Hestamannafélagið Freyfaxi
  • Fréttir
  • Hestaheimurinn
    • Okkar fólk
    • Spjallborð
  • Reiðhöllin
    • Gjaldskrá
    • Notkunarreglur
    • Áskriftarkort Freyfaxafélaga
  • Krakkafréttir
  • Skráningar
  • Stjórn/nefndir
  • Viðburðir
  • Fjórðungsmót 2015
    • Dagskrá
    • Mótssvæðið Stekkhólmi
    • Ráslistar
    • Miðaverð
    • Almennar upplýsingar
    • Kynbótahross
    • Sundurliðaðar einkunnir >
      • B-flokkur
      • Barnaflokkur
      • Unglingaflokkur
      • Ungmennaflokkur
      • A-flokkur
      • Tölt T1 Opinn flokkur
      • Tölt T3 Börn
      • Tölt T3 Unglingar
      • Tölt T3 Ungmenni
      • Tölt T3 Áhugamenn
    • Úrslit >
      • A-flokkur
      • B-flokkur
      • Ungmenni
      • Unglingar
      • Börn
      • Tölt, Opinn flokkur
      • Tölt, áhugamenn
      • Tölt ungmenni
      • Tölt Unglingar
      • Tölt Börn
      • 100m Skeið
    • Afskráningar

Æskulýðsstarf Freyfaxa veturinn 2018

11/29/2017

0 Comments

 
Æskulýðsstarf Freyfaxa veturinn 2018
 
Kennslan byrjar í byrjun janúar og verður oftast á sunnudögum, þannig verða 2 skipti á mánuði þar til í byrjun maí, 2 klukkutíma í senn (bóklegt og verklegt).
Dagsetningar: 14.1 – 28.1 – 11.2 – 25.2 – 11.3 - 18.3 – 15.4 – 22.4 og vorhelgi 5.- 6.5
Vorhelgi er heil helgi með keppni, gistingu, ratreið og hestaleikjum. 
 
Kennt verður í reiðhöllinni á Iðavöllum og stundum á félagssvæði Stekkhólma.
Kennd verður almenn hesta- og reiðmennska, bæði verk-og bóklegt, stuðst við efni sem gert er af Ellen Thamdrup og knapamerkjabókunum ( http://knapi.holar.is/ ).
 
Kennarar verða eins og áður:
Angelika Liebermeister, Tamningamaður FT og IPZV- reiðkennari C
Ellen Thamdrup, Tamningamaður og Þjálfari FT
 
Við ætlum að vera með nokkra mismunandi hópa eftir reynslu og aldri:
 
Pollaflokkur
það verður boðið upp á sérhópa - fyrir krakka á aldrinum 4 – 6 ára með sér skipulagi ( styttri tímar, aðrar dagsetningar - à lægra verð )
 
Byrjendur og börn / unglingar með smá reynslu ( krakkar  7 - 18 ára )
 
Kennt verður í litlum hópum með traustum hestum frá okkur eða með eigin hest.
Í byrjendahópunum ætlum við að kynnast hestinum (læra um eðli, hegðun og þarfir hans), læra að umgangast hann ( læra að kemba/ taka upp fætur, leggja á / beisla, teyma o.s.frv.), gera sætisæfingar í hringtaum, læra að stjórna hestinum og að þekkja gangtegundir, fara í hestaleiki og af og til í (teymda ?) útreiðartúra þegar veður leyfir. Krakkar sem komnir eru með einhverja reynslu mega gera meira og meira sjálfir.
 
Vanir krakkar
Krakkar í þessum hópum koma með eigin hest eða fá lánað hjá okkur.
Unnið er bæði í einkakennslu (sætisæfingar, vinna í ásetu og ábendingum, stígandi áseta osfrv. ) og í hópkennslu: Almenn reiðkennsla ( stjórn og ábendingar, gangtegundir, reiðleiðir) og ríða berbakt, æfa hindrunarstökk og hina vinsælu hestaleika. 
 
