Nú hafa verið lögð drög að vetrarstarfi Freyfaxa árið 2018 og ljóst að eitthvað verður um nýjungar ásamt því sem haldið er í einhverjar hefðir.
Æskulýðsstarfið verður með svipuðu sniði og seinustu ár en nánari upplýsingar má finna um það undir flipanum "Krakkafréttir" hér á síðunni.
Haldin verða 4 reiðnámskeið í vetur, Reynir Atli kemur til okkar 3.-4. febrúar, 24.-25. mars og 28.-29. apríl og þá mun Þórarinn Ragnarsson koma til okkar helgina 3.-4. mars. Námskeiðin verða auglýst betur fljótlega eftir áramót.
Ístölt Austurlands og Firmakeppni verða á sínum stað 17. febrúar og 1. maí og þá verður félagsmótið haldið í júní og stefnt að því að halda opið íþróttamót 14.-15. júlí.
Fyrirkomulag innanhúsmóta hefur ekki verið ákveðið en ljóst er að einhverjar breytingar verða gerðar á þeim sem vonandi verða til þess að fleiri sjá sér fært að taka þátt.
Þá verður farið í skemmtilega reiðtúra eins og síðustu ár og því ljóst að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hlökkum til að sjá sem flesta taka þátt í starfinu með okkur 2018.
Stjórn Freyfaxa
Æskulýðsstarfið verður með svipuðu sniði og seinustu ár en nánari upplýsingar má finna um það undir flipanum "Krakkafréttir" hér á síðunni.
Haldin verða 4 reiðnámskeið í vetur, Reynir Atli kemur til okkar 3.-4. febrúar, 24.-25. mars og 28.-29. apríl og þá mun Þórarinn Ragnarsson koma til okkar helgina 3.-4. mars. Námskeiðin verða auglýst betur fljótlega eftir áramót.
Ístölt Austurlands og Firmakeppni verða á sínum stað 17. febrúar og 1. maí og þá verður félagsmótið haldið í júní og stefnt að því að halda opið íþróttamót 14.-15. júlí.
Fyrirkomulag innanhúsmóta hefur ekki verið ákveðið en ljóst er að einhverjar breytingar verða gerðar á þeim sem vonandi verða til þess að fleiri sjá sér fært að taka þátt.
Þá verður farið í skemmtilega reiðtúra eins og síðustu ár og því ljóst að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hlökkum til að sjá sem flesta taka þátt í starfinu með okkur 2018.
Stjórn Freyfaxa