Hestamannafélagið Freyfaxi
  • Fréttir
  • Hestaheimurinn
    • Okkar fólk
    • Spjallborð
  • Reiðhöllin
    • Gjaldskrá
    • Notkunarreglur
    • Áskriftarkort Freyfaxafélaga
  • Krakkafréttir
  • Skráningar
  • Stjórn/nefndir
  • Viðburðir
  • Fjórðungsmót 2015
    • Dagskrá
    • Mótssvæðið Stekkhólmi
    • Ráslistar
    • Miðaverð
    • Almennar upplýsingar
    • Kynbótahross
    • Sundurliðaðar einkunnir >
      • B-flokkur
      • Barnaflokkur
      • Unglingaflokkur
      • Ungmennaflokkur
      • A-flokkur
      • Tölt T1 Opinn flokkur
      • Tölt T3 Börn
      • Tölt T3 Unglingar
      • Tölt T3 Ungmenni
      • Tölt T3 Áhugamenn
    • Úrslit >
      • A-flokkur
      • B-flokkur
      • Ungmenni
      • Unglingar
      • Börn
      • Tölt, Opinn flokkur
      • Tölt, áhugamenn
      • Tölt ungmenni
      • Tölt Unglingar
      • Tölt Börn
      • 100m Skeið
    • Afskráningar

December 09th, 2014 

12/9/2014

0 Comments

 

Picture

Kennslan byrjar í byrjun janúar og verður oftast á sunnudögum, þannig verða 2 skipti á mánuði þar til í byrjun maí, 2 klukkutímar í senn

Dagsetningar: 11.1 – 25.1 – 8.2 – 22.2 – 8.3 – 22.3 – 19.4 – 26.4 og vorhelgi 2.-3.5
Vorhelgi er heil helgi með keppni, gistingu, raddreið og hestaleikjum.

Kennt verður í reiðhöllinni á Iðavöllum og stundum á félagssvæði Stekkhólma.
Kennd verður almenn hesta- og reiðmennska, bæði verk-og bóklegt, stuðst við efni sem gert er af Ellen Thamdrup og knapamerkjabókunum
( http://knapi.holar.is/ ).

Kennarar verða eins og áður:
Ellen Thamdrup, Tamningamaður og Þjálfari FT
Angelika Liebermeister, Tamningamaður FT og IPZV- reiðkennari C

Verð fyrir veturinn:
8  skipti ( ca 90 min verklegir tímar / 30 min bóklegir tíma og efni) +  krakkahelgi :
32.000,- kr. (með eigin hest)
40.000,-kr. (með leiguhest)
16.000,-kr  (Pollaflokkur, 8 skipti – með takmarkaðri þátttöku í krakkahelgi )

Við ætlum að vera með nokkra mismunandi hópa eftir reynslu og aldri:

Pollaflokkur

það verður boðið upp á sérhópa - fyrir krakkaa á aldrinum 4 – 7 ára með sér skipulagi ( styttri tímar, aðrar dagsetningar, færri hestar à lægra verð )

Byrjendur og börn / unglingar með smá reynslu ( krakkar  7 - 18 ára )

Kennt verður í litlum hópum með traustum hestum frá okkur eða með eigin hest.

Í byrjendahópunum ætlum við að kynnast hestinum (læra um eðli, hegðun og þarfir hans), læra að umgangast hann ( læra að kemba/ taka upp fætur, leggja á / beisla, teyma o.s.frv.), gera sætisæfingar í hringtaum, læra að stjórna hestinum og að þekkja gangtegundir, fara í hestaleiki og af og til í (teymda ?) útreiðartúra þegar veður leyfir. Krakkar sem komnir eru með einhverja reynslu mega gera meira og meira sjálfir.

Vanir krakkar

Krakkar í þessum hópum þurfa helst að vera með eigin hest, sem þeir geta stjórnað vel og þurfa að þekkja gangtegundir.

Unnið er í einkakennslu (sætisæfingar, vinna í ásetu og ábendingum, stígandi áseta osfrv. ), í hópkennslu: Almenn reiðkennsla ( stjórn og ábendingar, gangtegundir, reiðleiðir) og ríða berbakt, ríða hindrunarstökk og hina vinsælu hestaleika.  

Knapamerkjapróf - Tveggja helgar námskeið:

Fyrir vana krakka 12 ára og eldri sem hafa áhuga á að taka knapamerkjapróf gefst tækifæri til að taka knapamerkja prófin: Kenndir verða 1-2 áfangar af knapamerkjakerfinu með lokaprófi í lok vetrar (lágmarksþátttaka: 6 nemendur)

Knapamerki:  Knapamerkjabækur / prófkostnaður og kennslukostnaður.

Fjórðungsmót Austurlands 2015 er framundan.

Regluleg keppnisþjálfun fyrir Félags- og Fjórðungsmót mun fara fram á Stekkhólma í vor.

Keppnisþjálfun: Verð fer eftir fjölda þátttakenda og hvaða kennari verður ráðinn.

Skráning og upplýsingar

Ellen:     gislastadir@emax.is gsm 8673238

Angie:   angelika_liebermeister@web.de gsm 8453006

 


0 Comments



Leave a Reply.

    Krakkafréttir

    Fylgist með reglulegum tilkynningum, fréttum og efni frá æskulýðsnefnd.

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.