Knapamerki
Fyrir krakkar 12 ára og eldri er möguleiki á að taka knapamerki 1 og 2.
Fyrir þá sem hafa lokið knapamerki 1 og 2 verður hægt að taka knapamerki 3 (lágmarksfjöldi 4 knapar). Verð fer eftir þátttakandafjölda.
http://knapamerki.is/
 
Verð fyrir veturinn:
8  skipti (verklegir + bóklegir tíma og efni) +  krakkahelgi :
34.000,- kr. (með eigin hest)
46.000,-kr. (með leiguhest)
36.000,-kr  (Pollaflokkur, 8 skipti – 90 mínutur – með takmarkaðri þátttöku í krakkahelgi )
 
Keppnisþjálfun verður með sér kennarum og verður auglýst á heimasiðu félagsins og Facebook siðar.
Skráning og upplýsingar
Ellen:     gislastadir@emax.is gsm 8673238
Angie:   angelika_liebermeister@web.de gsm 8453006

0 Comments

FEIF Youth Camp 2017 - 

3/7/2017

0 Comments

 
Picture

FEIF Youth Camp 2017

07.03.2017 Hilda Karen Garðarsdóttir
FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 11. – 18. júlí 2017 í St-Truiden í Belgíu. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.
Þema FEIF Youth Camp í ár er "hestur og vagn".
Belgíska Íslandshestasambandið er það minnsta innan FEIF og það eru sjálfboðaliðar í æskulýðsstarfinu þar sem skipuleggja viðburðinn. Það sem verður meðal annars á dagskrá:
  • Heimsókn á bú þar sem ræktaðir eru Brabant hestar
  • Sýnikennsla/kynning á vinnu með dráttarhesta
  • Sýnikennsla/kennsla á jafnvægi knapa og ásetu (centered riding)
  • Fræðsla um tannheilsu hesta
  • Vinna með hest í tvítaum
  • Sögufræg borg heimsótt
  • Skemmtigarður heimsóttur - Bobbejaanland
  • Ferð í hestvagni
  • Og margt fleira....!
Umsóknarfrestur um að fara út fyrir Íslands hönd er til 3. apríl 2017 og skulu umsóknirnar berast á netfangið hilda@lhhestar.is fyrir þann tíma.
Umsóknareyðublað er að finna á vef LH, www.lhhestar.is undir "Æskan". Þar er að finna bæði pdf og Excel skrá. Einnig hægt að nálgast umsóknina með því að smella hér. 
Kostnaður við búðirnar er €680 (ca. 78.000 í dag), en inní því er fæði, uppihald og allar ferðir og afþreying í Belgíu. Flug út til Brussel, vasapeningur og annað er ekki innifalið.
Skrifstofa LH veitir allar nánari upplýsingar í síma 514 4030 eða í gegnum netfangið hilda@lhhestar.is.  


0 Comments

Æskulýðsstarf Freyfaxa veturinn 2017

12/13/2016

0 Comments

 
Kennslan byrjar í byrjun janúar og verður oftast á sunnudögum, þannig verða 2 skipti á mánuði þar til í byrjun maí, 1 kt og 45 mín í senn og aukalega bóklega tíma annað hvort skipti (30 mín í framlengingu af reiðtímanum).
Dagsetningar: 15.1 – 22.1 – 5.2 – 19.2 – 5.3 – 19.3 – 2.4 – 30.4 og vorhelgi 13.-14.5
Vorhelgi er heil helgi með keppni, gistingu, raddreið og hestaleikjum.
 
Kennt verður í reiðhöllinni á Iðavöllum og stundum á félagssvæði Stekkhólma.
Kennd verður almenn hesta- og reiðmennska, bæði verk-og bóklegt, stuðst við efni sem gert er af Ellen Thamdrup og knapamerkjabókunum ( http://knapi.holar.is/ ).
 
