og svo verður hvert mót auglýst
sérstaklega.
Við hlökkum til að skapa skemmtilega stemningu með hestamönnum á Austurlandi og vonumst til að
sjá sem flesta á pöllunum og í braut í vetur.