Yfirlit æskulýðsstarfsins Freyfaxa veturinn 2022
Yfir 60 börn og unglingar tóku þátt í vetrastarfinu sem fór fram í mörgum hópum bæði á Gislastöðum og á Iðavöllum á tveggja vikna fresti.
Í öllum hópum var farið í hefðbundna reiðkennslu, í þrautabrautir, jafnvægis- og sætisæfingar, hestaleiki og útreiðartúra þegar veður leyfði.
14 börn tóku knapamerkjapróf núna í vetur. Flest þeirra tóku knapamerki 1, 2 tóku knapamerki 2 og 2 tóku knapamerki 3. Þetta er krefjandi próf frá Háskólanum á Hólum og erum við afar stolt hversu vel börnin stóðu sig í því, sérstaklega miðað við ungan aldur (flestir einungis 11-12 ára) og lítinn aðgang að hestum fyrir utan námskeiðið. Prófdómari var aftur Ragnheiður Þorvaldsdóttir og þökkum við henni kærlega fyrir komuna. Við óskum öllum knapamerkjabörnum innilega til hamingju með prófin!
KM 1: Andrea Hanna Guðjónsdóttir, Telma Dís Guðjónsdóttir, Kolbrún Hilmarsdóttir, Maren Cara Ragnarsdóttir, Stefanía þórdís Áslaugardóttir, Axel Örn Frostason, Emma Sólrún Schnabel, Védís Hulda Þorsteinsdóttir, Eyrún Stína Guðmundsdóttir, Freyja Voswinkel.
KM 2: Magnús Bjartur Guðrúnarsson, Edda Lind Einarsdóttir
KM 3: Anna Guðlaug Gunnbjörnsdóttir, Sólveig Líf Þorsteinsdóttir,
23 börn frá námskeiðinu tóku þátt á Firmakeppni Freyfaxa 30. april í mismunandi hópum eftir getu og aldri. Bæði börnin og hrossin stóðu sig frábærlega og höfðu greinilega gaman af.
Stór partur af börnunum mættu svo á lokahelgina 6.-8. maí í langa útreiðartúra, keppni og gistingu- mikið fjör og gaman hjá okkur í finasta veðri mest allan tímann.
Niðurstöður úr keppninni á laugardaginn á hringvellinum á Stekkhólma (1.-3 sæti ):
Þrígangur : 1. Thea Sóley Schnabel á Jarli frá Geirastöðum, 2. Magnús Gunnar Sigurhansson á Golu frá Borgarnesi, 3. Satu María Sigurhansdóttir á Selmu frá Bakka
Fjórgangur: 1. Sólveig Líf Þorsteinsdóttir á Hrafni frá Geirastöðum, 2. Anna Guðlaug Gunnbjörnsdóttir á Hvin frá Bakkagerði, 3. Edda Lind Einarsdóttir á Krediu frá Útnyrðingsstöðum og Anna Birta Jensdóttir á Demant frá Papafirði
Á sunnudaginn var keppni / sýning í Tvígang og “Knapapróf “fyrir yngri börnin . Það var líka farið í öllum hópum í gegnum smalabrautina í reiðhöllinni og sum þeirra fóru í hörku keppni með tímatöku:
Smali: 1. Andrea Hanna Guðjónsdóttir á Milljón frá Gilsárteigi, 2. Freyja Rós Sverrisdóttir á Drottningu 3. Sólveig Dúa á Drottningu
Stóri Smali: 1. Anna Guðlaug á Hvin frá Bakkagerði, 2. Emma Sóley Schnabel á Jarli frá Geirastöðum
Sérstakir þakkir til Tinu Künzel fyrir dómarastarf á lokahelginni, Þóru Jónsdóttir fyrir þularstarf, Melanie Hallbach fyrir alla hjálpina í undirbúningi og framkvæmd barnastarfsins, öllum hinum foreldrunum sem hjálpuðu í gistingu grillinu og frágangi og einnig Josera Bústólpa fyrir veitt verðlaun .
Takk kærlega fyrir þennan frábæra vetur – hlökkum til að sjá börnin aftur næst.