Kennarar verða eins og áður:
Angelika Liebermeister, Tamningamaður FT og IPZV- reiðkennari C
Ellen Thamdrup, Tamningamaður og Þjálfari FT
 
Við ætlum að vera með nokkra mismunandi hópa eftir reynslu og aldri:
 
Pollaflokkur
það verður boðið upp á sérhópa - fyrir krakka á aldrinum 4 – 7 ára með sér skipulagi ( styttri tímar, aðrar dagsetningar - à lægra verð )
 
Byrjendur og börn / unglingar með smá reynslu ( krakkar  7 - 18 ára )
 
Kennt verður í litlum hópum með traustum hestum frá okkur eða með eigin hest.
Í byrjendahópunum ætlum við að kynnast hestinum (læra um eðli, hegðun og þarfir hans), læra að umgangast hann ( læra að kemba/ taka upp fætur, leggja á / beisla, teyma o.s.frv.), gera sætisæfingar í hringtaum, læra að stjórna hestinum og að þekkja gangtegundir, fara í hestaleiki og af og til í (teymda ?) útreiðartúra þegar veður leyfir. Krakkar sem komnir eru með einhverja reynslu mega gera meira og meira sjálfir.
Vanir krakkar
Krakkar í þessum hópum koma með eigin hest eða fá lánað hjá okkur.
Unnið er bæði í einkakennslu (sætisæfingar, vinna í ásetu og ábendingum, stígandi áseta osfrv. ) og í hópkennslu: Almenn reiðkennsla ( stjórn og ábendingar, gangtegundir, reiðleiðir) og ríða berbakt, æfa hindrunarstökk og hina vinsælu hestaleika. 
 
Verð fyrir veturinn:
8  skipti (verklegir + bóklegir tíma og efni) +  krakkahelgi :
34.000,- kr. (með eigin hest)
44.000,-kr. (með leiguhest)
30.000,-kr  (Pollaflokkur, 8 skipti – 60 mínutur – með takmarkaðri þátttöku í krakkahelgi )
 
Keppnisþjálfun verður með sér kennarum og verður auglýst á heimasiðu félagsins og Facebook siðar.
Skráning og upplýsingar
Ellen:     gislastadir@emax.is gsm 8673238
Angie:   angelika_liebermeister@web.de gsm 8453006

0 Comments

April 27th, 2016

4/27/2016

0 Comments

 
Picture
Vorhelgi 2016 fyrir hestakrakka
Æskulýðsdeild Freyfaxa býður öllum áhugasömum hestakrökkum að taka þátt í skemmtilegri helgi  í Reiðhöllinni og svæðinu kringum Stekkhólma. Við borðum og gistum í Félagsheimilinu Iðavöllum við reiðhöllina.
Markmið okkar er að allir geti tekið þátt og að það verði keppnisgreinar við hæfi allra.

Dagsskrá laugardag 7. maí :
11.00                          Iðavellir opna
 
Keppni ( hugsað aðallega fyrir hópa 3 og 5 og aðra hestakrakka af svæðinu ):
12.30                        Tölt T7 ( ásamt úrslitum )
13.30                        Þrígangur-keppni ( ásamt úrslitum )
                                 Fjórgangur – fer eftir þátttöku

14.30 – 15.30        Kaffihlé  Teymt er undir krökkum
 Mæting fyrir hópa 1, 2 og 4 ekki seinna en kl 15

15.45                        Litli smali ( Hópur 1, 2 og 4 – með hjálp ef þess þarf, ekki timataka )
Ca 16.15                   Sýningar :
  • Fimleikar á hesti (hópur 2)  
  • Indijánaatriði (hópur2)
  • Fimleikar á hesti  (Hópur 1)
  • Munsturreið (Hópur 3)
  • Fimleikar á hesti (Hópur 4)
  • Munsturreið (Hópur 5)  
 Kvöldmatur og gisting í félagsheimili Íðavellir fyrir allir sem vilja
Sunnudaginn 3. maí
9.30 – 10.45          Ratleik – Útreiðartúr - Hópur 3 og 5
11.15- 12.30          Ratleik – Útreiðartúr - teymd til skiptis Hópur 1 – 2 og 4
12.30-13.45           Hádegismat og viðurkenningaafhendinga fyrir hópar 1,2 og 4
14.15                      Smali opin keppni : 
                               Börn
                               Unglingar
                               Fullorðnir
 
Þátttökugjald alla helgina fyrir þau sem ekki taka þátt í kennsluröðinni  í Reiðhöllinni er 7500,- kr. 
Þátttökugjald  einungis í íþróttakeppninni : 1500,- kr.
Hafið endilega samband við Ellen í gsm 8673238  eða Angie í gsm 8453006 til þess að fá frekari upplýsingar..                                          
 
Skráning hjá Ellen á netfang   gislastadir@emax.is 
Með von um að sjá sem flesta, Ellen og Angie
 
 
 
 
 

0 Comments

Æskulýðsstarf Freyfaxa veturinn 2016

12/9/2015

0 Comments

 
Picture
 Æskulýðsstarf Freyfaxa veturinn 2016
 
Kennslan byrjar í byrjun janúar og verður oftast á sunnudögum, þannig verða 2 skipti á mánuði þar til í byrjun maí, 1 kt og 45 min í senn og sér bóklega tíma einu sinni á mánuði.
Dagsetningar: 10.1 – 24.1 – 7.2 – 21.2 – 6.3 – 13.3 – 10.4 – 24.4 og vorhelgi 7.-8.5
Vorhelgi er heil helgi með keppni, gistingu, raddreið og hestaleikjum.
 
Kennt verður í reiðhöllinni á Iðavöllum og stundum á félagssvæði Stekkhólma.
Kennd verður almenn hesta- og reiðmennska, bæði verk-og bóklegt, stuðst við efni sem gert er af Ellen Thamdrup og knapamerkjabókunum ( http://knapi.holar.is/ ).
 
Kennarar verða eins og áður:
Angelika Liebermeister, Tamningamaður FT og IPZV- reiðkennari C
Ellen Thamdrup, Tamningamaður og Þjálfari FT
 
Verð fyrir veturinn:
8  skipti ( ca 90 min verklegir tímar / 30 min bóklegir tíma og efni) +  krakkahelgi :
34.000,- kr. (með eigin hest)
44.000,-kr. (með leiguhest)
20.000,-kr  (Pollaflokkur, 8 skipti – 60 mínutur – með takmarkaðri þátttöku í krakkahelgi )
 
Við ætlum að vera með nokkra mismunandi hópa eftir reynslu og aldri:
 
Pollaflokkur
það verður boðið upp á sérhópa - fyrir krakkaa á aldrinum 4 – 7 ára með sér skipulagi ( styttri tímar, aðrar dagsetningar, færri hestar à lægra verð )
Byrjendur og börn / unglingar með smá reynslu ( krakkar  7 - 18 ára )
Kennt verður í litlum hópum með traustum hestum frá okkur eða með eigin hest.
Í byrjendahópunum ætlum við að kynnast hestinum (læra um eðli, hegðun og þarfir hans), læra að umgangast hann ( læra að kemba/ taka upp fætur, leggja á / beisla, teyma o.s.frv.), gera sætisæfingar í hringtaum, læra að stjórna hestinum og að þekkja gangtegundir, fara í hestaleiki og af og til í (teymda ?) útreiðartúra þegar veður leyfir. Krakkar sem komnir eru með einhverja reynslu mega gera meira og meira sjálfir.
Vanir krakkar
Krakkar í þessum hópum þurfa helst að vera með eigin hest, sem þeir geta stjórnað vel og þurfa að þekkja gangtegundir.
Unnið er í einkakennslu (sætisæfingar, vinna í ásetu og ábendingum, stígandi áseta osfrv. ), í hópkennslu: Almenn reiðkennsla ( stjórn og ábendingar, gangtegundir, reiðleiðir) og ríða berbakt, ríða hindrunarstökk og hina vinsælu hestaleika.  
 