Yfir 60 börn og unglingar tóku þátt í vetrastarfinu sem fór fram í mörgum hópum bæði á Gislastöðum og á Iðavöllum á tveggja vikna fresti.
Í öllum hópum var farið í hefðbundna reiðkennslu, í þrautabrautir, jafnvægis- og sætisæfingar, hestaleiki og útreiðartúra þegar veður leyfði.
14 börn tóku knapamerkjapróf núna í vetur. Flest þeirra tóku knapamerki 1, 2 tóku knapamerki 2 og 2 tóku knapamerki 3. Þetta er krefjandi próf frá Háskólanum á Hólum og erum við afar stolt hversu vel börnin stóðu sig í því, sérstaklega miðað við ungan aldur (flestir einungis 11-12 ára) og lítinn aðgang að hestum fyrir utan námskeiðið. Prófdómari var aftur Ragnheiður Þorvaldsdóttir og þökkum við henni kærlega fyrir komuna. Við óskum öllum knapamerkjabörnum innilega til hamingju með prófin!
KM 1: Andrea Hanna Guðjónsdóttir, Telma Dís Guðjónsdóttir, Kolbrún Hilmarsdóttir, Maren Cara Ragnarsdóttir, Stefanía þórdís Áslaugardóttir, Axel Örn Frostason, Emma Sólrún Schnabel, Védís Hulda Þorsteinsdóttir, Eyrún Stína Guðmundsdóttir, Freyja Voswinkel.
KM 2: Magnús Bjartur Guðrúnarsson, Edda Lind Einarsdóttir
KM 3: Anna Guðlaug Gunnbjörnsdóttir, Sólveig Líf Þorsteinsdóttir,
23 börn frá námskeiðinu tóku þátt á Firmakeppni Freyfaxa 30. april í mismunandi hópum eftir getu og aldri. Bæði börnin og hrossin stóðu sig frábærlega og höfðu greinilega gaman af.
Stór partur af börnunum mættu svo á lokahelgina 6.-8. maí í langa útreiðartúra, keppni og gistingu- mikið fjör og gaman hjá okkur í finasta veðri mest allan tímann.
Niðurstöður úr keppninni á laugardaginn á hringvellinum á Stekkhólma (1.-3 sæti ):
Þrígangur : 1. Thea Sóley Schnabel á Jarli frá Geirastöðum, 2. Magnús Gunnar Sigurhansson á Golu frá Borgarnesi, 3. Satu María Sigurhansdóttir á Selmu frá Bakka
Fjórgangur: 1. Sólveig Líf Þorsteinsdóttir á Hrafni frá Geirastöðum, 2. Anna Guðlaug Gunnbjörnsdóttir á Hvin frá Bakkagerði, 3. Edda Lind Einarsdóttir á Krediu frá Útnyrðingsstöðum og Anna Birta Jensdóttir á Demant frá Papafirði
Á sunnudaginn var keppni / sýning í Tvígang og “Knapapróf “fyrir yngri börnin . Það var líka farið í öllum hópum í gegnum smalabrautina í reiðhöllinni og sum þeirra fóru í hörku keppni með tímatöku:
Smali: 1. Andrea Hanna Guðjónsdóttir á Milljón frá Gilsárteigi, 2. Freyja Rós Sverrisdóttir á Drottningu 3. Sólveig Dúa á Drottningu
Stóri Smali: 1. Anna Guðlaug á Hvin frá Bakkagerði, 2. Emma Sóley Schnabel á Jarli frá Geirastöðum
Sérstakir þakkir til Tinu Künzel fyrir dómarastarf á lokahelginni, Þóru Jónsdóttir fyrir þularstarf, Melanie Hallbach fyrir alla hjálpina í undirbúningi og framkvæmd barnastarfsins, öllum hinum foreldrunum sem hjálpuðu í gistingu grillinu og frágangi og einnig Josera Bústólpa fyrir veitt verðlaun .
Takk kærlega fyrir þennan frábæra vetur – hlökkum til að sjá börnin aftur næst.