Knapamerkjapróf - Tveggja helgar námskeið:
Fyrir vana krakka 12 ára og eldri sem hafa áhuga á að taka knapamerkjapróf gefst tækifæri til að taka knapamerkja prófin: Kenndir verða 1-2 áfangar af knapamerkjakerfinu með lokaprófi í lok vetrar (lágmarksþátttaka: 6 nemendur)
Knapamerki:  Knapamerkjabækur / prófkostnaður og kennslukostnaður.
 
Landsmót Hestamanna á Hólum 2016 er framundan.
Regluleg keppnisþjálfun fyrir Félags- og Landsmót mun fara fram á Stekkhólma í vor.
Keppnisþjálfun: Verð fer eftir fjölda þátttakenda og hvaða kennari verður ráðinn.
Skráning og upplýsingar
Ellen:     gislastadir@emax.is gsm 8673238
Angie:   angelika_liebermeister@web.de gsm 8453006

0 Comments

Krakkahelgi 2015

5/12/2015

0 Comments

 
Picture
Helgina 2.-3.maí sl. var haldin krakkahelgi á Iðavöllum. Hún er einskonar uppskeruhátíð þeirra barna og unglinga sem sótt hafa kennslu hjá Ellen og Angelicu. Fyrri daginn eru sýningar og keppni nemenda og síðari daginn sameiginlegur útreiðatúr ofl. Gist er í félagsheimilinu á Iðavöllum og aðstandendur þátttakenda og kennarar hafa með sér mat á sameiginlegt veisluborð sem svignaði alla helgina undan allskyns góðgæti.

Síðasta vor mættum við fjölskyldan á þessa helgi sem áhorfendur fyrri daginn, en fórum svo með í sameiginlegan útreiðatúri seinni daginn. Þá var strax ákveðið að vera með nú í vetur og fá að taka þátt dagskrá helgarinnar.

Sú dagskráin var þétt skipuð og áhersla lögð  á að allir fengju að taka þátt í sem flestu m.v. getu sína og áhuga. Þó allir kennsludagarnir í vetur hafi verið skemmtilegir og lærdómsríkir, má þó segja að þessarar sérstöku krakkahelgar hafi verið beðið með mikilli óþreygju enda minningin um sömu helgi frá síðasta ári enn í fersku minni.

Við hjónin höfum fylgst með uppbyggingu kennslunnar í allan vetur og svo afrakstrinum þessa helgi og það skal segjast eins og það er, að það er frábært að sjá kennslu fara fram í gegnum leik og starf þar sem áhersla er lögð á að viðhalda áhuga og gleði þátttakenda um leið og þeim er bent. Slíkt er ákv. kúnst sem ekki tekst hjá öllum kennurum en er ekki vandamálið hjá þeim Ellen og Angie.

Þessa helgi líkt og í allan vetur lögðu þær báðar mikið á sig til að gera kennsluna, sýningarnar og samveruna sem árangursríkasta og best heppnaða, bæði fyrir þátttakendur og áhorfendur.

Í gegnum svona námskeið er alltaf meiri möguleiki á endurnýjun í hestamennskunni og enn frekar þegar kennararnir lána hesta fyrir börn sem ekki eiga eða hafa aðgang að hrossum – líkt og hefur verið hjá þeim stöllum.

Börn og unglingar á mismunandi aldri og mislangt komin í hestamennsku áttu þarna saman góða stund ásamt foreldrum, kennurum og hestum sínum, ekki einungis í reiðskemmunni og í sýningum og keppni heldur  einnig þessutan. Það var gaman að sjá hvað öll börnin voru áhugasöm og full eftirvæntingar í verkefnum sínum. Að byggja upp rétt viðhorf til hestsins sem félaga er hluti af lærdómnum og góð byrjun í hestamennsku.  Margt af því sem börnin og hestarnir þeirra voru að gera er alls ekki auðvelt í framkvæmd og þurfti bæði kunnáttu og færni til að framkvæma og því augljóst að margt hefur lærst í vetur.

Eftir að dagskrá lauk á laugardeginum var sameiginlegur kvöldmatur í félagsheimilinu á Iðavöllum, þar sem allir tóku vel til matar síns enda menn búnir að vera að allan daginn og orðnir svangir. Að því loknu var svo haldin skemmtileg kvöldvaka, m.a. með æfðum atriðum nemenda, horft saman á bíómynd og farið í leiki ofl. Frumsamið atriði eldri nemenda sem vakti mikla kátínu bæði nema og kennara var stæling þeirra á reiðkennslustund hjá Angie og Ellen. Var mikið hlegið að þeim þætti, enda brá þar fyrir ýmsum kunnuglegum töktum og ljóst að fátt hafði farið framhjá glöggum augum og eyrum nemenda í kennslustundum vetrarins.

Ánægjulegt var að fylgjast með þátttöku aðstandenda og eldri nemenda í undirbúningi, utanumhaldi, matseld, frágangi og dagskrá helgarinnar, án þess hefðu hlutirnir ekki gengið upp eins og þeir gerðu. Máltækið margar hendur vinna létt verk átti svo sannarlega við þar.

Fyrirhugaður útreiðatúr á sunnudeginum varð styttri en upphaflega var gert ráð fyrir því þar spillti veður fyrir. Kom það þó ekki að sök því nóg annað var á dagskránni innanhúss; ýmsar keppnisgreinar, mynsturreið, hringtaumsatriði, smalakeppni ofl. Dagurinn endaði með því að áhorfendum sem áhuga höfðu á var boðið að taka þátt í smalakeppni og sýndu þar ýmsir góða takta og mikið kapp og vakti það lukku áhorfenda. Var um það rætt á áhorfendabekknum að þegar þessir aðilar komust loks í hnakkinn eftir að hafa setið og fylgst með unga fólkinu alla helgina, hefði ljóst verið að ekkert grín var á ferðinni og keppt var til að ná fyrsta sætinu.

Heilt yfir þá var þessi helgi afar vel heppnuð og skemmtileg og gekk hnökralaust fyrir sig í alla staði og vonandi verður framhald á. Eiga þær Angie og Ellen hrós skilið svo og allir aðrir sem að þessu námskeiði og krakkahelginni stóðu. 

Takk fyrir okkur.

Sigríður Ævarsdóttir og Benedikt Líndal, Finnsstöðum 1.

 

 

 

 

 

 

 

 

0 Comments

Niðurstöðu frá krakkahelgini sem fór fram 2. / 3. Maí á Íðavöllum.

5/8/2015

0 Comments

 
Picture
Niðurstöðu Keppni sem fór fram um síðastliðna helgi sést hér fyrir neðan.

Tíminn eftir hádegi fram að kvöld var helgaður sýningaratriðum. Meira um þetta og myndir seinna.

Á sunnudaginn fóru allir krakkar í styttri eða lengri reiðtúr og flestir voru í einhverjum hestaleikjum í reiðhöllinni fyrir hádegi – eldri krakkarnir léku listir sínar og syndu munsturreið berbakt J

Við viljum þakka öllum foreldrum sérstaklega fyrir frábært framlag (einu sinni enn) , mat / kökur og samvinnu yfir alla helgina - og skemmtilega þátttöku í smalanum á sunnudeginum.  

Einnig Þökkum við Tinu Kuenzel og Tryggva Snær Pálsson sem enn og aftur dæmdu af mikilli samvisku. Sæmundur Guðmundsson fyrir að vökva reiðhöllina, Berg Valdimar Sigurjónsson fyrir notkun af rými við reiðhöllinni, sem notað var við bóklega tímar. Nikka og Hansa fyrir mikla þolinmæði vegna mikillar umferðar. Fellabakari fyrir bakkelsi og þeim sem tóku að sér að geyma hesta í hesthúsi yfir nótt . Við þökkum öllum 33 krökkunum sem tóku þátt í reiðnámskeiðinu síðastliðin vetur. Þið voruð frábær!

Angie og Ellen

 

Picture
Picture
Picture
Picture
0 Comments

Krakkahelgi

5/1/2015

0 Comments

 
Picture
Picture
Síðasti æfing fyrir sýning :)
0 Comments

Vorhelgi 2015 fyrir hestakrakka

4/27/2015

0 Comments

 
Æskulýðsdeild Freyfaxa býður öllum áhugasömum hestakrökkum að taka þátt í skemmtilegri helgi  í Reiðhöllinni og svæðinu kringum Stekkhólma. Við borðum og gistum í Félagsheimilinu Iðavöllum við reiðhöllina.
Markmið okkar er að allir geti tekið þátt og að það verði keppnisgreinar við hæfi allra.

Dagsskrá laugardag 2. maí :
10.00 Allir sem keppa fyrir hádegi hittast, farið er yfir mótadaginn, leggja á osfv
11.00 Tölt T 7 ( ásamt úrslit )
11.30 Tölt T 5 ( ásamt úrslit )
12.30 Fjórgangur V5  ( ásamt úrslit )
Matarhlé

14.30  Sýningar
Litli smali     
Hringtaum atriði                                       
Munsturreið hópur 3                                                      
Hringtaum atriði                                       
Flöskuleikur
Munsturreið hópur 4
Kaffihlé  Teymt er undir krökkum

Munsturreið hópur 2
Hringtaum atriði
Munsturreið hópur 1
Hindrunarstökk

Kvöldmat og gisting í félagsheimili Íðavellir  - þar á eftir ætlum við að hafa það
notalegt....slappa af....leika... horfa á hestamyndband.... syngja...

Sunnudaginn 3. maí ætlum við að fara í útreiðatúr og ratreið.
Kl. 14.00 Opin keppni í smali - 2 flokkar: 17 ára og yngri og fullorðnir
Dagskráin endar eftir Smali og kaffi og viðurkenningaafhendingu.

Þátttökugjald alla helgina fyrir þau sem ekki taka þátt í kennsluröðinni  í Reiðhöllinni er 7500,- kr. 
Þátttökugjald  einungis í íþróttakeppninni og smali : 1500,- kr.

Hafið endilega samband við Ellen í gsm 8673238  eða Angie í gsm 8453006 til þess að fá frekari upplýsingar..                                          
Skráning hjá Ellen á netfang   gislastadir@emax.is 
Með von um að sjá sem flesta, Ellen og Angie

0 Comments

Uppskeruhelgi Æskan

4/25/2015

0 Comments

 
Æskulýðsdeild Freyfaxa býður öllum áhugasömum hestakrökkum að taka þátt í skemmtilegri helgi  í Reiðhöllinni og svæðinu kringum Stekkhólma. Við borðum og gistum í Félagsheimilinu Iðavöllum við reiðhöllina.
Við gistum í Félagsheimili ÍðavelliàAllir þurfa að koma með dynur og  svefnpoka!
Við reiknum með að allir koma með eitthvað gott á sameiginlega hlaðborð fyrir hádegishlé á laugardaginn og líka kökur / kex fyrir kaffi.
Nánar upplýsingar verður birtar síðar.
Hafið samband við Ellen í post gislastadir@emax.is eða GSM 8673238

Picture
0 Comments
<<Previous
Forward>>

    Krakkafréttir

    Fylgist með reglulegum tilkynningum, fréttum og efni frá æskulýðsnefnd.

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.